Fréttablaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 10
„Ef sá Ólafur Ragnar
Grímsson, sem ég þekkti ágæt-
lega, er orðinn feiminn við opin-
bera umræðu, þá er mér illa
brugðið,“ segir alþingismaðurinn
Ögmundur Jónasson á heimasíðu
sinni.
Tilefni orða Ögmundar er nýleg
ummæli forsetans um að íslenska
þjóðin yrði að gera það upp við
sig hvort hún vildi að forseta-
embættið yrði notað til að styrkja
stöðu Íslendinga á heimsvísu eða
hvort hafa ætti forsetann ein-
vörðungu til „heimabrúks“.
Ögmundur segir að eftir sem
liðið hafi á forsetatíð Ólafs Ragn-
ars hafi hinn síðarnefndi lagt
sífellt meiri áherslu á að aðstoða
íslensk fyrirtæki og fjárfesta í
svokallaðri útrás þeirra.
„Mér finnst forsetinn ganga allt
of langt í að þjóna fjárfestingar-
braski, sem iðulega hefur gengið
út á að komast yfir einkavæddar
eigur og auðlindir víðs vegar um
heiminn,“ skrifar Ögmundur, sem
enn fremur gerir að umræðuefni
ummæli Ólafs Ragnars um að
hann taki ekki þátt í opinberri
umræðu um ferðir sínar og ferða-
máta:
„Að sjálfsögðu á að ræða þessi
mál til hlítar, það er til hvers við
ætlumst af forsetaembættinu og
þá ekki síst samkrull þess við auð-
menn, innlenda sem erlenda.“
Telur forsetann þjón braskara
Talsvert er um
myglusveppi í gömlum og nýjum
húsum, sérstaklega þar sem raki
er vandamál. Sveppirnir geta
valdið ofnæmi hjá heimilisfólk-
inu og eiturefni sem þeir gefa frá
sér geta valdið heilsubresti. Ekki
er vitað hversu mikið vandamál
þetta er á Íslandi en Björgvin
Víglundsson verkfræðingur segir
að „allt of mikið“ sé um þetta í
nýjum húsum.
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líf-
fræðingur þekkir þetta vandamál
af eigin raun en hún rekur fyrir-
tækið Hús og heilsa. Hún segist
fá fjórar til fimm símhringingar
á viku. Lítið sé um þetta vitað en
myglusveppir geti haft áhrif á
öndunarfæri. „Myglusveppurinn
lifir á röku svæði, oft í gluggum
og þvottavélum. Hann getur lifað
á þvottaefni og mýkingarefni og
stundum sést slikja í sápuhólfum.
Þegar mikill sveppur er í þvotta-
vél þá er uppsprettan annars stað-
ar í húsinu. Myglusveppavöxtur
er yfirleitt dökkleitur, svartur,
grár eða brúnn og sést gjarnan
innan á rúðum,“ segir hún.
Lítið er vitað um það tjón sem
eiturefni frá sveppum valda
heilsu manna. Fólk sem er með
ofnæmi gagnvart myglusvepp-
um getur fengið nefrennsli, rauð
augu, hnerra, hósta og önnur ein-
kenni í öndunarfæri auk þess
sem sýkingar geta komið fram í
lungum og ennisholum. En eitur-
áhrif sveppanna geta í fyrstu
valdið bólguviðbrögðum og
flensulíkum einkennum en síðan
geta einkennin orðið sterkari og
er til dæmis talið að síþreyta og
stanslausir verkir geti komið
upp.
Engar rannsóknir hafa verið
gerðar á eituráhrifum sveppanna.
Gunnar Jónasson barnaofnæmis-
læknir segir að ekki hafi mörg
börn greinst með ofnæmi fyrir
myglusveppum og trúlega sé
þetta algengara hjá fullorðnum.
Davíð Gíslason ofnæmislæknir
segir engar rannsóknir til og því
lítið vitað.
„Ég hef látið rækta nokkrum
sinnum í heimahúsum en mín til-
finning er sú að það sé lítið um
sveppi í húsum,“ segir hann og
kveðst hefðu orðið var við vanda-
málið ef talsvert væri um það.
