Fréttablaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 1
mest lesna dagblað á íslandi
Þriðjudagar
*Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í maí 2007
Lestur meðal 18–49 ára
á höfuðborgarsvæðinu
0%
10%
20%
30%
40%
50%
60%
70%
M
o
rg
u
n
b
la
ð
ið
F
ré
tt
a
b
la
ð
ið
D
V
41%
73%
4%
DD
Sími: 512 5000
ÞRIÐJUDAGUR
30. október 2007 — 295. tölublað — 7. árgangur
Jenný Erla Guðmundsdóttir stundar bæði and-
lega og líkamlega líkamsrækt til að halda sér í
góðu formi.
„Ég þjáðist af mikilli streitu á sínum tíma og fór að
stunda jóga til að ná betra andlegu jafnvægi. Jóga er
að vissu leyti andleg leið og eftir tímabil þar sem ég
kenndi jóga í sex ár náði ég ákveðnum árangri og
fann hve mikilvægt er að sinna bæði andlegri og lík-
amlegri heilsu,“ segir Jenný Erla Guðmundsdóttir
grafíklistakona, sem sendi nýverið frá sér hugleiðslu-
bókina Sköpun heimsins. „Bókin er mín leið til að stuðla að andlegu heil-
brigði fyrir mig og aðra. Markmiðið er að senda les-
andann í andlegt ferðalag með hugleiðslu með texta
og myndum sem ég vann í tilefni þúsund ára kristni-
töku fyrir sjö árum,“ segir Jenný, sem í dag stundar
sígilda líkamsrækt ásamt því að sinna andlegu hlið-
inni af alúð. „Ég leitaði aftur í barnatrúna og á í dag
mjög lifandi trú þar sem ég fann ákveðið jafnvægi
milli þess andlega og líkamlega. Þetta finnst mér sér-
lega mikilvægt fyrir fólk sem er í skapandi störfum
þar sem alltaf þarf visst áreiti til þess að geta skapað,“
útskýrir Jenný sem nefnir þætti eins og streitu og
ótta sem veikja líkamann. „Aðalatriðið er að sinna sjálfum sér og sjá heil-
brigði sem heild,“ útskýrir Jenný, sem segir bókina
vera eins konar andlegt góðgæti sem hentar vel sam-
hliða alls konar líkamsrækt. „Við erum upptekin af
því að fitna ekki og halda okkur í formi en það má
ekki gleyma andlegri næringu. Þess vegna má segja
að bókin sé konfekt fyrir anda og sál. Nema það er
hægt að njóta hennar að vild og vaxa án þess að
þyngjast og fitna,“ segir Jenný hlæjandi.
Sætindi fyrir anda og sál
Guðbjörg Ósk
Rakel
rakel@osk.is
osk@osk.is
29.900,-Peaceful Warrior dvd og námsgögn innifalið.Rope yoga stöðin Ósk.is Bæjarhrauni 22, 220 Hafnarfirði.
Einstakt helgarámskeið þar sem þú læriröfluga leið til að hafa líf þitt nákvæmlegaeins og þú óskar þér. Aukið sjálfsöryggi,jákvæðari samskipti við fólk, góð heilsa og
líkamleg meðvitund, er hluti af því sem þú
öðlast á þessu námskeiði.
Þú lærir að ná árangri og njóta þess að lifa.
Símar: 555 3536 / 695 0089
P R O D E R M TMhúðvörn gegn kuldaog snertiofnæmi
Lagar fljótt húðþurrk,roðaflekki, þurrkablettisviða og kláða
í andliti og
höndum.
Verndar húðinafyrir efnum á
pH1 – pH12.
Engin fituáferð.
Fyrir börn, hlífirhúðinni við kulda,munnvatni, tárumog nefrennsli.
Proderm er læknavara.Rannsóknir staðfesta virkni.
Fæst í apótekum
www.celsus.is
veðrið í dag
Jenný erla guðmundsdóttir
Sinnir bæði andlegri og
líkamlegri heilsu sinni
heilsa bækur
í miðJu blaðsins
austurland
Austfjarðaþokan liðast
inn með fjöllunum
Sérblað um Austurland
Fylgir Fréttablaðinu í dag
AusturlandÞriðjudagur 30. október 2007
Dagar myrkursLífgað er upp á dimman nóvembermánuð með ýmsum uppákomum um allt austurland. bLs. 10
Fréttablaðoið/GVa
fólk „Það er greinilegt að
veðurfar er að breytast á Íslandi,“
segir Heiðar W. Jones, sem hefur
ásamt eiginkonu sinni, Marsibil
Erlendsdóttur, verið vitavörður á
Dalatanga í fimmtán ár. Einangr-
un á Dalatanga hefur minnkað
mikið síðastliðin ár en áður voru
þau hjónakorn oft innilokuð frá
byrjun nóvember og fram í júní.
