Fréttablaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 18
greinar@frettabladid.is
Ígreinargerð frumvarps til laga um sölu áfengis og tóbaks stendur „Erfitt er að
finna rök fyrir tilvist Áfengis- og tóbaks-
verslunar ríkisins en aftur á móti eru fjöl-
mörg rök gegn henni“. Flutningsmenn
vilja afnema ríkiseinkasölu á áfengi og í
greinargerð má lesa að þeir vilji einnig
lækka áfengisgjald verulega. Niðurstað-
an er fljúgandi gott aðgengi að ódýru víni.
Flestallir aðrir en flutningsmenn vita hvað
gerist ef ódýr áfengur bjór og ódýrt vín verður
selt í matvöruverslunum. Viðamiklar rannsóknir í
félags- og heilbrigðisvísindum hafa vitnað um
það í áratugi: fleiri munu misnota áfengi, fleiri
munu byrja ungir að drekka, fleiri munu aka
drukknir, fleiri munu leggjast inn á sjúkrahús og
meðferðarstofnanir, fleiri missa stjórn á lífi sínu
og fleiri beita ofbeldi gagnvart ástvinum sínum,
vinum og ókunnugum.
Vandasamt er að koma auga á umhyggju
gagnvart almenningi í greinargerð með frum-
varpinu. Því þar ber hæst vilji til að fylgja
kenningunni um að ríkið eigi ekki að standa í
verslunarrekstri, umhyggja gagnvart verslunar-
miðstöðvum og áhyggjur af kostnaði.
Í greinargerð flutningsmanna er engin
tilraun gerð til að greina íslenska
vínmenningu heldur er „framandi“
vínmenning annarra þjóða einfölduð og
yfirfærð. Í matvöruverslunum sitja nú
aðallega börn við afgreiðslukassana en í
greinargerðinni stendur að enginn megi
afgreiða áfengi nema tvítugir og eldri.
Hátt áfengisgjald veldur flutningsmönn-
um áhyggjum af heimabruggi og mögu-
leikanum á að einhver gæti veikst þegar
þess er neytt. Greina má áhyggjur flutnings-
manna af því að erlendir ferðamenn þurfi að
greiða mikið fyrir vínglas.
Og hvers vegna aðeins léttvín og bjór? Auðvit-
að ættu flutningsmenn að fylgja bjargfastri
sannfæringu sinni alla leið og flytja annað
frumvarp um algjört afnám ríkiseinkasölu á
áfengi óháð styrkleika. Hvers vegna leggja
flutningsmenn til að ÁTVR hafi einkaleyfi til
smásölu áfengis sem í er meira en 22% af
vínanda þegar þeir vilja ekki að ríkið standi í
verslunarrekstri?
Trúum ekki þeim sem trúa ekki sjálfum sér og
treystum ekki á þá sem falla á eigin prófi.
Höfundur er rithöfundur.
Dagar víns og rósa
Ef börn undir þriggja ára aldri eru látin vera á dagheimilum
alla virka daga getur það haft
áhrif á geðheilsu þeirra þegar
fram líða stundir. Þau gætu orðið
árásargjörn, þunglynd og átt
erfitt með að mynda tilfinninga-
tengsl. Rannsóknir sýna ótvírætt
að fyrstu tvö árin þroskast
heilastarfsemin best með því að
barnið sé í umsjá einnar mann-
eskju. Geti annað hvort foreldrið
ekki komið því við að annast það,
er best að fá náinn ættingja sem
er treystandi til að annast barnið
eða ráða til þess hæfa barn-
fóstru. En fyrsta árið ætti það
skilyrðislaust að vera í umsjá
foreldris.
Þetta er inntakið í bókinni
Raising Babies – Should under 3s
go to Nursery? sem kom út í
Bretlandi snemma á síðasta ári.
