Fréttablaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 32
fréttablaðið austurland 30. OKTÓBER 2007 ÞRIÐJUDAGUR10 Hátíðin Dagar myrkurs verður nú haldin á Austurlandi í áttunda sinn. Hátíðarhöldin standa yfir frá 8.-18. nóvember um allt Austurland og kennir þar ýmissa grasa. „Upprunalega er þetta sameiginleg hug- mynd ýmissa aðila á Austurlandi um að lyfta upp skammdeginu með hátíðarhöldum. Þetta hefur tekist það vel að hátíðin nær nú frá Vopnafirði, yfir alla firðina, Fljótsdals- hérað, Djúpavog og Breiðdalsvík og er þetta í rauninni allt Austurland sem tekur þátt í þessu,“ segir Ásta Hafberg, verkefnastjóri á Markaðsstofu Austurlands, um hátíðina Dagar myrkurs sem stendur frá 8. til 18. nóvember. Dagskráin er afar fjölbreytt og verða ýmsar uppákomur. „Það er allt í gangi. Búðirnar eru með opið lengur og ýmis tilboð í gangi, það verða alls konar tónleikar, göngur, leikskólar og skólar taka þátt og það er hellingur að gerast. Það verða kertaljós og notalegheit í sundlaugun- um, myrkrakvöld á kránum, ýmsar skemmt- anir og svo framvegis,“ útskýrir Ásta, sem er greinilega spennt fyrir hátíðinni. „Markaðsstofa Austurlands hefur haldið utan um skipulag hátíðarinnar sem er viða- mikil en öllum er velkomið að vera með. Í raun stendur þó allt Austurland fyrir hátíð- inni,“ segir Ásta og er það undir hverjum og einum komið hvort hann vilji vera með. Hátíðin er orðin fastur liður á Austurlandi og er líka til þess gerð að lengja ferðamanna- tímann. Flugfélagið hefur til að mynda verið með tilboð í sambandi við Daga myrkurs. Erfitt er að telja upp alla dagskrárliði þar sem dagskráin er afar viðamikil. Ásta nefnir þó nokkur atriði sem dæmi: „Á Dögum myrkurs hefur alltaf verið bíla- bíó á Eskifirði og hefur það fallið vel í kram- ið. Á Djúpavogi er síðan svokölluð Sviða- messa sem er ákaflega skemmtileg. Hún byggist á hinni gömlu hefð sem tengist Allra heilagra messu en þá var boðið upp á svið til hátíðarbrigða eftir messu og hefur nafninu nú verið breytt í Sviðamessu. Þá eru í boði sviðahausar og -lappir og fyrir þá sem þora ekki eru pitsur. Það er aðeins búið að poppa þetta upp og fólk mætir í búningum og það er mikil hrekkjavökustemning,“ útskýrir Ásta kímin og segir hlæjandi að þegar svona uppákomur séu úti á landi þá taki allir þátt í því og fríki út þegar þeir fá loks tækifæri til. Nánari upplýsingar um dagskrána má finna á www.east.is. hrefna@frettabladid.is Fríkað út á landsbyggðinni Kertafleytingar við Voginn. Ekki stóð öllum á sama þegar draugar fóru á stjá í hinu árlega Faðirvorhlaupi í Skógræktinni. Nafnið á hlaupinu er tilkomið vegna þess að Stefán Jónsson heitinn, rithöfundur og alþingismaður, sagði frá því að sem unglingur hefði hann hlaupið í myrkri frá bænum Teigarhorni heim að Rjóðri á þremur faðirvorum en Stefán var mjög myrkfælinn. Lugtir lýsa upp myrkrið á Afturgöngunni á Seyðisfirði. Gestir ylja sér við Ástareldinn á Mjóeyri á Eskifirði. Bílabíóið á Mjóeyri á Eskifirði nýtur mikilla vin- sælda á hátíðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.