Fréttablaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 26
fréttablaðið austurland 30. OKTÓBER 2007 ÞRIÐJUDAGUR4
Egilsstaðaskóli hélt upp á sex-
tíu ára afmæli sitt síðastliðinn
laugardag. Um 600 manns mættu
á sérstaka afmælissýninu um dag-
inn og virtu fyrir sér ýmislegt af
því sem tengist skólahaldi fyrr
og nú. Þar mátti meðal annars sjá
kennslutæki, námsgögn, muni í
eigu „gamalla“ nemenda, gömlu
skólabjölluna, gamlar og nýjar
myndir úr skólalífinu og sitthvað
fleira. Um kvöldið var haldin
glæsileg árshátíð í Íþróttamið-
stöðinni á Egilsstöðum en þangað
mættu um 800 manns; nemendur,
foreldrar, kennarar og aðrir vel-
unnarar.
Þótt Egilsstaðaskóli eigi sér
langa sögu var núverandi Grunn-
skóli Egilsstaða og Eiða stofnaður
árið 1999 en hann varð til við sam-
einingu Barnaskólans á Eiðum og
Egilsstaðaskóla.
Skólinn er deildaskiptur og
stunda nemendur 1. og 2. bekkjar
nám á Eiðum en aðrir nemendur
eru á Egilsstöðum. Starfsmenn
skólans eru 60 og er skólinn einn
stærsti vinnustaðurinn á Fljóts-
dalshéraði. Nemendur eru um
360 talsins, 23 þeirra eru búsettir
í dreifbýli og er ekið daglega á
milli. Í Barnaskólanum á Eiðum
stunda 60 nemendur nám en í
Egilsstaðaskóla stunda 300 nem-
endur 3. til 10. bekkjar nám.
Egilsstaðaskóli 60 ára
Á sýningunni mátti sjá ýmislegt sem
tengist skólahaldi fyrr og nú.
Árshátíð skólans var haldin um kvöldið en á hana mættu yfir 800 manns.
Ferð á Dalatanga er ekki hefðbund-
inn sunnudagsbíltúr. Staðurinn er
utan alfaraleiðar; vegurinn hlykkjast
um þverhnípi og brattar skriður, en á
leiðarenda stendur elsti viti landsins
við eitt afskekktasta byggða bólið þar
sem heiðurshjónin Heiðar W. Jones
og Marsibil Erlendsdóttir hafa staðið
vörðinn í fimmtán ár.
„Hér er dásamlegt að vera og alltaf nóg að
gera,“ segir Heiðar, sem er Reykvíkingur
í húð og hár og hafði aldrei kynnst sveita-
mennsku fyrr en Amor skaut ástarörvum
að þeim Marsibil í Neskaupstað þar sem
Heiðar vann í afleysingum.
„Ég fór fimmtán ára á sjóinn og lærði
síðar til loftskeytamanns og að hluta til sím-
virkjun líka. Það hefur komið sér vel því
hér höfum við mikið þurft að standa í við-
gerðum og ekki hlaupið á verkstæði,“ segir
Heiðar, sem lengst af hefur búið við mikið
vetrarríki á Dalatanga.
„Það er greinilegt að veðurfar er að
breytast á Íslandi. Síðastliðin ár hefur ein-
angrunin minnkað mikið. Hér áður vorum
við oft innilokuð frá því í byrjun nóvember
og fram í júní. Vegurinn verður jú enn ófær
og liggur um skriður í hrikalegu landslagi
en Fúsi á Brekku hefur verið duglegur að
halda honum opnum upp á sitt eindæmi
síðan hann fékk sér jarðýtu,“ segir Heiðar
um hina sextán kílómetra löngu leið frá
Dalatanga að Brekku í Mjóafirði.
„Fyrir langa vetrarmánuðina þurfti að
birgja sig vel upp af vistum, en einstaka
sinnum kom hingað póstbátur á leið sinni
frá Mjóafirði í Neskaupstað. Þá þurfti að
vera ansi gott í sjóinn til að komast að Dal-
atanga, því víkin er fyrir opnum sjó og
reru menn í gúmmíbát til landsins,“ segir
Heiðar og neitar því að menn verði skrítnir
af svo mikilli einangrun.
„Ja, okkur finnst við að minnsta kosti
ekkert undarlegri en annað fólk, og þetta
hefur ekki háð okkur,“ segir hann hlæjandi.
„Konan mín er fædd norður á Siglunesi, þar
sem líka var mikil einangrun, og hefur frá
átta ára aldri búið hér utan þess tíma sem
hún lærði til búfræðings í Hólaskóla. Hún
gæti ekki hugsað sér að flytja í margmennið
nema í nauðina ræki og sjálfum finnst mér
þetta miklu eðlilegra en að vera úti á sjó
því á togurum var ég stundum tvo mánuði
úti í einu,“ segir Heiðar og kannast vel við
rómantíska tilveru vitavarðarins.
„En hér er líka nóg við að vera í bú-
skapnum. Við erum með belju til heimil-
isins, kindur, hesta, svín, hænur, endur,
holdakanínur og sérþjálfaða border collie
smalahunda, en konan er á kafi í hunda-
ræktun. Þessar skepnur eru nauðsynlegar
því nú fækkar svo í sveitum og ekki gott
að smala hundlaus í fjalllendinu hér,“ segir
Heiðar en þau Marsibil eru með fjóra
hunda á bænum.
„Börnin okkar tvö eru að nálgast tví-
tugt. Þau byrjuðu sex ára gömul í skóla
á Brekku í Mjóafirði og höfðu þá vetur-
setu hjá móðursystur sinni, Helgu Erlends-
dóttur. Sjálfsagt voru þau með heimþrá en
það var einfaldlega ekki hægt að fara á
milli vegna ófærðar þótt alltaf væri reynt
að koma þeim heim í jóla- og páskafrí og þá
farið á hestum á móti þeim,“ segir Heiðar
og bætir við að verkefni vitavarðarins sé
orðið lítið miðað við það sem áður var.
„Þetta eru aðallega veðurathuganir og
eftirlit og svo tilfallandi bilanir; en hér er
líka radíóviti fyrir flugið og símkerfi sem
hvort tveggja bilar stundum. Veðurstofan
kom hingað með tölvu en oft hamlar sam-
bandsleysi því að hana sé hægt að nota. Við
erum déskoti góð ef við náum 22,4 kíló-
bætum í hraða. Hér var einnig þokulúður
sem nú hefur verið lagður af því nú er nán-
ast aldrei þoka en það var næstum dag-
legt brauð hér fyrir nokkrum árum,“ segir
Heiðar, sem gleðst yfir miklum gestagangi
á Dalatanga. Þar eru tvö hús og alltaf pláss
ef fólk langar að gista.
„Það var sagt að það væri reimt í vitanum
og jú, jú, maður hefur svo sem orðið var
við það, en hér er ekkert illt svo maður
skiptir sér ekkert af þeim draugagangi,“
segir hann íbygginn og brosmildur.
thordis@frettabladid.is
Ekki undarlegri en aðrir
„Það er greinilegt að veðurfar er að breytast á Íslandi. Síðastliðin ár hefur einangrun létt mikið en áður
vorum við oft innilokuð frá því í byrjun nóvember og fram í júní,“ segir Heiðar um lífið á Dalatanga.
MYND/KAREN JENNY HEIÐARSDÓTTIR
Heiðar og Marsibil hafa búið á Dalatanga í fimmtán
ár. MYND/KAREN JENNY HEIÐARSDÓTTIR