Fréttablaðið - 09.11.2007, Page 30

Fréttablaðið - 09.11.2007, Page 30
Knattspyrnudeild Afturelding- ar í Mosfellsbæ vinnur nú að útgáfu uppskriftabókar með uppskriftum frá knattspyrnu- iðkendum deildarinnar í öllum flokkum. Erna Reynisdóttir á tvær dætur í boltanum og heldur utan um útgáfuna ásamt fleiri foreldrum. „Þetta virkar þannig að öllum krökkum í deildinni hefur verið boðið að senda inn uppáhalds- uppskriftina sína ásamt einni mynd af sér og annarri af réttin- um,“ segir Erna. „Auk þeirra senda þjálfarar deildarinnar inn uppáhaldsuppskriftirnar sínar og einnig nokkrir landsþekktir knattspyrnumenn og konur.“ Erna segir að þegar séu komnar inn margar gómsætar uppskriftir og nefnir þar heita rétti, meðlæti, kökur, tertur og heilsusnakk eins og heilsudrykki og hollustukökur. „Bókin er fjár- mögnuð með auglýsingum frá matvælafyrirtækjum og verður til sölu hjá deildinni fyrir jólin,“ segir Erna en knattspyrnudeild Aftureldingar hefur ekki fetað troðnar slóðir í fjáröflun. „Fyrir nokkrum árum voru gefin út skemmtileg spil með myndum af öllum krökkum í deildinni og lifa þessi spil enn góðu lífi á heimilum í Mosfellsbæ,“ segir Erna og brosir. Eldað með Aftureldingu Uppskrift Ingvars Fæst í Bónus og Inspired (Flugstöðinni) Japanir hafa sushi Við höfum bitafisk og harðfisk í hæsta gæðaflokki Íslenskir karlmenn verða nú langlífastir!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.