Fréttablaðið - 09.11.2007, Síða 49

Fréttablaðið - 09.11.2007, Síða 49
aldri og þetta fer bara eftir karakterum hvernig fólk passar saman. En þegar maður hugsar um að hann hafi verið að fá bílpróf þegar ég var í vöggu þá er aldursmunurinn auðvitað mikill. En fólk getur verið svo þröngsýnt. Ég var spurð að því hvort mér þætti ekki hræðilegt að hann myndi deyja á undan mér eins og það væri eitthvað aldurstakmark á dauðanum.“ Líf Friðriku hefur breyst töluvert eftir að hún kynntist Stefáni en hún vill þó ekki gera mikið úr því. „Ég ferðast kannski meira en annars hef ég alltaf verið á ferð og flugi sjálf þannig að líf mitt breyttist ekki svo mikið. Ég held við lifum ósköp venjulegu lífi og leyfum okkur alls ekki allt frekar en annað fólk. Við erum mjög heimakær og eftir að Gunnar Helgi fæddist höfum við ekki ferðast eins mikið og áður. Við höfum ekki getað tekið eins virkan þátt í samkvæmislífinu og oft þurft að afboða okkur í skemmtileg boð. Okkur líður best í faðmi fjölskyld- unnar en við erum bæði mjög náin fjölskyldum okkar. Þó heima sé best er alltaf gaman að hitta vini sína og annað skemmtilegt fólk.“ Áhugamálin eru margvísleg, fyrir utan mat er fjöl- skyldan, mannúðarmál og ljósmyndun efst á baugi. Þegar hún er spurð að því hvað þau geri saman nefnir hún lax- veiði og skíðaiðkun. „Svo elda ég kræs- ingar og hann velur vínin en hann er mikill vínáhugamaður.“ Þessa dagana snýst líf Friðriku um mennina í lífi hennar, Stefán og Gunnar Helga. Hún nýtur þess að vera húsmóðir enda kann hún alltaf best við sig í eldhúsinu. „Ég fæ mikla útrás í eldhúsinu, sumir fara í jóga, en ég baka og bý til mat. Svo er ég ennþá að koma okkur betur fyrir enda erum við nýflutt en annars er ég alltaf að plotta eitthvað, er alltaf að hugsa um hvað ég ætla að gera næst,“ segir Friðrika. Hún vill þó ekki gefa upp hvað hún sé að plotta en viðurkennir að hana langi alltaf til að vera með eigin matreiðslu- þátt. „Mér finnst svo gaman að vinna í sjónvarpi. Þar hittir maður svo mikið að skemmtilegu fólki og þetta er ákaf- lega lifandi starf. Draumurinn um matreiðsluþáttinn er búinn að blunda í mér síðan ég var barn og hver veit nema óskin rætist einn daginn.“ martamaria@365.is STIGINN UPP Á AÐRA HÆÐINA ER MJÖG GLÆSILEGUR Hann er teppalagður með svörtu ullarteppi en handriðið er að hluta til upprunalegt. Kjartan Rafnsson arkítekt var þeim innan handar en Stefán og Friðrika höfðu mjög ákveðnar skoðanir hvernig þau vildu hafa þetta. MYNDIR/VALLI FAGURKERI Friðrika er farin að hlakka mikið til jólanna enda voru síðustu jól langt frá því að vera hefðbundin. Borðstofuborðið er úr Modern og stólarnir eru frá Casa. Glösin og kransinn koma frá móður hennar, Hjördísi Gissurardóttur, en hún er með jólamarkað í Englum og fólki. ÞAÐ VÆSIR EKKI UM PRINSINN Gunnar Helgi hefur nægt leikpláss. Takið eftir arninum en hann er klæddur með svörtum leðurflísum og setur svip sinn á stofuna. 9. NÓVEMBER 2007 | SIRKUS | BLS. 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.