Fréttablaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 24
fréttablaðið austurland 30. OKTÓBER 2007 ÞRIÐJUDAGUR2 Fagurt er í fjörðum, sagði skáldið. Aust- firðir eru þar engin undantekning eins og Gunnar V. Andrésson, ljósmyndari Fréttablaðsins, hefur komist að raun um á ferð sinni um Austurland. Stórbrotin og ægifögur eru lýsingarorð sem vel eiga við austfirsku fjöllin og firðina. Hver fjörður hefur sinn sérstaka svip þar sem fjöllin skaga til himins á báða bóga. Austfirðir eru samheiti fjarða á vog- skorinni austurströnd Íslands og eru taldir frá Glettingi að Eystrahorni. Áður fyrr var byggð í flestum víkum og fjörðum á milli Borgarfjarðar og Reyðarfjarðar, en lagðist af á mörgum stöðum á fyrri hluta 20. aldar. Enn eru þó þorp í hverjum firði nema Álfta- firði og Lónsfirði. Samgöngur geta verið erfiðar á vetrum þar sem vegir liggja með ströndinni og um snarbrattar skriður. Það ætti hins vegar ekki að fæla ferðamenn og náttúru- unnendur frá því fegurð Austfjarða er ein- stök auk þess sem þjónusta við ferðamenn er fyrsta flokks á flestum stöðum. - sgi Austfjarðaþokan lið- ast inn með fjöllum Gönguhrólfar á Snæfelli virða fyrir sér Austfjarðaþokuna sem læðist yfir fjöllin. Í baksýn má sjá tungur Vatnajökuls og Kverkfjalla. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Reyðarfjörður er stærstur Austfjarða, um þrjátíu kílómetra langur. Innst í fjarðarbotninum er samnefndur bær sem áður hét Búðareyri, þar var útgerð og fiskvinnsla töluverð en er nú hverfandi. Atvinnulífið byggist því á vaxandi þjónustu og byggingarstarfsemi vegna álvers Alcoa og Kárahnjúkavirkjunar. Gamla kirkjan á Stöðvarfirði hefur fengið nýtt hlutverk en hún er nú leigð út til ferðamanna sem geta hvílt lúin bein í húsi þar sem ófáar predikanir hafa farið fram. Hólsfjöll og Herðubreið, drottning íslenskra fjalla. Hólsfjöll, eða Fjallasveit, nær yfir svæðið austan Jökulsár á Fjöllum, sunnan núverandi þjóðvegar og allt austur að Dimmafjallagarði og Haugsöræfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.