Fréttablaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 4
Pósthúsið - S: 585 8300 - www.posthusid.is
Nú þegar farið er að myrkva úti viljum við vinsamlega minna
íbúa á að hafa kveikt á útiljósum við heimili sín til að
auðvelda blaðberum Fréttablaðsins aðgengi að lúgu.
Munum eftir útiljósunum !
Fyrirfram þakkir, dreifing Fréttablaðsins
Ökumaður mældist
á 186 kílómetra hraða á klukku-
stund á þjóðvegi 1 á Jökuldal
aðfaranótt laugardags. Enginn
hefur mælst á jafn miklum hraða
í umdæmi Seyðisfjarðarlögregl-
unnar, en mesti hraði sem mælst
hafði þar fram að þessu var 159
kílómetrar á klukkustund fyrir
nokkrum árum.
Maðurinn var sviptur ökuleyfi í
þrjá mánuði samkvæmt fréttatil-
kynningu frá lögreglunni á
Seyðisfirði. Einn ökumaður var
tekinn fyrir ölvun við akstur á
sunnudagskvöld, en að öðru leyti
var helgin róleg hjá lögreglu-
mönnum.
Setti hraðamet
á Seyðisfirði
Tveir af hverjum
þremur Íslendingum styðja þá
ákvörðun Einars K. Guðfinns-
sonar sjávarútvegsráðherra að
gefa ekki út hvalveiðikvóta fyrr
en markaðsaðstæður breytast.
Þetta kemur fram í niður-
stöðum könnunar sem Capacent
Gallup gerði fyrir Náttúru-
verndarsamtök Íslands og
Alþjóðlega náttúruverndarsjóð-
inn (IFAW).
Alls sögðust 66,3 prósent
sammála ákvörðun Einars, 11
prósent tóku ekki afstöðu og 22,6
prósent sögðust ósammála.
Rúmlega 1.200 Íslendingar á
aldrinum 16-75 ára lentu í
úrtakinu könnunarinnar, valdir af
handahófi úr þjóðskrá. Svarhlut-
fallið var um 62 prósent.
Meirihluti styð-
ur ráðherrann
Reykjavík mun
teygja anga sína allt til Hólms-
heiðar á næstu árum. Nú er þar
vatnsból Reykvíkinga, losunar-
svæði fyrir mengaðan jarðveg og
skógræktarland. Ráðgert er að þar
rísi fangelsi milli nýs athafna-
svæðis og Reykjavíkurflugvallar,
verði hann færður á heiðina.
Flestar þessar framkvæmdir
hafa valdið nokkrum deilum. Skóg-
ræktarfélag Reykjavíkur mót-
mælir áætlunum um að reisa nýtt
athafnasvæði mitt í skóglendi sem
skólabörn hafa ræktað síðan um
miðjan níunda áratuginn á Hólms-
heiði.
Deiliskipulagið nær yfir svæði
sem er samanlagt um 170 hektarar
að stærð og afmarkast svæðið af
Suðurlandsvegi og Hólmsá í suðri
og borgarmörkum Reykjavíkur í
austri. Aðkoma að athafnasvæðinu
er um Hafravatnsveg og um tengi-
braut að vestan, neðan við hest-
húsasvæði í nágrenninu.
Í tillögunni frá skipulagssviði
Reykjavíkurborgar segir að mark-
mið borgarinnar séu að á svæðinu
verði fjölbreytt framboð lóða með
góðum tengingum við meginum-
ferðarkerfi ásamt því að fella
byggðina vel að landi og náttúru-
legum aðstæðum.
„Við höfum gert ráð fyrir mót-
vægisaðgerðum vegna skógræktar-
innar á svæðinu. Í því felst að nýta
þann gróður sem fyrir er innan
lóða og er kvöð á lóðahöfum að
fimmtán prósent lóðarinnar séu
skógi vaxin. En við gerum okkur
grein fyrir að heilmikið af skógi
fer undir bílastæði og byggingar,“
segir Björn Axelsson hjá skipu-
lagssviði Reykjavíkurborgar.
Á athafnasvæðinu er gert ráð
fyrir að nýtt fangelsi rísi í þeim til-
gangi að færa gæsluvarðhalds-
fanga nær lögreglu og dómstólum í
höfuðborginni. Því hafa fangaverð-
ir á Litla-Hrauni mótmælt, enda
eru þeir margir búsettir á Suður-
landi í nágrenni fangelsisins.
Ekki eru allir á eitt sáttir um
hvert eigi að færa Reykjavíkur-
flugvöll og þykir Hólmsheiðin
vera heldur langt frá miðborginni
fyrir íbúa landsbyggðarinnar. Þá
hefur hugsanleg staðsetning flug-
vallarins verið gagnrýnd því hann
þykir vera of nálægt vatnsbóli
Reykvíkinga og má sama segja um
losunarsvæði mengunarvarna
borgarinnar sem ráðgert er að
stækki á næstunni.
Lúðvík Gústafsson, deildarstjóri
mengunarvarna umhverfissviðs
Reykjavíkurborgar telur ekki
ástæðu til að óttast mengun.
„Samkvæmt mínum upplýsing-
um frá Orkuveitu Reykjavíkur
renna ekki grunnvatnsstraumar
undir losunarsvæðið, auk þess sem
ekki er um marga staði að ræða til
þess að hreinsa mengaðan jarð-
veg.“
Héraðsdómur Reykja-
víkur úrskurðaði í gær að litháísk-
ur karlmaður sem dvalið hefur hér
á landi að undanförnu skyldi fram-
seldur til Litháen að kröfu þar-
lendra dómsyfirvalda. Þau höfðu
lagt fram beiðni um framsal
mannsins, sem er átján ára, til
dómsmálaráðherra sem varð við
beiðninni.
Í framsalsbeiðninni kom fram
að maðurinn sætti rannsókn lög-
reglu í Raseiniai-sýslu í Litháen
vegna fimm þjófnaðarbrota sem
hann er grunaður um að hafa fram-
ið í félagi við fleiri á síðasta ári.
Var um að ræða innbrot í íbúðar-
hús og atvinnuhúsnæði. Maðurinn
kannaðist við brotin og að hafa
framið þau þegar lögreglan á
höfuðborgarsvæðinu kynnti
honum framsalsbeiðnina. Hann
hefur ekki gerst brotlegur hér á
landi. Maðurinn vildi hins vegar
ekki yfirgefa landið og kærði lög-
maður hans úrskurð ráðuneytisins
til héraðsdóms, sem staðfesti
úrskurðinn.
Þá sitja nú í farbanni hér á landi
til 1. nóvember þrettán Litháar
sem grunaðir eru um stórfelldan
þjófnað úr fjölmörgum verslunum
á höfuðborgarsvæðinu. Farið var
fram á farbann yfir þeim þar til
fyrir lægi ákvörðun um það hvort
sækja ætti þá til saka.
Skal framseldur til Litháen
Árekstrar á Hólmsheiði
Fjölmargar hugmyndir eru um uppbyggingu Hólmsheiðar. Séu þær birtar á einu korti má sjá stóra
athafnabyggð inni í skógi vöxnu landi þétt uppi við flugvöll, fangelsi og losunarsvæði mengunarvarna
borgarinnar. Ekki eru allir á eitt sáttir og hafa borist mótmæli vegna allra framkvæmdanna.