Fréttablaðið - 30.10.2007, Side 42

Fréttablaðið - 30.10.2007, Side 42
Kvikmyndastjörnum hefur oft verið legið á hálsi fyrir að vera slæmar fyrirmyndir. Þær reyki, drekki og stundi stóðlífi fyrir augum almennings og hafi þannig áhrif á lifnaðarhætti unga fólksins. Og kannski er líka bara einfaldast að kenna þessu fólki sem er alltaf fyrir augum okkar um alla lestina. Þannig gæti ég til að mynda farið í mál við Ray Winstone og heimtað af honum skaðabætur. Sá ágæti maður er í miklu uppáhaldi en holdafar hans er ávísun á hjarta- áfall eða kransæðastíflu. Þannig að hann er öruggt skotmark líkt og of heiti kaffibollinn á McDonald‘s. Fyrir nokkrum árum var hrint af stað mikilli herferð gegn reyk- ingum í kvikmyndum. Fram að þeim tíma höfðu allir svölustu og flottustu leikararnir verið með síg- arettu í kjaftinum á meðan þeir björguðu heiminum en þegar reyk- ingafasisminn hófst varð meira að segja James Bond að drepa í. En í dag eru aðrar og hættulegri ímyndir komnar fram á sjónar- sviðið. Og það sem er verra: þeim er haldið að áhrifagjarnasta mark- hópnum: nefnilega barnungum stúlkum. Um helgina varð ég nefni- lega þess heiðurs aðnjótandi að sitja undir eins og hálfs tíma vitleysu sem kallast Bratz. Þar var hópur vinkvenna sem er tvístrað af því að þær passa ekki inn í klíku hverrar annarrar. Þrátt fyrir að boðskapurinn á yfirborðinu hafi verið vinátta og gildi hennar þá blikkuðu aðvörunarljós í hverju myndskeiði. Til að mynda voru þær allar þvengmjóar og gengust upp í því að klæða sig á sem glennulegastan hátt. Allar sögu- persónurnar voru eins og klipptar út úr tískublaði og fyrir unglings- stúlku yrði það eflaust erfitt að reyna að troða sér í þær skíðabux- ur sem stúlkurnar spókuðu sig í. Þó að reykingar séu varla af hinu góða þá er sú útlitsdýrkun sem predikuð er í kvikmyndum það ekki heldur. Þær ala á litlu sjálfstrausti hjá aldurshópnum sem er að reyna að stíga sín fyrstu skref meðal manna. SMS LEIKUR Vi nn in ga rv er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið . 99 kr /s ke yt ið .

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.