Fréttablaðið - 09.11.2007, Page 42
9. NÓVEMBER 2007 FÖSTUDAGUR2 fréttablaðið heilsa & hreyfing
Qi gong er blanda af kínverskri
heimspeki og heilsufræðum
og hefur verið stunduð hér á
Íslandi í áratugi.
„Qi gong er lífsspeki sem á rætur
að rekja margar aldir aftur í kín-
verska sögu og byggir á taóisma,
því óskiljanlega sem snýst um að
velta öllu við og maður nær árangri
þegar ekkert er til,“ segir Gunnar
Eyjólfsson, leikari og lærimeist-
ari í qi gong á Íslandi. Hann segir
qi gong byggja á þremur stjórnun-
aratriðum.
„Þessi atriði eru agaður líkams-
burður, stjórnuð öndun eða orku-
öflun og stjórnuð hugsun sem er
sama og einbeitni,“ útskýrir Gunn-
ar. Sumum gæti þótt þetta svipa til
jóga og annarra æfinga- og hug-
leiðslukerfa og er það ekki fjarri
sanni.
„Þetta eru allt greinar af sama
meiði − jóga, tai chi, taekwondo og
þess háttar. Grunnurinn að qi gong
er heimspeki Kínverja að leita og
þora að fara inn í þögn. Ekki halda
sig vita allt heldur hlusta því það er
aldrei að vita nema það sé hvíslað
einhverju jákvæðu að þér,“ segir
Gunnar íbygginn og segir að qi
gong sé fyrir fólk á öllum aldri en
bætir við:
„Eitt skal fólk hafa í huga ef það
ætlar að stunda qi gong, það tekur
tíma og qi gong má aldrei mæta
afgangi heldur gengur það fyrir.
Það næst enginn árangur ef fólk
hugsar með sér að nú hafi það ekk-
ert að gera og þá sé best að bregða
sér í qi gong. Svona fólk á bara að
halda áfram að hafa ekkert að gera
en ekki að fara í qi gong því það
er mikið að gera í qi gong,“ segir
Gunnar glettinn. Auk þess er mik-
ilvægt að þeir sem eiga í útistöð-
um við einhvern í fjölskyldu sinni,
vinahópi eða starfshópi gangi frá
þeim málum áður en þeir fara í qi
gong.
„Með því að stunda qi gong ertu
að afla þér mikillar lífsorku og ef þú
átt í útistöðum við einhvern og ert
langrækinn þá gengur það ekki því
langrækni étur mikla orku og lifir á
orku sem þú átt að láta í jákvæðar
hugsanir og jákvætt viðmót en ekki
brenna henni í fýlu og neikvæðni,“
segir Gunnar.
„Heimspekin í qi gong er sú að
við erum erfðir og áhrif. Erfðirnar
fáum við gefnar langt aftur í ættir.
Við eigum forfeður og formæður
sem hafa verið frábært fólk en inn
á milli hafa verið óttalegir drullu-
sokkar. Allt þetta leitar á okkur í
mismiklu magni og af mismiklum
krafti og því er mikilvægt að dæla
ekki orku í neikvæðni því þá áttu
miklu meira eftir í hið jákvæða,“
segir Gunnar og bætir við að qi
gong kenni þér í raun nákvæmlega
ekki neitt. Hins vegar leysir það
úr læðingi dulda hæfileika sem þú
hefur ekki hugmynd um að þú búir
yfir.
„Það þýðir samt ekki að búast
við neinu kraftaverki, það getur
látið á sér standa, en þú styrkist í
öllu,“ staðhæfir Gunnar sem hefur
sjálfur áralanga reynslu af qi gong.
Hann kynntist því fyrst árið 1945 í
London en um átta árum síðar hóf
hann að stunda það þegar hann bjó í
New York. Þegar hann kom heim til
Íslands hætti hann því þar til hann
slasaðist í baki árið 1972 og hefur
hann stundað qi gong síðan.
„Qi gong er íhugun, heilsa og
bardagi. Bardaginn snýst ekki um
það að leggja neinn undir sig held-
ur snýst hann um það að þú látir
ekki valta yfir þig. Þú heldur frá
þér öflum sem sækja að þér nema
þau séu jákvæð og þú viljir hleypa
þeim að. Það er sótt að okkur með
alls konar auglýsingum og þú átt
ekki að geta lifað án þessa og hins.
Qi gong er til þess gert að efla sjálf-
styrk mannsins og innviði,“ segir
Gunnar ákafur og nefnir sem dæmi
æfingu þar sem staðið er í flóði til
að takast á við andstreymið í lífinu
sem enginn sleppur við.
