Fréttablaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 28
fréttablaðið austurland 30. OKTÓBER 2007 ÞRIÐJUDAGUR6
Lög unga fólksins, kvöldþáttur í beinni,
er yfirskrift hinnar árlegu rokkveislu í
Egilsbúð í Neskaupstað að þessu sinni.
Þar hjálpast söngvarar, hljóðfæraleikar-
ar og dansarar að við að skapa dúndur-
stemningu að aflokinni dýrindis máltíð.
Frumsýning rokkveislunnar var síðasta
vetrardag að vanda og Áslaug Lárusdóttir,
okkar maður á staðnum, var yfir sig hrifin.
„Geggjuð sýning,“ svo notuð séu óbreytt
hennar orð. Þeir sem misstu af geta bókað
sig um næstu helgi því haldið verður áfram
með sýningar fram eftir nóvembermánuði.
Nýir menn á vegum Blús-, rokk- og jazz-
klúbbsins á Nesi (BRJÁN) sjá um skemmti-
atriðin en þó slæðast vanir menn með eins
og Þorvaldur Einarsson. Við náðum tali af
honum.
„Það er mikið lagt í rokkveisluna og
fyrir utan tónlistina eru sviðsmynd, ljós og
hljóð með allra glæsilegasta móti,“ segir
Þorvaldur, sem rekur sögu rokkveislnanna
í Egilsbúð allt aftur til ársins 1989. Þá var
þemað „Fyrstu ár rokksins“. „Dagskráin er
alltaf með svipuðu sniði, eitthvert tónlistar-
þema og blandað smá leik og fíflagangi
með. BRJÁN tók við stjórninni árið 1996 en
fastur kjarni hefur tekið þátt frá upphafi,
Ágúst Ármann og Smári Geirsson hafa til
dæmis verið drjúgir. Þó hafa alltaf verið
breytingar á hópnum og í ár er algerlega
nýtt fólk í liðinu, nema hvað ég lem húðirn-
ar. Við eigum fjölmargt hæft tónlistarfólk
enda erum við með afar góðan tónlistar-
skóla hér og hann er grunnurinn að þessu
öllu saman. Við höfum þar góða kennara
sem við getum alltaf leitað til. Svo erum
við farin að teygja okkur yfir á næstu firði
líka til að auka enn á fjölbreytnina. Menn
skutlast yfir Oddsskarðið eins og ekkert
sé. Þrír brottfluttir Norðfirðingar að sunn-
an eru líka með í ár, menn sem hafa verið
viðriðnir austfirskar hljómsveitir. Þeir
hafa flogið austur í haust og tekið stífar
æfingahelgar. Það er mikil stemning sem
myndast í kringum þetta,“ segir Þorvaldur,
sem ávallt leggur sitt af mörkum til sýning-
anna. „Ég hef verið í ljósum og sviðsmynd,
sungið og gengið í það sem hefur þurft að
gera. Þetta er ómissandi partur af rútín-
unni á haustin,“ segir hann.
En það er ekki bara tónlist sem er í boði
í Egilsbúð heldur eru líka krásir á borðum.
Guðrún Egilsdóttir starfsmaður kann að
lýsa þeim: „Það er lax í forrétt, lambafillet í
aðalrétt og súkkulaðikaka í eftirrétt og sýn-
ingin byrjar um leið og fyrsti diskur af eftir-
réttinum fer inn í sal. Hingað kemur fólk úr
allri Fjarðabyggð og við getum tekið á móti
230 manns á hverja sýningu.“
gun@frettabladid.is
Kvöldþáttur í beinni
Hlynur Benediktsson heillaði viðstadda.
Katrín Sigurðardóttir þáttarstjórnandi fór á
kostum.
Þorvaldur einbeittur á trommunum.
Sungið af innlifun. Sturla Már Helgason á hljómborðinu og bak við eru þau Ragna Jara Rúnarsdóttir, Bergey
Stefánsdóttir og Benedikt Stefánsson. MYNDIR/ÁSLAUG