Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.11.2007, Qupperneq 76

Fréttablaðið - 09.11.2007, Qupperneq 76
Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri Sjónvarps- ins, hefur ráðið fjórar nýjar þulur til starfa á stöðinni úr hópi þeirra 103 sem sóttu um starfið. Dagskrárkynn- arnir verða því alls sex tals- ins því tveir hætta störfum. Þær Anna Rún Frímannsdóttir, Sig- ríður Halldórsdóttir, Sigurlaug Jónsdóttir og Matthildur Magnús- dóttir bætast í hóp þeirra Evu Sólan og Katrínar Brynju Hermanns- dóttur. Guðmundur F. Benedikts- son og Guðrún Kristín Erlingsdótt- ir hætta. Þórhallur segir valið hafa verið erfitt en skemmtilegt. „Þessar fjórar voru þær hæfileikaríkustu.“ Hann segir tilviljun ráða því að hópinn skipi eingöngu konur. „Það voru átján strákar í hópi umsækj- enda. Stelpurnar voru einfaldlega betri og við völdum út frá hæfileik- um og getu. Þetta starf mun gefa möguleika á því að koma að annarri dagskrárgerð og umsækjendur voru valdir með tilliti til þess.“ Anna Rún var stödd í fríi í New York ásamt manninum sínum þegar Fréttablaðið náði tali af henni. „Ég er bara nýbúin að frétta af þessu sjálf,“ segir hún og hlær. „En ég hlakka til að takast á við starfið. Ég er förðunarfræðingur og hef unnið sem sminka í Sjónvarpinu í hálft ár.“ Anna Rún er einnig menntaður íslensku- og fjölmiðlafræðingur auk þess sem hún tók fréttamanna- próf hjá Sjónvarpinu. „Mig langaði til þess að nýta háskólamenntunina en ætla að starfa samhliða sem sminka. Þulustarfið opnar líka ýmsar spennandi dyr.“ Sigríður er nemandi í félagsvís- indadeild Háskólans á Bifröst þar sem hún leggur stund á nám í heim- speki, hagfræði og stjórnmála- fræði. Hún er ekki alls ókunn störf- um hjá Sjónvarpinu því hún starfaði sem aðstoðarfréttamaður á Frétta- stofu Sjónvarps um árabil. „Ég ákvað eiginlega í gríni að sækja um. Ég bjóst ekkert við því að kom- ast í gegn, sérstaklega eftir að ég frétti af því hversu margir sóttu um. Mig langaði bara að sjá hvað ég kæmist langt,“ segir hún og hlær. Sigríður reiknar ekki með að verða í vandræðum með að púsla saman vöktum í Sjónvarpinu og háskóla- námi úti á landi. „Þetta eru ekki margar vaktir á mann, við erum svo margar. Annars kemur þetta bara allt í ljós.“ Sigurlaug hefur starfað sem flug- freyja hjá Icelandair í þrjú ár auk þess sem hún er í einkaþjálfara- skóla. Hún segist ekki ætla að hætta störfum sem flugfreyja. „Nei, ég tími því ekki,“ segir hún og hlær. „Þetta passar vel saman. Ég held að Sjónvarpið sé líflegur og skemmti- legur vinnustaður eins og flugið. Maður kynnist skemmtilegu fólki og fær að prófa eitthvað nýtt í leið- inni. Ég hef ekki gert neitt þessu líkt áður.“ Hún segir ráðninguna hafa komið sér skemmtilega á óvart. „Þórhallur hringdi bara áðan. Næsta skref er að mæta upp í Sjón- varp á þriðjudag þar sem við tekur þjálfun í raddbeitingu, framsögn og þess háttar.“ Matthildur er á þriðja ári í laga- deild Háskólans í Reykjavík. „Ég ætla í mastersnám næsta haust ef allt gengur upp. Þulustarfið er fínt með því. Ég er ekkert hætt í skóla.“ Hún segist meðal annars hafa sótt um starfið til að kynnast fólki. „Maður er dálítið einn og út af fyrir sig hérna í lagadeildinni. Sjónvarpið er tilvalinn vettvangur til þess að umgangast skemmti- legt fólk. Þetta er spennandi fyrir- tæki og góður staður til þess að byrja á.“ Móðir Britney Spears kennir sjálfri sér um vandræði dóttur sinnar. Lynne Spears hefur viðurkennt að draumar hennar um velgengni til handa dóttur sinni hafi haft sorg- legar afleiðingar. „Ég ól börnin mín ekki upp með það að markmiði að verða fræg í Hollywood. Þetta sprakk bara allt í loft upp og stórir draumar urðu að miklum höfuð- verkjum,“ segir Lynne, en flestir vita að Britney Spears hefur átt í miklum vandræðum síðastliðin ár. Hún stendur nú í forræðisdeilu við fyrrverandi eiginmann sinn, Kevin Federline, vegna sona þeirra tveggja, Seans Prestons og Jaydens James. Britney var ung að árum þegar hún steig fyrstu skref sín í skemmt- anabransanum, og Jamie-Lynn, tíu árum yngri systir hennar, virðist stefna sömu leið í leiklistar- heiminum. Hún hefur unnið verð- laun fyrir frammistöðu sína sem Zoey Brooks í þáttaröðinni Zoey 101 sem sýndir eru á Nickelodeon. Lynne segist hafa náð sáttum við eldri dóttur sína, eftir að upp úr sambandi þeirra slitnaði fyrr á árinu. Hún sér þó eftir ýmsu. „Ég kenni sjálfri mér um allt það sem miður hefur farið hjá Britney,“ segir Lynne, sem er með bók um barnauppeldi í smíðum. Enn á eftir að koma í ljós hversu margir for- eldrar vilja leita í reynslubanka hennar. Álasar sjálfri sér vegna Britney
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.