„Þá er mikilvægt að vera það
vel rættur niður í orku að þú verð-
ur ekki rifinn upp eins og feyskinn
fúadrumbur og sópað út í hafs-
auga,“ segir Gunnar sem hefur
sjálfur hlotið mikinn styrk af iðkun
qi gong.
„Það hefur gert mér lífið ynd-
islegt. Ég þakka daglega fyrir en
ég má alls ekki miklast af því þar
sem þetta er gefið. Það má enginn
hreykja sér af qi gong,“ segir Gunn-
ar ákveðinn. Í qi gong eru viður-
kenndar yfir þrjú þúsund æfingar
sem miða allar að því að finna jafn-
vægi, jin og jang. Lokatakmarkið
er að ná samhljómi milli efnis og
anda og kunna að slaka á líkamlega
en vera samt vakandi í huga. Æft er
þrisvar í viku á mánudögum, mið-
vikudögum og föstudögum kl. 8.10-
8.50.
„Æskilegt er að fólk stundi qi
gong í 20 mínútur á dag og að það
taki lágmark þennan tíma frá til að
sinna sínum innri manni. Hægt er að
skipta þessu niður í nokkra búta yfir
daginn,“ útskýrir Gunnar sem stund-
ar sjálfur qi gong á hverjum degi.
Ef fólk hefur áhuga á að stunda
qi gong þá snýr það sér til Aflsins
en Aflinn heita samtök þeirra sem
stunda qi gong á Íslandi. Hægt er
að senda tölvupóst á Viðar Eiríks-
son, ritara samtakanna, á vidarei@
internet.is. Næst verður tekið inn í
hópa í janúarbyrjun.
hrefna@frettabladid.is
Íhugun, heilsa og bardagi
Gunnar Eyjólfsson stundar qi gong á hverjum degi og oft í góðra vina hópi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Það eitthvað dreymið og tignarlegt við
íshokkí. Hvissandi ísdans, sláttur í kylf-
um og fisléttur pökkur sem kappfullir
einstaklingar berjast við að sveifla inn
í lág mörk skautasvellsins. Og nú gefst
öllum tækifæri til að læra mjúkt íshokkí
í Skautahöllinni.
„Við pöntuðum mjúka pekki frá Kanada
og bjóðum í fyrsta sinn hérlendis svokall-
að mjúkhokkí fyrir skólakrakka landsins
sem og fullorðna sem langar á svellið til
að kynnast íshokkíi,“ segir Hilmar Björns-
son, framkvæmdastjóri Skautahallarinnar
í Laugardal, en íshokkímenning er fremur
nýkomin til lýðveldisins þótt flestum sé hún
vel kunn úr bandarískum bíómyndum.
„Mjúkhokkí er leið til að koma af stað spili
án þess að fara í allan útbúnaðinn. Pekkirn-
ir eru úr mjúku gúmmíi og minnka til muna
slysahættu, en útbúnaður er sem fyrr ís-
hokkískautar, hjálmur, kylfa og vettlingar,“
segir Hilmar og hægt er að leigja þennan
útbúnað í Skautahöllinni þegar hópar læra
mjúkhokkí undir umsjón, en ávallt þarf að
bóka tíma og kennara á svellið.
„Í íshokkíliði eru tuttugu manns en hratt
er skipt út af svellinu þar sem sex leika í
einu. Svellið er 1800 fermetrar og hægt að
skipta því upp í marga minni velli, eða bara
að hluta til svo hægt sé að skauta hefðbund-
ið líka. Það hefur verið vinsælt hjá stór-
fjölskyldum, starfsmannahópum og vina-
hópum,“ segir Hilmar, en kennarar í mjúk-
hokkíi eru frá Skautafélagi Reykjavíkur.
„Áhugi á íshokkíi virðist koma hægt
og sígandi, því Ísland hefur vantað ís-
hokkíkúltúr til þessa. Skólarnir eru í óða-
önn að taka við sér og bóka mjúkhokkí sem
hluta af leikfimitímum krakkanna, en þetta
er mikil hreyfing og skemmtilegur leikur.
Menn þurfa auðvitað að kunna að renna sér
á skautum, en þarna er hægt að nálgast ís-
hokkí á einfaldari hátt, kynnast leiknum og
fara þá út í almennt íshokkí síðar ef bakter-
ían nær tökum á þeim.“ thordis@frettabladid.is
Spila með mjúka pekki á ísnum
Ungur drengur á íshokkíæfingu í Skautahöllinni í Laugardal, en íshokkí nýtur vaxandi vinsælda sem
íþróttagrein á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR
Hilmar Björnsson, framkvæmdastjóri Skautahallar-
innar í Laugardal. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA