Fréttablaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 20
Þegar viðbótarmeðferð eftir skurð-
aðgerð vegna brjóstakrabbameins
er ráðlögð, er það gert út frá
áhættumati, sem segir til um lík-
urnar á því að sjúkdómurinn taki
sig upp aftur. Viðtakarnir fyrir
kvenhormónin estrógen og pró-
gesterón liggja til grundvallar
áhættumatsins sem stýrir eftir-
meðferðinni og hafa ekki bara
áhrif á horfur, heldur spá þeir einn-
ig fyrir um gagnsemi lyfjameð-
ferðarinnar. Ef hormónaviðtakar
eru til staðar í æxlinu er ávallt
mælt með andestrógenmeðferð
nema sérstakar ástæður séu fyrir
hendi sem gera slíka meðferð
óæskilega.
Hormónameðferð hefur verið
þekkt vopn í baráttunni gegn
brjóstakrabbameini allt frá árinu
1896 þegar skoski skurðlæknirinn
Beatson fjarlægði eggjastokka
konu með brjóstakrabbamein á háu
stigi, með góðum árangri. Það varð
ljóst að sjúkdómurinn er nátengd-
ur kvenhormónaáhrifum og síðar
hefur brottnám eða geislameðferð
eggjastokka gagnast mörgum sjúk-
lingum. Í dag er þó oftast beitt lyfj-
um til að ná sömu áhrifum. Horm-
ónameðferð er með öflugustu
meðferðum sem þekkjast gegn
brjóstakrabbameini og hefur marg-
sannað gildi sitt. Fjölmargar rann-
sóknir, meðal tugþúsunda kvenna á
andestrógenmeðferð, hafa sýnt
fækkun endurkomu sjúkdómsins
hjá um 50% og lífslíkur aukist um
30%.
Í dag er mælt með 5 ára viðbót-
armeðferð með hormónalyfi með
andestrógenvirkni. Rannsóknir á
meðferð sem skiptir úr einu slíku
lyfi í annað, annars vegar eftir 2-3
ár og hins vegar eftir 5 ár, hafa
einnig sýnt góðan árangur en enn
er ekki ljóst hvaða lyf, í hvaða röð
og í hversu langan tíma er best.
Lyfið tamoxifen hefur síðustu ára-
tugina verið gullna staðal-horm-
ónameðferðin við brjóstakrabba-
meini, óháð aldri konunnar eða
stigi sjúkdómsins, allt fram á síð-
ustu ár. Tamoxifen er margslungið
hormónalyf sem verkar gegn estró-
geni í sumum líffærum s.s. brjóst-
um og leggöngum en hefur
estrogenvirkni í beinum, hjarta- og
æðakerfi og legi. Tamoxifen veld-
ur því ekki beinþynningu og vernd-
ar gegn hjarta-og æðasjúkdómum
en eykur svolítið áhættuna á
krabbameini í legi. Nýrri lyf af
flokki aromatasahemlara (Arimid-
ex, Femar, Aromasin) hafa síðari
ár tekið við af tamoxifeni í sumum
tilvikum. Viðbótarmeðferð með
aromastasahemlara hefur sýnt enn
betri árangur m.t.t. endurkomu-
tíðni sjúkdómsins og vægari auka-
verkanir ef frá er talin einkenni
frá stoðkerfi. Í tilvikum þar sem
konan er með þekkta beinþynningu
eða liðasjúkdóm er tamoxifen oft
besti kosturinn. Ef konan hefur
fengið blóðtappa eða er með þekkta
storkugalla í blóði er aromatasa-
hemlaralyf hins vegar betri kostur.
Meðal yngri kvenna er tamoxifen
enn þá staðalmeðferð, þar sem
aromatasahemlarar gagnast ekki
fyrir tíðahvörf.
Hormónameðferð gegn brjósta-
krabbameini veldur oft aukaverk-
unum sem stafa af minnkuðum
estrógenáhrifum í líkamanum.
Þetta lýsir sér helst í hitasveiflum,
svitakófum, beinþynningu, sálræn-
um áhrifum, minnkaðri kynlífs-
löngun og óþægindum við samfar-
ir. Allt eru þetta þættir sem geta
haft verulega neikvæð áhrif á lífs-
gæði. Hægt er að minnka óþægindi
frá leggöngum með sleipiefnum
eða staðbundinni estrógenmeðferð.
Á meðan meðferð með aromatasa-
hemlara stendur er ráðlagt að
fylgjast með beinþéttni, taka inn
kalk, D-vítamín, hreyfa sig reglu-
lega og hætta reykingum. Algeng-
asta aukaverkun bæði tamoxifens
og aromatasahemlara eru svitakóf
og hitasveiflur. Estrógenlyf gagn-
ast best gegn þessu en eru óráðleg
vegna aukinnar áhættu á endur-
komu sjúkdómsins. Ýmis önnur
úrræði eru þó til s.s. aukin hreyf-
ing og nálastungumeðferð, sem
auka endorfínframleiðslu líkam-
ans og eru hættulaus. Einnig getur
hjálpað að draga úr neyslu þess
sem framkallar einkennin svo sem
neyslu áfengis, heitra drykkja eða
bragðsterkrar fæðu. Sjúklingar
sem þjást af aukaverkunum eru
hvattir til að ræða þessi mál við
krabbameinslækni sinn þannig að
hægt sé að finna úrræði sem henta
best í hverju tilviki.
Eins og fram kom í upphafi er
meðferð eftir skurðaðgerðina í
fyrirbyggjandi skyni og verður því
að vega gagnsemi hennar upp á
móti versnun á lífsgæðum. Auka-
verkanir eru þó afar einstakling-
bundnar og í heildina séð yfirstíg-
anlegar og léttvægar miðað við
gagnsemi meðferðarinnar sem er
óumdeilanleg.
Umbo›s- og sölua›ili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi
Minnistöflur
Umbo›s- og sölua›ili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
Birkiaska
Borðaðu
þig granna(n)
Nánari upplýsingar
Sími 865-8407
www.vigtarradgjafarnir.is