Höfundur bókarinnar er sálfræð-
ingur að nafni Steve Biddulph
sem hefur stundað rannsóknir á
uppeldi og atferli ungra barna í
þrjá áratugi og skrifað um það
bækur sem selst hafa í milljónum
eintaka í Bretlandi. Biddulph var
á árum áður mikill hvatamaður
þess að foreldrar hefðu aðgang
að góðum dagheimilum og lagði
sitt af mörkum til uppbyggingar
þeirra. Boðskapur bókarinnar
gengur því þvert á fyrri kenning-
ar hans.
Steve Biddulph stundaði í
fimm ár rannsóknir á börnum
sem dvöldu daglangt í umsjá
fóstra á dagheimilum og komst
að framangreindri niðurstöðu.
Hann hikaði lengi við að greina
frá henni. Vissi að henni yrði
ekki fagnað í nútíma samfélagi.
En þegar rannsóknir hans
staðfestu æ betur fyrri niður-
stöðu, sem og niðurstöður kollega
hans í Bretlandi og Bandaríkjun-
um, ákvað hann að skrifa þessa
bók og kynna efni hennar.
Hann segir meðal annars að
vist barna á dagvistarheimilum
sé svo vel markaðssett að
foreldrar séu farnir að trúa því
að þeir séu ekki eins góðir
uppalendur og fagfólkið á
þessum heimilum. Einnig sé svo
komið í lífsgæðakapphlaupinu að
fólk hafi ekki lengur efni á að
annast sín eigin börn.
Bókin lýsir skoðunum og reynslu
sálfræðingsins Steve Biddulph
og sjálfsagt að taka henni með
fyrirvara eins og öðru, en það má
líka velta fyrir sér innihaldi
hennar og ræða það.
Öll börn sem eru að vaxa úr
grasi í mínu umhverfi hafa verið
á dagheimilum eða hjá dagmæðr-
um og síðan í leikskólum. Allt eru
þetta sjálfstæðir, heilbrigðir og
dugmiklir krakkar þó að þessi
tilhögun eigi augljóslega betur
við sum börn en önnur. Það er
hins vegar undantekning ef það
er boðið upp á annað. Áður fyrr
voru vissir fordómar gagnvart
mæðrum sem unnu utan heimilis.
Síðan var skipt um fordóma og
nú beinast þeir gjarnan að þeim
sem kjósa að vinna heima hjá sér.
Á sínum tíma var reifuð sú
hugmynd hjá Reykjavíkurborg
að foreldri sem kysi fremur að
sjá um barn sitt sjálft en senda
það á dagheimili fyrstu árin
fengi greidda þá upphæð sem hið
opinbera greiðir með hverju
barni í dagvist, sem gat munað
um ef börnin voru tvö eða þrjú.
Þá stóð upp áhrifakona í stjórn-
málum og sagði með þjósti að það
kæmi ekki til greina að trúa
misvitrum foreldrum fyrir slíku
fyrirkomulagi. Og þar við sat.
Í íslensku samfélagi þar sem menn
tjá sig um hvað sem er og opna sig
um viðkvæmustu mál í fjölmiðlum
eru samt alltaf einhver mál sem
menn veigra sér við að ræða. Þetta
er eitt af þeim. Sé því einhvers
staðar hreyft, einkum í hópi ungra
foreldra, að það kunni að eiga
misvel við börn að vera á dagheim-
ilum, eða að þau séu þar lengur á
daginn en æskilegt verður að telja,
getur lagst slík þögn yfir herberg-
ið að tíminn nemur staðar. Þetta er
högg undir beltisstað. Þetta er árás
á frelsi og jafnrétti kvenna. Þetta
er atlaga að samvisku ungra
foreldra, tilraun til að koma inn
hjá þeim samviskubiti.
Þekkt fjölmiðlakona var í viðtali
fyrir skömmu og ein spurningin
hafði aðdraganda sem var eitthvað
á þessa leið: „Þú hefur sagt
opinberlega að börn nytu ekki
forgangs á Íslandi og ég hef heyrt
í mörgum sem skilja þetta svo að
þú sért ekki jafnréttissinni og
viljir konurnar inn á heimilin
aftur.“
Þetta eru athyglisverð við-
brögð. Ég tel að íslenskir
foreldrar hugsi almennt vel um
börn sín, njóti samvista við þau,
og tali meira við þau en kannski
var gert áður þegar samvera var
sjálfsögð alla daga. En það
kemur mér verulega á óvart ef
einhver er þeirrar skoðunar að
börn njóti forgangs hér á landi.
