Fréttablaðið - 30.10.2007, Page 24

Fréttablaðið - 30.10.2007, Page 24
fréttablaðið austurland 30. OKTÓBER 2007 ÞRIÐJUDAGUR2 Fagurt er í fjörðum, sagði skáldið. Aust- firðir eru þar engin undantekning eins og Gunnar V. Andrésson, ljósmyndari Fréttablaðsins, hefur komist að raun um á ferð sinni um Austurland. Stórbrotin og ægifögur eru lýsingarorð sem vel eiga við austfirsku fjöllin og firðina. Hver fjörður hefur sinn sérstaka svip þar sem fjöllin skaga til himins á báða bóga. Austfirðir eru samheiti fjarða á vog- skorinni austurströnd Íslands og eru taldir frá Glettingi að Eystrahorni. Áður fyrr var byggð í flestum víkum og fjörðum á milli Borgarfjarðar og Reyðarfjarðar, en lagðist af á mörgum stöðum á fyrri hluta 20. aldar. Enn eru þó þorp í hverjum firði nema Álfta- firði og Lónsfirði. Samgöngur geta verið erfiðar á vetrum þar sem vegir liggja með ströndinni og um snarbrattar skriður. Það ætti hins vegar ekki að fæla ferðamenn og náttúru- unnendur frá því fegurð Austfjarða er ein- stök auk þess sem þjónusta við ferðamenn er fyrsta flokks á flestum stöðum. - sgi Austfjarðaþokan lið- ast inn með fjöllum Gönguhrólfar á Snæfelli virða fyrir sér Austfjarðaþokuna sem læðist yfir fjöllin. Í baksýn má sjá tungur Vatnajökuls og Kverkfjalla. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Reyðarfjörður er stærstur Austfjarða, um þrjátíu kílómetra langur. Innst í fjarðarbotninum er samnefndur bær sem áður hét Búðareyri, þar var útgerð og fiskvinnsla töluverð en er nú hverfandi. Atvinnulífið byggist því á vaxandi þjónustu og byggingarstarfsemi vegna álvers Alcoa og Kárahnjúkavirkjunar. Gamla kirkjan á Stöðvarfirði hefur fengið nýtt hlutverk en hún er nú leigð út til ferðamanna sem geta hvílt lúin bein í húsi þar sem ófáar predikanir hafa farið fram. Hólsfjöll og Herðubreið, drottning íslenskra fjalla. Hólsfjöll, eða Fjallasveit, nær yfir svæðið austan Jökulsár á Fjöllum, sunnan núverandi þjóðvegar og allt austur að Dimmafjallagarði og Haugsöræfum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.