Fréttablaðið - 09.11.2007, Page 51

Fréttablaðið - 09.11.2007, Page 51
GESTALISTI Á fremstu bekkjum kirkjunnar mun nánasta fjölskylda Jón Ásgeirs og Ingibjargar skarta sínu fegursta. Lilja Pálmadóttir og eiginmaður hennar Baltasar Kormákur verða þar væntanlega fremst í flokki ásamt Jóhannesi í Bónus og konu hans, Guðrúnu Þórsdóttur. Systir Jón Ágeirs og góð vinkona Ingibjargar, Kristín Jóhannesdóttir, verður að sjálfsögðu framarlega. Sigurður Pálmi, sonur Ingibjargar, og kærasta hans, ljósmyndarinn og listneminn Silja Magg, munu væntanlega yfir- gefa New York, þar sem þau eru búsett og gleðjast með brúðhjónun- um þennan dag. Ari Magg bróðir Silju verður líklegast ekki langt undan með myndavélina að vopni og mun væntanlega sjá um að festa þessa merku stund á filmu. AÐRIR MERKIR MENN Á GESTALISTA Ari Edwald, forstjóri 356, og eigin- kona hans Þórunn Pálsdóttir, myndlistarmennirnir Hulda Hákon og Jón Óskar, Guðmundur Mart- einsson, framkvæmdastjóri Bón- uss, Jón Björnsson, forstjóri Maga- sin du Nord, Sybil Kristinsdóttir í Sautján, Þorsteinn M. Jónsson, for- stjóri Vífilfells, Magnús Ármann fjárfestir og Sigurður Bollason, Ólafur og Dorrit en forsetafrúin er góð vinkona Ingibjargar. Hannes Smárason, Bjarni Ármansson, Helga Sverrisdóttir, Þórður Már Jóhannesson og Nanna eiginkona hans eru líka búin að fá boðskort í veisluna svo einhverjir séu nefndir. BRÚÐARKJÓLLINN Ingibjörg er iðulega efst á listum yfir best klæddu konur á Íslandi og er annáluð fyrir stíl sinn. Hún er mikið í svörtu og ljóst þykir að hún muni ekki ganga upp að altarinu hvítklædd í rjómatertukjól. Tískuspekúlantar ganga jafnvel svo langt að halda að brúðarkjóll hennar verði svartur. Eðaltöffarinn Karl Lagerfeld fatahönnuður deilir sama stigagangi í New York og tilvonandi brúðhjónin og þykir nágranninn líklegur kandídat sem hönn- uður brúðarkjóls Ingibjargar. 9. NÓVEMBER 2007 | SIRKUS | BLS. 11

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.