„Tæknin er ekki nógu fullkom-
in til að mæla þetta og kannski
skortir þekkinguna líka. Það er
greinilegt að allur þorri fólks
þolir sveppi í híbýlum en svo eru
einstaka sem þola það ekki. Þeir
þurfa vafalítið að forðast þetta.
Fyrir þá er ekki annað að gera.“
Myglusvepp-
ir geta valdið
heilsubresti
Myglusveppir í húsum geta valdið ofnæmi hjá
heimilisfólki og eiturefnin sem þeir gefa frá sér geta
valdið heilsubresti. Talið er að töluvert sé um myglu-
sveppi í gömlum húsum og nýjum.
Myglusveppurinn lifir á
röku svæði, oft í gluggum
og þvottavélum. Hann getur lifað
á þvottaefni og mýkingarefni og
stundum sést slikja í sápuhólfum.
Hæstiréttur hefur stað-
fest úrskurð Héraðsdóms Austur-
lands þess efnis að lettneskur ríkis-
borgari, sem starfaði hér á landi
sem túlkur á vegum starfsmanna-
leigunnar NCL og GT verktaka,
verði í farbanni fram til þriðju-
dagsins 6. nóvember meðan verið
er að rannsaka hvort hann hafi
gerst sekur um brot á almennum
hegningarlögum.
Í úrskurðinum kemur fram að
yfirheyrslum yfir kærða sé ekki
lokið og enn eigi eftir að bera undir
hann gögn sem hafi grundvallar-
þýðingu í málinu. Þá eigi eftir að
yfirheyra minnst tvo menn sem
liggi undir grun og líklega verði að
bera framburð þeirra undir kærða.
Hætta sé á að hann reyni að kom-
ast úr landi áður en meðferð máls-
ins lýkur og koma sér þannig hjá
fullnustu refsingar. Honum er því
gert að sæta farbanni.
Í úrskurði Hæstaréttar kemur
fram að kærði sé sakaður um að
hafa boðið þrettán starfsmönnum
fyrirtækis fé ef þeir færu tafar-
laust úr landi og gæfu engar frek-
ari skýrslur hjá lögreglu. Þá hafi
kærði, ásamt öðrum manni, hótað
að sverta nöfn starfsmannanna
gagnvart öðrum fyrirtækjum hér-
lendis og erlendis. Átta af starfs-
mönnunum þrettán hafi yfirgefið
landið og rökstuddur grunur leiki á
að til standi að senda kærða einnig
úr landi.
Lettneski túlkurinn
skal sæta farbanni
Angela Merkel,
kanslari Þýskalands, vill herða
viðurlög við þvinguðum hjóna-
böndum. Þykir þetta enn eitt
merki um þverrandi þolinmæði
gagnvart siðum íslamskra
innflytjenda sem stríða gegn
frjálslyndum viðhorfum í
Þýskalandi.
„Ég er fullkomlega fylgjandi
því að refsa eigi fyrir þvinguð
hjónabönd sem glæp,“ sagði
Merkel á kvennaráðstefnu
Kristilega demókrataflokksins.
Í þau fáu skipti sem saksóknar-
ar ákæra vegna þvingaðra
hjónabanda þurfa þeir að styðjast
við lög sem banna árásir.
Þvinguð hjóna-
bönd refsiverð
Dálítill bati
virðist vera á rækjustofninum í
Ísafjarðardjúpi og einnig virðist
rækjustofninn í Arnarfirði hafa
náð sér aðeins á strik.
Þetta sýna niðurstöður
haustkönnunar Hafrannsókna-
stofnunarinnar á rækjumiðunum
á Vestfjörðum og úti fyrir Norður-
landi. Nýliðun rækju virtist góð
í Ísafjarðardjúpi, Skjálfanda og
Öxarfirði.
Minna var af eins árs þorski og
eldri á öllum svæðum en kannan-
ir Hafrannsóknastofnunarinnar
hafa sýnt síðustu vetur. Hins
vegar var mikið af ýsu eins árs
og eldri, einkum fjögurra ára ýsu.
Sá árgangur hefur verið áberandi
inni á öllum fjörðunum í fjögur ár
á meðan þorskurinn virðist ekki
eins staðbundinn.
Dálítill bati á
rækjustofni