Fréttablaðið - 09.11.2007, Síða 88

Fréttablaðið - 09.11.2007, Síða 88
Ýmsir spekingar hafa haldið því fram að það sé tungumálið sem greinir mennina frá dýrunum. Ég held það hljóti að vera á misskiln- ingi byggt. Ég hef nefnilega komist að því að íslensk gæludýr eru ákaf- lega vel máli farin. Um það vitnar fjöldi heimasíðna á veraldarvefnum þar sem íslensk dýr af ýmsum teg- undum blogga um reynslu sína og tilfinningar. byrjaði með börnunum. Fyrir nokkrum árum hófu ómálga börn að skrifa dagbækur sínar á netið með tilkomu vefsvæða á borð við Barnaland.is. Aldurinn færðist neðar og neðar uns fóstur í móður- kviði tóku að hamra á lyklaborðið í gríð og erg. Bloggandi bumbubúar skipta nú tugum og fósturþroskinn er svo ör að sum byrja að tjá sig á rituðu máli strax eftir getnað. Samt sem áður féll það í grýttan jarðveg þegar piltur nokkur setti upp heima- síðu á Barnalandi í sumar þar sem hann bloggaði fyrir hönd sæðis- frumna sinna. Málæðið hefst við getnað. Sæðisfrumur og egg mega ekki blogga en okfrumur mega tjá sig að vild í fyrstu persónu. nú hafa gæludýrin tekið til máls. Menn trúðu því hér áður fyrr að kýrnar gætu talað á nýársnótt en engan óraði fyrir þessari þróun. Kettir og kjölturakkar þeysast fram á ritvöllinn og deila skrifum sínum á netinu. „Við kanínurnar erum bara hérna inni í sjónvarpsherbergi liggj- andi á mjúkri mottu að slaka á,“ skrifar lífsglöð kanína á heimasíð- una sína á Dýraland.is og tekur það fram að hún hafi mennskan ritara á sínum snærum. Dagbækur dýranna eru ekki aðeins bráðskemmtilegar bókmenntir heldur er heimildar- gildi þeirra ótvírætt. Hugsið ykkur bara ef Sámur hans Gunnars á Hlíðarenda hefði bloggað! er líklega það sem flestir kvarta undan í nútíma samfélagi. Við erum öll svo skelfi- lega upptekin. Það hlýtur líka að vera tímafrekt að halda úti öllum þessum heimasíðum. Fyrst þarf maður að blogga fyrir sjálfan sig og lýsa skoðunum sínum á öllum frétt- um á Mbl.is. Síðan þarf að skrifa um ævintýri barnsins á Barnalandssíð- una og að lokum að blogga fyrir heimilishundinn. Það rétt gefst tími til að uppfæra brúðkaupssíðuna. Það er það nýjasta í netheimum. Þar skrifa tilvonandi brúðhjón hugleið- ingar sínar um stóra daginn og segja frá undirbúningnum. Og fyrst frjóvguð egg og gullfiskar eru farin að blogga er eflaust skammt að bíða þess að brúðarslör og skreyttar tertur fái málið. Ég bíð spennt. Loppur á lyklaborðinu Hvað merkir að dreyma mynd af elskhuga sínum? Hvaða vísbendingar um kyn barna koma fram á meðgöngu? Er varasamt að byrja á einhverju nýju á föstudögum? Hvað merkir talan sjö? Hvernig getum við ráðið í vísbendingar um fortíð okkar, nútíð og framtíð og túlkað það sem fyrir ber í vöku og draumi? Fyrirboðar, tákn og draumar er ómissandi handbók sem opnar lesendum sýn inn í heillandi veröld. D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Eftir S ímon Jón Jó hanns son höfun d Stór u draum aráðn inga- bókar innar! ÓMISSANDI OG AÐGENGILEG!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.