Fréttablaðið - 19.11.2007, Side 18

Fréttablaðið - 19.11.2007, Side 18
18 19. nóvember 2007 MÁNUDAGUR UMRÆÐAN Varnarmál Í vor fóru fram könnunarviðræð-ur milli íslenskra stjórnvalda og sendinefndar háttsettra emb- ættismanna úr ráðuneytum utan- ríkis- og varnarmála Þýskalands um „möguleika á efldu samstarfi landanna á sviði öryggis- og varn- armála“ eins og segir í Fréttablað- inu 19. maí sl. Í blaðinu sagði enn fremur að þýski herinn vilji taka þátt í her- æfingum hér á landi – Keflavíkur- flugvöllur bjóði upp á góða æfingaaðstöðu. Boðaðar voru framhaldsvið- ræður í haust. Þær fóru fram í Berlín 6. nóv. sl. Hvernig stendur á þessum við- ræðum? Þurfa Íslendingar að leita til Þjóðverja um aðstoð í varnar- málum? Telja þýsk stjórnvöld það skyldu sína að verja Ísland? Eða býr eitthvað annað undir? Skyldi það vera að þýski herinn hafi áhuga á því að hreiðra um sig á Íslandi? Í nefndri umfjöllun Fréttablaðsins hefur það eftir fulltrúa í þýska varnarmálaráðuneytinu að þýsk hermálayfirvöld telji „að þótt friðvænlegt væri á Norður-Atlants- hafssvæðinu væri það hernaðarlega mikilvægt, vegna olíu- og gasauð- linda í Norðurhöfum og hernaðar- umsvifa Rússa. Þess vegna væru þýsk yfirvöld áhugasöm um að liðsmenn þýska hersins hlytu þjálfun í að taka þátt í aðgerðum á svæðinu“. Einnig segir í sömu frétt að ef herinn fengi aðstöðu hér á landi gætu þýsk herskip „til dæmis valið að leggja í auknum mæli leið sína um íslenska lög- sögu á leið vestur um haf“. Af þessu tali fulltrúans í þýska varnarmálaráðuneytinu má nokk- uð ljóst vera að það er þýski her- inn sem lítur Ísland hýru auga. Það væri líka í samræmi við hlutverk hans. Á síðustu árum hefur þýski herinn tekið stakkaskiptum. Hann er ekki lengur varnarher, eins og hann var eitt sinn sagður vera, heldur her sem skal vera tilbúinn til aðgerða hvenær sem er og hvar sem er í heimin- um. Vígbúnaður hans tekur mið af þessu hlutverki. Allt frá árinu 1990 hefur hann tekið þátt í stríðs- átökum, beint eða óbeint. Árið 1999 stóð hann að innrásinni í Júgóslavíu. Varpaði sprengjum á Belgrad. Með ýmsu móti hafa Þjóðverjar stutt stríð Bandaríkja- manna í Írak. Í Afganistan hafa þýskir hermenn herjað um skeið. Þýsk stjórnvöld réttlæta við- veru og aðgerðir þýska hersins erlendis með því að hann sé að berjast gegn hryðjuverkum eða sinna friðargæslu. Það er vissu- lega rétt í mörgum tilfellum en meginhlutverk hans er að vernda og styrkja þýska hagsmuni hvar sem er á hnettinum. Meðal annars með því að tryggja viðskipti, sam- göngur og aðgang að auðlindum. Hann hefur því víða komið sér fyrir. Þetta árið hafa um 7.000 þýskir hermenn tekið þátt í aðgerðum, m.a. í Bosníu og Herz- egovinu, Súdan, Líbanon, Kosovo, Georgíu, Eþíópíu, Eritreu og Usbekistan, fyrir utan Afganistan og Írak. (sjá nánar á heimasíðu þýska hersins: www.bundeswehr. de). Hafa verður einnig í huga að Þýskaland er mikill vopnafram- leiðandi. Græðir gífurlega fjár- muni á vopnasölu til margra landa. Víst er að á næstu