Fréttablaðið - 19.11.2007, Page 11

Fréttablaðið - 19.11.2007, Page 11
MÁNUDAGUR 19. nóvember 2007 WWW.N1.IS N1 – Meira í leiðinni. Hjá N1 finnur þú landsins mesta úrval af bílavarahlutum og vönduð vörumerki frá viðurkenndum framleiðendum. Í verslunum okkar um land allt er fagfólk reiðubúið að veita þér alla þá aðstoð og ráðgjöf sem þú þarfnast. 3 ára ábyrgð er á varahlutum frá N1. HEILBRIGÐISMÁL Tólf manns hafa greinst með sýkingu af völdum HIV-veirunnar á þessu ári. Sex þeirra sýktu eru fíkniefna- neytendur og veiran talin afleið- ing neyslu þeirra. Fjórir þeirra sýktu eru einnig veikir af lifrarbólgu B. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Farsóttafrétta. Í blaðinu kemur fram að erfitt sé að rekja smitleiðir meðal fíkniefnaneytenda en rannsókn standi yfir um þessar mundir. HIV-sýking hefur verið fátíð meðal sprautufíkla hérlendis en lifrarbólga C er hins vegar algeng á meðal þeirra. Ekki náðist í Harald Briem sóttvarnalækni við vinnslu fréttarinnar en í sumar greindi hann frá því að margir teldu það einungis tímaspursmál hvenær faraldur brytist út meðal þessa áhættuhóps. Ellefu manns smituðust af HIV-veirunni í fyrra. Farsóttafréttir landlæknis: Óttast HIV- faraldur meðal sprautufíkla SVEITARSTJÓRNIR Í kjölfar gagnrýni sem fram hefur komið á skemmt- anahald í íþróttahúsum í Hafnar- firði leggur forvarnarnefnd bæjarins til ýmsar takmarkanir á vínveitingum á þessum stöðum. „Vínveitingaleyfi í íþrótta- mannvirkjum er aðeins veitt vegna árshátíðar eða skemmtana eigenda mannvirkjanna og vegna leigu þeirra til lokaðra einkasam- kvæma. Einnig árétta nefndirnar að á þessum lokuðu samkvæmum og skemmtunum skuli farið eftir lögum og reglum er varða aldur gesta, tóbaksvarnir og öryggis- mála,“ segir forvarnarnefndin í tillögu til bæjarráðs. - gar Fjölskyldur og forvarnir: Takmörk á vín í íþróttahúsum RÚSSLAND, AP Meðlimir rússnesks sértrúarsafnaðar hafa lokað sig af í neðanjarðarbyrgi og hyggj- ast dvelja þar uns heimsendir dynur yfir. Á meðal þeirra eru fjögur börn, það yngsta 18 mánaða. Fólkið hefur hótað að notast við 400 lítra af bensíni til að sprengja sig í loft upp ef yfirvöld reyna að þvinga það út úr byrginu. Prestar rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar reyndu í gær að sannfæra fólkið um að yfirgefa byrgið en án árangurs. Rússneska lögreglan fylgist með ástandinu en hefur ekki uppi áform um að þvinga fólkið út. - vþ Rússneskur sértrúarsöfnuður: Bíða heimsend- is neðanjarðar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.