Fréttablaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 30
fréttablaðið austurland 30. OKTÓBER 2007 ÞRIÐJUDAGUR8 Lomberspil, herragarðskvöld, bókavaka, veislur og Grýlugleði eru meðal viðburða á Skriðu- klaustri. „Það er eitt og annað á döfinni,“ segir Skúli Björn Gunnarsson, staðarhaldari á Skriðuklaustri í Fljóts- dal, inntur eftir dagskrá haustsins og lýsir fyrst lomberkvöldunum en lomber er gamalt spil sem endurvakið var á Skriðuklaustri fyrir nokkrum árum. „Við byrjuðum í september að spila á þriggja vikna fresti. Það eru um 25 manns sem stunda þetta en svo- lítið rokkandi hversu margir mæta hverju sinni. Allt- af næst þó að spila á nokkrum borðum og halda uppi fjöri í fjóra til fimm tíma.“ Spurður hvort þar sé fólk af báðum kynjum svarar Skúli Björn: „Nei, þetta er nú svolítið einsleitur karlahópur en þó hafa nokkrar konur lært spilið og vonandi næst að virkja þær til þátttöku. Þetta var samt mikið karlaspil og eldri konur á Héraði segja mér að þær hafi ekki fengið að spila með körlunum. Þetta er fjárhættuspil og við spilum upp á plastpeninga. Það tíðkaðist samt í gamla daga að leggja undir, jafnvel heilu jarðirnar. Hvort sem gert var upp eða ekki eftir kvöldið.“ Fleira er fram undan. „Grýlugleði er fastur liður hér á aðventunni þar sem þau hjónakornin Grýla og Leppalúði láta yfirleitt sjá sig og hrella börnin. Þau eiga rætur sínar og bústað hér hinum megin í dalnum því Grýlukvæði frá 16. og 17. öld eru til eftir menn héðan úr Fljótsdalnum. Við höldum Grýluarfleifðinni á lofti og í þetta sinn verður smásagnakeppni meðal eldri nemenda grunnskólans þar sem þeir fjalla um Grýlu dagsins í dag. Það kemur örugglega eitthvað skemmtilegt út úr því.“ Bókavaka verður á Skriðuklaustri í nóvember að sögn Skúla Björns og síðan er fastur liður að fá einhvern áheyrilegan til að lesa Aðventu Gunnars Gunnarssonar þriðja sunnudag í aðventu, spjaldanna á milli. „Það tekur tvo til þrjá tíma með góðu kaffi- hléi,“ segir Skúli Björn. Um veitingar bætir hann því við að iðulega panti hópar veislur á Klaustri, herra- garðskvöld sé fram undan og jólahlaðborð í fyllingu tímans. gun@frettabladid.is Grýluarfleifðinni haldið á lofti á Skriðuklaustri „Það tíðkaðist hér í gamla daga að leggja undir, jafnvel heilu jarðirnar,“ segir Skúli Björn um lomberinn sem spilaður er á Skriðuklaustri. SUNDLAUGAR Á AUSTURLANDI Sund má stunda vetur, sumar, vor og haust. Því er ekki öðruvísi farið á Austurlandi, þar sem er töluvert úrval sundlauga. Hér að neðan eru taldar upp þær laugar sem ferðalangar og aðrir geta hvílt í lúin bein eða hresst sig við með nokkrum sundtökum. Sundlaugin í Selárdal, Vopnafirði Sundlaugin Egilsstöðum Sundlaugin Hallormsstað Sundlaugin Eiðum Sundhöllin á Seyðisfirði Sundlaugin Eskifirði Sundlaugin Neskaupstað Sundlaug Búðahrepps í Fáskrúðsfirði Sundlaugin Stöðvarfirði Sundlaugin Djúpavogi Sundlaugin Höfn í Hornafirði Flosalaug, Svínafelli við Fagurhólsmýri AUSTFIRSKU ALPARNIR Skíðaparadís Austfirðinga í Oddsskarði er eitt af skemmtilegustu skíða- svæðum landsins og oft kallað „Austfirsku Alparnir“. Þar eru aðstæður til skíðaiðkunar allar hinar ákjósanlegustu og landslag hrikalegt og fagurt, en af toppnum, í 840 metra hæð, er geysifagurt útsýni yfir Reyðarfjörð. Skíðalyftur Oddsskarðs geta flutt 1.965 manns á klukkustund. Lengd skíðabrekkna er 1.807 metrar og fallhæð 375 metrar. Brekkur við lyftur eru flóð- lýstar og í Brekkuseli, skála skíðasvæðisins, er gisti- aðstaða fyrir um 40 manns og boðið upp á léttar veitingar þegar opið er. Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkti síðastliðinn vetur að veita fé í kaup á snjóvélum til upp- setningar á skíðasvæðinu í Oddsskarði, en snjóbyssurnar eiga að halda byrjendasvæði Oddsskarðs opnu þegar til kastanna kemur. Símsvari skíðasvæðisins í Oddsskarði er 878 1474. VÍS er með þjónustuskrifstofur í flestum þéttbýlis- kjörnum á Austurlandi með það að markmiði að veita viðskiptavinum sínum fyrirmyndarþjónustu. Komdu á næstu þjónustuskrifstofu VÍS eða hringdu í Þjónustuver okkar í síma 560 5000 sem er opið virka daga milli kl. 8.00–17.30. Staður Sími Borgarfjörður eystri 472 9872 Djúpivogur 478 8838 Egilsstaðir 560 5335 Neskaupstaður 477 1234 Reyðarfjörður 560 5374 Seyðisfjörður 472 1111 Vopnafjörður 473 1282 F í t o n / S Í A F I 0 1 7 3 3 8 VÍS þjónusta á Austurlandi Vátryggingafélag Íslands Ármúla 3 108 Reykjavík Sími 560 5000 vis.is Þar sem tryggingar snúast um fólk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.