Fréttablaðið - 09.11.2007, Page 68

Fréttablaðið - 09.11.2007, Page 68
SAGA UM FORBOÐNA ÁST MEÐ TÓNLIST EFTIR LAY LOW „Þetta er falleg sýning... ákaflega sterk... með því að taka Ökutíma til sýningar hefur íslenskt leikhús stigið feti framar... LA – þar sem allt blómstrar og grær... rigna yfir sýninguna stjörnum.” MK, Mbl „Þetta er stórgóð sýning í einkar vel heppnaðri umgjörð” EB, Fréttablaðið „LA nýtur nú vinsælda og virðingar í samfélaginu sem önnur leikhús mega öfunda það af... mjög vel unnin” JVJ, DV „Ég er djúpt snortin... Stórkostlegur leiksigur... mjög áhrifamikil sýning” SLG, RÚV „stórkostlegan samleik...beint í hjartastað...” IS, Kistan „djúpt og áhrifamikið... rússíbanaferð... enn einn sigurinn!” VAJ, landpostur.is „magnaða sýningu... opnar augu og snertir, leikhús sem skiptir máli” JJ, Dagur.net Afbragðs dómar! Miðasala: 4 600 200 I netsala: leikfelag.is ALLIR Í LEIKHÚS Á AKUREYRI! Í samstarfi við Næstu sýningar: 7., 9., 10., 14., 16., 17., 22., 23., 24., 29., 30. nóv og 2., 6., 7., 14 des. Allt að seljast upp! Ég á mér undarlegan draum. Mig dreymir um að Ísland glati sjálfstæði sínu í hend- ur Dönum. Mig dreym- ir um að fá herinn aftur til landsins og ég þrái fátt meira en að upplifa kreppu og fátækt. Eflaust skilur þú, lesandi góður, ekkert hvert ég er að fara. Kreppa og fátækt er ömurlegt ástand og sjálfstæði þjóðar er ein okkar styrkasta stoð. Af hverju dreymir mig þá um þetta? Af hverju er ég ekki sáttur við hagsæld og sjálf- stæði þjóðarinnar? Jú, staðreyndin er nefnilega sú að ég er af kynslóð sem hefur aldrei þurft að berjast fyrir neinu sem heitið getur. Kynslóð sem hefur fengið nánast allt upp í hendurnar frá þeim sem á undan gengu. Við höfum ekki upplifað sjálfstæðisbaráttu og þá miklu gleði og stolt sem fylgdi því að til- heyra frjálsri og fullvalda þjóð. Sjálfstæðið er okkur sjálfgefið. Minni kynslóð þykir ekkert eðli- legra en sjónvarp á fimmtudög- um. Nú er ég ekki að tala gegn sjónvarpi á fimmtudögum. Sjálf- um þykir mér ágætt að horfa á sjónvarp á fimmtudögum en ég hefði haft gaman af því að berjast fyrir því, þó það væri ekki annað. Maður kann nefnilega miklu betur að meta það sem ekki er sjálfgefið – það sem þurft hefur að berjast fyrir. Nú er fátt að verða eftir til að berjast fyrir. Meira að segja herinn er farinn. Fyrir vikið er stór hópur ungs fólks firrtur. Því stendur á sama um samfélagið og stjórnmál eru leiðinleg. Kannski sé ég fortíðina í einhverjum dýrðarljóma. Eflaust hafa ekki allir verið þeir andans menn og konur sem ég sé fyrir mér þegar ég hugsa til fortíðar. Kannski er það versta sem getur hlotist af þessari bölsýni minni að skáldum fækki í framtíðinni – enda mörg bestu ljóðin og skáldverkin samin í skugga kreppu og vopna- skaks. Auðvitað vil ég þjóð minni ekki allt það versta, en ég held samt sem áður að barátta sé öllum þjóðum holl. Á misjöfnu þrífast börnin best.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.