Fréttablaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 42
Kvikmyndastjörnum hefur oft verið legið á hálsi fyrir að vera slæmar fyrirmyndir. Þær reyki, drekki og stundi stóðlífi fyrir augum almennings og hafi þannig áhrif á lifnaðarhætti unga fólksins. Og kannski er líka bara einfaldast að kenna þessu fólki sem er alltaf fyrir augum okkar um alla lestina. Þannig gæti ég til að mynda farið í mál við Ray Winstone og heimtað af honum skaðabætur. Sá ágæti maður er í miklu uppáhaldi en holdafar hans er ávísun á hjarta- áfall eða kransæðastíflu. Þannig að hann er öruggt skotmark líkt og of heiti kaffibollinn á McDonald‘s. Fyrir nokkrum árum var hrint af stað mikilli herferð gegn reyk- ingum í kvikmyndum. Fram að þeim tíma höfðu allir svölustu og flottustu leikararnir verið með síg- arettu í kjaftinum á meðan þeir björguðu heiminum en þegar reyk- ingafasisminn hófst varð meira að segja James Bond að drepa í. En í dag eru aðrar og hættulegri ímyndir komnar fram á sjónar- sviðið. Og það sem er verra: þeim er haldið að áhrifagjarnasta mark- hópnum: nefnilega barnungum stúlkum. Um helgina varð ég nefni- lega þess heiðurs aðnjótandi að sitja undir eins og hálfs tíma vitleysu sem kallast Bratz. Þar var hópur vinkvenna sem er tvístrað af því að þær passa ekki inn í klíku hverrar annarrar. Þrátt fyrir að boðskapurinn á yfirborðinu hafi verið vinátta og gildi hennar þá blikkuðu aðvörunarljós í hverju myndskeiði. Til að mynda voru þær allar þvengmjóar og gengust upp í því að klæða sig á sem glennulegastan hátt. Allar sögu- persónurnar voru eins og klipptar út úr tískublaði og fyrir unglings- stúlku yrði það eflaust erfitt að reyna að troða sér í þær skíðabux- ur sem stúlkurnar spókuðu sig í. Þó að reykingar séu varla af hinu góða þá er sú útlitsdýrkun sem predikuð er í kvikmyndum það ekki heldur. Þær ala á litlu sjálfstrausti hjá aldurshópnum sem er að reyna að stíga sín fyrstu skref meðal manna. SMS LEIKUR Vi nn in ga rv er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið . 99 kr /s ke yt ið .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.