Þá urðu börn þeirra að hafa
vetursetu hjá móðursystur sinni
frá því þau byrjuðu sex ára gömul
í skóla í Brekku í Mjóafirði. „Það
var einfaldlega ekki hægt að fara
á milli vegna ófærðar,“ segir
Heiðar. Í viðtali við hjónin í
sérblaði um Austurland í miðju
Fréttablaðsins segja þau frá lífinu
á Dalatanga. - sg
Vitaverðir á Dalatanga:
Veðrið hefur
batnað mikið
dalatangi „Við erum ekki undarlegri
en aðrir,“ segja vitaverðirnir á Dalatanga,
Heiðar og Marsibil. MynD/KAren jenny
Ölvuð og
týnd
Hver Lost-
stjarnan á
fætur annarri
gerist sek um
ölvunarakstur.
fólk 29
Til liðs við
Regnbogabörn
Þorgrímur Þráinsson
reynir fyrir sér á
nýjum vettvangi
í stjórn Regn-
bogabarna.
fólk 34
Ólafur í stað Eyjólfs
KSÍ réð Ólaf Jóhannes-
son í starf landsliðsþjálf-
ara karla í gær. Ólafur
stýrir sínum fyrsta
leik á Parken í
lok nóvember.
íÞRóttIR 30
BJARt SUÐAUStAN tIl - Í dag
verður norðan strekkingur austast
á landinu, annars mun hægari.
Él norðan og vestan til en lengst
af bjart veður á landinu suðaust
anverðu. Hiti nálægt frostmarki.
veÐUR 4
�
����
��
��
�
�
�
�
�
�
�
SlyS Karlmaður á áttræðisaldri
lést í bílslysi við Ærlæk, skammt
norðan við Egilsstaði, á fimmta
tímanum í gær. Hann var einn á
ferð í jepplingi þegar hann fór út
af veginum.
Óskar Bjartmarz, yfirlögreglu-
þjónn á Egilsstöðum, segir að
bifreið mannsins hafi farið yfir
endann á ræsi við veginn og farið
út af honum vinstra megin við
akstursstefnu. Þar hafi hann lent
á staur og stöðvast. Bíllinn valt
ekki við útafaksturinn. Að sögn
Óskars voru aðstæður með góðu
móti þegar slysið varð, engin
hálka á veginum.
Ekki er unnt að greina frá nafni
hins látna að svo stöddu. - sþs
Karlmaður á áttræðisaldri lést:
Ók af veginum
og lenti á staur
tölvUleIkIR Um þúsund erlendir
gestir leggja leið sína til landsins
um helgina vegna uppskeruhátíðar
EVE Online-tölvuleiksins frá CCP.
Hátíðin, sem kallast Fanfest,
verður haldin í Laugardalshöll að
þessu sinni, en hún hefur sprengt
utan af sér Loftkastalann og Hótel
Nordica undanfarin ár vegna
stærðar.
„Við erum ekki að fara að fylla
Laugardalshöllina, en ef áfram
heldur sem horfir gætum við þurft
að finna stærra húsnæði fyrir árið
2009,“ segir Hilmar Veigar Péturs-
son, framkvæmdastjóri CCP. „Ég
man ekki eftir fjölmennari ráð-
stefnu á Íslandi í svipinn, það er
helst Airwaves eða eitthvað slíkt
sem gæti slegið þetta út.“
Á annað þúsund erlendir gestir,
blaðamenn og tónlistarmenn komu
til landsins vegna Airwaves-tón-
leikahátíðarinnar sem haldin var
17. til 21. október síðastliðinn.
Flestir erlendu gestanna koma
frá Bretlandi, en sumir fljúga yfir
hálfan hnöttinn frá Ástralíu og
Nýja-Sjálandi til að taka þátt í
hátíðinni.
