Fréttablaðið - 09.11.2007, Qupperneq 50
BLS. 10 | sirkus | 9. NÓVEMBER 2007
BRÚÐKAUP JÓNS ÁSGEIRS JÓHANNESSONAR
OG INGIBJARGAR PÁLMADÓTTUR
GJAFALISTI
Hvað er hægt að gefa fólki sem á
allt?
Fallvötn og jarðskikar koma sterkt
inn þar sem tilvonandi brúðhjón eru
miklir nátturuunnendur og það geta
allir á sig náttúruperlum bætt. Frum-
legar og jafnvel heimatilbúnar gjafir
eru vel þegnar. Sá sem getur búið til
eilífa ást í poka sem ekki má loka á án
efa eftir að vinna sér inn mörg prik.
SKREYTINGARNAR
Brúðkaupsveislan verður haldin í
Hafnarhúsinu eftir að brúðhjónin
hafa verið gefin saman. Eitt er víst að
súkkulaðigosbrunnar og hvítar
blómaskreytingar munu ekki prýða
Hafnarhúsið. Líklegast verður skreyt-
ingum haldið í lágmarki og hráu hús-
næðinu leyft að njóta sín.
BRÚÐGUMAKLIPPING JÓNS
ÁSGEIRS
Er ekki kominn tími til að Jón Ásgeir
skilji sítt að aftan makkann eftir í for-
tíðinni? Sirkus hafði samband við
nokkrar hárgreiðslustofur á höfuð-
borgarsvæðinu, en þar höfðu menn
skiptar skoðanir á klippingu brúð-
gumans tilvonandi.
Hvernig myndir þú klippa Jón
Ásgeir?
Gosi, hárgreiðslumaður á hár-
greiðslustofunni Rauðhettu og úlfin-
um : „Mig grunar að Jón Ásgeir vilji
halda hársíddinni sem hann er með í
dag. Með það í huga sé ég hann fyrir
mér með ekkert
ósvipaða klipp-
ingu og Bon
Jovi, þar sem
miðjuskipt-
ingunni
sem hefur
einkennt
hann í ára-
tugi væri skipt
út fyrir hliðar-
greiðslu. Jón Ásgeir
væri sömuleiðis flottur með hárið
sleikt aftur í teygju líkt og leikarinn
Steven Seagal. Ef
ég hefði alger-
lega frjálsar
hendur í
hári Jóns,
væri þó
snöggklippt
herraklipp-
ing frá 5. ára-
tugnum ofan
á.“
Hárgreiðslumaður-
inn Stjúri á hárgreiðslustofunni Gel:
„Jón Ásgeir er glæsilegur eins og hann
er og ætti ekki að breyta neinu.“
BRÚÐARGREIÐSLAN
Þeir sem þekkja stíl Ingibjargar
vita að hár hennar verður lát-
laust og hún mun líkast til
hafa það slegið og flaks-
andi. Hárgreiðslumaður-
inn Simbi, og einn af
nánustu vinum Ingi-
bjargar, verður þó
ekki langt undan á
stóra deginum og
mun ekki víla fyrir
sér að hafa hendur í
hári hennar eins og hann
hefur gert í áratugi. Sirkus
hafði samband við Simba og
forvitnaðist um brúðargreiðsluna.
„Það hefur ekkert verið ákveðið í þeim
efnum. Við erum ekki komin svo langt
í því ferli þar sem Ingibjörg hefur verið
búsett erlendis upp á síðkastið og ég
get því miður ekkert upplýst um málið
að svo stöddu.” segir Simbi, einn af
ástsælustu hárgreiðslumönnum þjóð-
arinnar.
Ætla má að þar sem brúðkaupsveislan er haldin í Hafnarhúsinu að borðhaldið
verði standandi. Sirkus sló á þráðinn til ópersusöngvar-
ans og siðapostulans Bergþórs Pálssonar og
fékk góð ráð um það hvernig best er að athafna
sig þegar pinnamatur og hlaðborð eru annars
vegar.
„Veislugestir ættu að forðast að standa yfir
veisluborðinu og hrúga á
servíettuna, ég mæli með að fólk
fá sér einn bita í einu, það er
mun snyrtilegra og kemur í veg
fyrir að örtröð myndist við
gnægtaborðið. Servíetturnar eru
hugsaðar til að halda höndunum
á okkur hreinum en ekki sem
diskar. Það er mikilvægt í boðum
sem þessum að fólk hafi hreinar
hendur þegar næsta manni er
heilsað með handabandi. Gott er
að hafa í huga að halda hægri
hendinni lausri af sömu ástæðu og temja sér að
hafa glasið í þeirri vinstri. Mikilvægt er að gestirnir
séu óhræddir við að kynna sig hver fyrir öðrum og
hver veit hvaða afleiðingar sú viðkynning mun hafa í
för með sér. Það sem skiptir þó öllu máli er að fólk
skemmti sér vel og það ætti að vera inntak
veislunnar,“ segir Bergþór að lokum.
Fyrir alla þá sem vilja haga sér eins og lög gera ráð
fyrir í brúðkaupinu mælum við með bókinni Vinamót
eftir Bergþór, en hún kom út á dögunum.
Stærsta og eflaust eitt íburðarmesta brúðkaup Íslandssögunnar er fram undan þegar þau Jón Ásgeir Jóhannes-
son og Ingibjörg Pálmadóttir ganga í heilagt
hjónaband 17. nóvember næstkomandi í
Dómkirkjunni.
Sögusagnir um væntanlegt brúðkaup fóru að kvisast út
þegar dularfulla boðskortið kom í pósti en á því var ekki
tekið fram að um brúðkaup væri að ræða heldur haust-
fagnað. Viku seinna kom svo endanlegt boðskort þar sem
boðið var formlega í brúðkaup. Skemmtanaelítan hefur
iðað í skinninu síðan boðið kom enda ekki á hverjum degi
sem boðskort í slíka veislu berst og mikil eftirvænting
liggur í loftinu. Flestir förðunarfræðingar eru nú þegar
uppbókaðir og sparikjólar og annar samkvæmisfatnaður
hefur rokið út í betri verslunum borgarinnar. Fína fólkið
ætlar ekki að láta hanka sig á hallærislegum klæðnaði og
gerir allt til að forðast tískuslys.