Fréttablaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 46
Húðvörur undir nafninu Skyn Iceland hafa slegið í gegn á þeim tveimur árum sem liðin eru frá því að þær litu dagsins ljós. Þó að Ísland sé í aðalhlutverki í húðlínunni er hún hugarfóstur bandarískrar konu að nafni Sarah Kugelman, sem hefur lengi starf- að í förðunar- og snyrtiheiminum ytra, meðal annars fyrir L’Oréal og Estée Lauder. Kugelman kom hingað til lands árið 2004 og heill- aðist svo af hreinleika landsins að hana langaði ekkert frekar en að tappa honum á flöskur. Þá var reyndar svo komið að Kugelman var nokkuð hrjáð af veikindum og öðrum kvillum, eftir að hafa feng- ið hlaupabólu á gamals aldri. „Læknirinn minn sagði mér að ef ég næði ekki tökum á stressinu, myndi ég ekki ná fertugsaldri,“ sagði Kugelman í viðtali við Time í haust. Lausnina sá hún í tæru, íslensku vatni og fjalla- grösum, en Skyn Iceland stærir sig af því að vera eina húðlínan sem er sköpuð til þess að ráðast gegn fylgifiskum stress. Vörurnar innihalda allar það sem Kugelman kallar „biospheric com- plex“, sem er kokkteill af íslensku vatni, lækningajurtum og plöntum með miklum andoxunarefnum. Frá því að Skyn kom á markað hafa vörurnar fengið afar góðar móttökur og gríðarlega umfjöllun í fjölmiðlum. Á meðal tímaritanna sem hafa bent lesendum sínum á þær eru Time, Tatler, W Magaz- ine, Elle Girl, Allure og Cosmopo- litan. Þær hafa meðal annars ratað í gjafapoka á tískuvikunni í Los Angeles og á MTV-kvikmynda- verðlaununum. Í ár vann Skyn Iceland svo verðlaun að nafni CEW, fyrir bestu jaðarsnyrtivöru- línuna. Ísland er því í mikilli sókn á snyrtivörumarkaðnum í dag, þótt fáir, ef nokkrir, Íslendingar hafi haft hönd í bagga í þeirri vel- gengni. Frændsystkinin Björg Vigfúsdóttir ljósmynd- ari og Stefán B. Stefáns- son, hönnuður og gull- og silfursmiður, opnuðu sýningu saman á laugar- dag. Sýningin er í nýlegu galleríi, Við Mýrargötu, þar sem verslunin Liborius var áður til húsa. Á sýningunni sýnir Björg abstrakt lands- lagsmyndir sem eru prentaðar á striga. Stef- án sýnir aftur á móti skúlptúrseríu úr látúni. Sýningin stendur yfir til 4. nóvember en nánari upplýsingar má finna á Vidmyrargotu.is. Eins og sjá má á meðfylgj- andi myndum var fjöl- menni samankomið til að fagna opnuninni á laugardag. Samsýning frændsystkina Mitch Winehouse, faðir söngkonunnar Amy Winehouse, ræddi vandræði dóttur sinnar í sjónvarpsþættinum This Morning á ITV í gærmorgun. Hann sagði meðal annars að Amy hefði ekki tekið of stóran skammt eiturlyfja þegar hún var flutt skyndi- lega á sjúkrahús í ágúst, heldur hefði verið um að ræða flogakast af völdum eiturlyfjaneyslu. Hann segir það nú ljóst að Amy hafi prófað eiturlyf á unga aldri. „Hún var algjör andstæðingur eitur- lyfja og sagðist reyndar ekki skilja af hverju fólk í tónlistarbransanum væri í harðri neyslu. Það breyttist fyrir um sex mánuðum þegar hún giftist Blake,“ sagði Mitch, sem segist þó ekki kenna eiginmanni Amy um breytinguna. „Amy ber ábyrgð á hegðun sinni, en það er samt sem áður staðreynd að þessi mikla eiturlyfjaneysla hófst á sama tíma og hjónabandið,“ segir hann. Mitch hefur einnig áhyggjur af holdafari dóttur sinnar, sem þjáist af lotugræðgi. „Þó að hún sé búin að bæta á sig um sex kílóum hefur það enn áhrif á heilsu hennar,“ segir hann. Mitch flaug til Noregs þegar Amy var handtekin fyrir að hafa eiturlyf í fórum sínum, þó að hann segi þau ekki hafa tilheyrt henni. „Þeim var ekki sleppt fyrr en þau undirrituðu skjal sem þeim var sagt að væri bara til að leysa þau úr haldi. Það var á norsku. Það var reyndar játning svo það er verið að vinna í því núna,“ útskýrði Mitch, en játningin kemur í veg fyrir að Amy geti snúið aftur til Bandaríkjanna. Áhyggjufullur faðir Amy Orlando Bloom verður ekki lög- sóttur vegna áreksturs sem hann lenti í í Los Angeles fyrr í mánuð- inum, en hann ók bíl sínum á kyrr- stæðan bíl þegar hann var á flótta frá ljósmyndurum. Hann slapp ómeiddur úr árekstrinum en einn farþega hans hlaut hálsmeiðsli. Mál Blooms var í rannsókn vegna gruns um að hann hefði stungið af slysstað. Myndir blaða- ljósmyndara af atburðinum sýna greinilega að Bloom gekk frá slys- stað eftir að hafa tilkynnt óhappið. Ljósmyndarar sannfærðu hann svo um að snúa aftur. Lögregla hefur hins vegar ákveðið að halda rann- sókn ekki áfram sökum „ónægi- legra sannana“ fyrir því að glæp- samlegt athæfi hafi átt sér stað. Sleppur við lögsókn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.