Börn og dagheimili
H
vernig skyldi standa á því að matvöruverð er tölu-
vert lægra í Færeyjum en á Íslandi? Umfang fær-
eyska matvörumarkaðarins er aðeins lítið brot af
þeim íslenska og samkeppni milli matvöruverslana
umtalsvert minni. Engu að síður kostar til dæmis
eitt kíló af ungnautahakki 234 prósentum meira út úr íslenskri
matvörubúð en færeyskri, eins og kom fram í Fréttablaðinu á
dögunum.
Svarið við þessu er einfalt. Færeyingar eru svo ljónheppnir
að þar er hverfandi innlendur landbúnaður. Fyrir vikið geta þeir
keypt landbúnaðarvörur þar sem þeim sýnist og flutt inn án þess
að á þær leggist himinháir verndartollar.
Þeir sem hafa ferðast um Færeyjar vita að þær standa vel
undir nafni. Sauðfé er uppi um allar hlíðar í eyjunum átján, þar
sem aldrei er lengra en fimm kílómetrar til hafs. En þrátt fyrir
öfluga sauðfjárrækt annar heimaframleiðslan aðeins um fjöru-
tíu prósentum af eftirspurninni. Restin af því lambakjöti sem
rennur ofan í frændur okkar kemur héðan frá Íslandi og svo öllu
lengra að, alla leið frá Nýja-Sjálandi.
Af nautakjöti framleiða Færeyingar takmarkað og lítið eða
ekkert af eggjum og kjúklinga- og svínakjöti. Nóg er þó úrval
af öllum þessum vörum í færeyskum búðum og veitingahúsum.
Sá sem hér skrifar snæddi til að mynda unaðslega nýsjálenska
nautasteik á steikhúsinu Rio Bravo í Þórshöfn fyrr í þessum
mánuði og greiddi fyrir verð sem fá íslensk veitingahús í sama
gæðaflokki gætu boðið upp á. Og Færeyingar láta sér ekki duga
að flytja inn nautakjöt frá Nýja-Sjálandi heldur flytja það líka
frá Þýskalandi og jafnvel Brasilíu. Hefur það kjöt hvorki komið
niður á heilsu né buddu neytenda.
Ástandið í þessum efnum er sem sagt gjörólíkt í Færeyjum
og á Íslandi. Hérlendis er rekinn margfalt umfangsmeiri land-
búnaður og stjórnvöld hafa kosið að slá öflugri skjaldborg um
innlenda framleiðslu á kjöti, mjólkurafurðum og eggjum. Tollar
og skattar eru með þeim hætti að innflutningur á þessum vöru-
flokkum er ekki raunhæfur og samkeppni við erlenda fram-
leiðslu því útilokuð.
En það er ekki nóg með að hér sé óyfirstíganlegur múr
verndartolla, heldur eru Íslendingar líka heimsmeistarar í
landbúnaðarstyrkjum, eins og kemur fram í nýrri í skýrslu Efna-
hags- og framfarastofnunar (OECD). Heildarstuðningur okkar
skattborgaranna við íslenskan landbúnað nemur um 62 pró-
sentum af afurðaverðmætinu. Það er um það bil tvöfalt hærra
hlutfall en að meðaltali í OECD-ríkjunum. Og samt er verðlag á
landbúnaðarvörum óvíða hærra en hér.
Við borgum sem sagt mest til landbúnaðarins og greiðum svo
líka hæsta verðið út úr búð fyrir vörur sem við erum búin að
niðurgreiða. Þetta er óhætt að kalla hörmulegan samning fyrir
hönd heimilanna í landinu. Mesta neytendamál okkar tíma er að
semja um þessi mál frá grunni og fella niður innflutningshöft.
Fyrr mun verð á matvöru ekki lækka sem neinu nemur.
Lukkunnar
pamfílar