En hvað fær fólk til að ferðast
þúsundir kílómetra til Íslands
vegna tölvuleiks? „Ég held að fólk
komi hingað til að hitta þá sem það
hefur verið að spila með, hitta
okkur sem erum að gera leikinn og
spjalla um hvað er að gerast í
heiminum,“ segir Hilmar. „Þetta
er miklu frekar fögnuður yfir EVE
Online-leiknum sem slíkum en að
fólk sé að koma til að sjá eitthvað
ákveðið.“ - sþs / sjá síðu 28
Þúsund til landsins
vegna tölvuleiks
Um þúsund manns koma til Íslands um helgina til þess að sækja uppskeruhátíð
fjölspilunarleiksins EVE Online. Hátíðin er orðin svipuð Airwaves að stærð. Fram-
kvæmdastjóri CCP segir félagsskapinn, spjallið og skemmtunina laða fólk að.
BRetlAND Íslenskættaður maður,
Ian Strachan, situr í gæsluvarð-
haldi í Bretlandi grunaður um að
hafa reynt að kúga fé af bresku
konungsfjölskyldunni. Mál hans
verður tekið fyrir í lok desember.
Málið snýst um kynlífsmynd-
band þar sem meðlimur bresku
konungsfjölskyldunnar er sagður
koma fyrir en Strachan og félagi
hans eru sagðir hafa komist yfir
það. Þeir eru sakaðir um að hafa
reynt að nota myndbandið til að
hafa sex milljónir króna af þeim
sem kemur fram í myndbandinu.
Verjandi Strachans í málinu er
Giovanni Di Stefano, fyrrverandi
verjandi Slobodans Milosevic og
Saddams Hussein. Hann segist
sannfærður um sakleysi skjólstæð-
ings síns.
„Hann líður fyrir það að aðalbor-
inn maður á hlut að máli. Þetta
væri ekki svona ef þetta væru bara
þú og ég,“ segir hann í samtali við
Fréttablaðið. Ástæðan fyrir því að
Di Stefano tók þetta mál að sér er
að sonur hans og Strachan eru
góðir vinir.
Ian Strachan heitir fullu nafni
Paul Einar Ian Adalsteinsson og
ólst upp í skosku borginni Aber-
deen. Hann er sonur Aðalsteins
Aðalsteinssonar og Elizabeth
Strachan. Þau skildu þremur árum
eftir að Ian kom í heiminn.
Málið hefur vakið mikla athygli í
Bretlandi og hafa dagblöð fjallað
ítarlega um það. - sþs / fgg / sjá síðu 34
Hálfíslenskur maður varinn af lögfræðingi Slobodans Milosevic í sakamáli:
Sakaður um að kúga konungborna
skúli bJörn sigurðsson
Lomber, bókavaka og
herragarðskvöld
Margt á döfinni á Skriðuklaustri
austurland í miðJu blaðsins
snör handtök Mikið var að gera á dekkjaverkstæðum landsins í gær, enda til siðs hjá Íslendingum að setja vetrardekkin undir
eins seint og mögulegt er. Björn, rafau og rimas á Max 1 dekkjaverkstæðinu í jafnaseli strituðu allan liðlangan daginn við að
koma sem flestum af sleipu sumardekkjunum og á eitthvað gripbetra. frÉttABlAðið/VilHelM
BANDARíkIN Of mikið er um
skýrslur í Texas-ríki. Þetta er nið-
urstaða skýrslu sem ríkisbóka-
safnið hefur gert í samvinnu við
skjalasafnsnefnd Texas. Skýrslan
er 668 síður og tók eitt og hálft ár
að skrifa.
Samkvæmt niðurstöðum þess-
arar viðamiklu skýrslu væri
hægt að spara þúsundir vinnu-
stunda og álíka mörg tonn af
pappír ef hægt væri að draga úr
skýrslugerðarþörf ríkisstarfs-
manna. Stofnanir séu látnar skila
skýrslum um hitt og þetta, þó að
engin sé þörfin.
Skýrsluskýrslan er þó ekki full-
gerð, heldur verður unnið í henni
næsta árið. - sþs
Niðurstaða 668 síðna skýrslu:
Allt of margar
skýrslur í Texas
Börn og dagheimili
„Öll börn sem eru að vaxa úr grasi
í mínu umhverfi hafa verið á dag-
heimilum eða hjá dagmæðrum og
síðan í leikskólum,“ skrifar Jónína
Michaelsdóttir.
í DAG 18