árum ætla þýskir vopnaframleiðendur sér stærri hlut í sölu vopna en hingað til, einir sér eða í samvinnu við vopnaframleiðendur í öðrum vestrænum ríkjum Evrópu. Nær- vera þýska hersins á átakasvæð- um eykur sölumöguleikana. Þær viðræður sem staðið hafa yfir milli þýskra og íslenskra stjórnvalda undanfarið minna á tilraunir Þjóðverja á árinu 1939 til að koma á flugsamgöngum milli Hitler-Þýskalands og Íslands. Íslenska ríkisstjórnin hafnaði til- mælum Þjóðverja. Þótti það vel af sér vikið. Nú eru allar líkur á því að þýski herinn fái þá aðstöðu á Íslandi sem honum henta þykir. Verður hann boðinn velkominn? Höfundur er rithöfundur og íþróttafræðingur. Þýskur her velkominn? INGIMAR JÓNSSON Náttúruvænn miðbær UMRÆÐAN Skipulagsmál á Álftanesi Bæjaryfirvöld á Álftanesi eru nú að leggja lokahönd á nýtt deiliskipu- lag miðsvæðisins. Skipulagið er tals- vert ólíkt því sem áður hafði verið ráð- gert. Helstu breytingarnar felast í gatnakerfinu, bílastæðum sem verða neðanjarðar og að gert er ráð fyrir margfalt meiru atvinnuhúsnæði en áður var áformað. Bæjarstjórn efndi til arkitektasamkeppni um skipulag þessa svæðis sem er hjarta bæjarins. Dómnefnd, sem skipuð var til að vinna úr þeim tillögum sem bárust, komst að þeirri niðurstöðu að tillaga Guðna Tyrfingssonar og Auðar Alfreðs- dóttur, eigenda arkitektastofunnar GASSA, skar- aði fram úr öðrum tillögum. Þau hjónin hafa síðan útfært og þróað vinningstillöguna þannig að hún falli sem best að byggðinni sem fyrir er og þjóni framtíðarþörfum samfélagsins sem allra best. Þau hafa fellt út hluta Breiðamýrar enda telja sér- fræðingar í umferðarmálum að óþarft sé að hafa tvær tengigötur hlið við hlið. Þannig mótast byggðin nú í samfellu til vesturs og gatnamótum á Suðurnesvegi fækkar sem eykur umferðaröryggi til muna. Uppbygging atvinnulífs Ein stærsta breytingin sem nýja skipulagið felur í sér er að gert er ráð fyrir markvissri uppbygg- ingu verslunar- og skrifstofuhúsnæðis og þannig mun atvinnutækifærum innansveitar fjölga svo um munar. Það sem meira er, það hefur þegar tek- ist að tryggja byggingu á öllu þessu húsnæði. Í stjórnartíð fyrri meirihluta voru gerðar ráðstaf- anir sem sveitarfélagið er bundið af, þ.e. samningar við verktaka um íbúðarhúsa- byggð á stórum hluta miðsvæðisins. Á þeim hluta er lítið svigrúm til breytinga. Verið er að skoða möguleika á að byggja ráðstefnuhótel í tengslum við umhverfis- og menningarmiðstöð sem áformað er að rísi sunnan Suðurnesvegar. Sú bygging yrði mikill búhnykkur fyrir sveitarfélag- ið með aukinni og fjölbreyttri atvinnu- starfsemi. Tryggir þessi framkvæmd bætta fjár- hagsstöðu sveitarfélagsins en Álftanes hefur síðustu ár verið í hópi skuldugustu sveitarfélaga landsins miðað við íbúafjölda og er nú í sjöunda sæti. Með slíkri uppbyggingu gæti sveitarfélagið boðið íbúum betri þjónustu og lækkað álögur til muna. Miðað við gefnar forsend- ur eru nettótekjur sveitarfélagsins m.v. fermetra af atvinnuhúsnæði um 15 sinnum meiri en af íbúð- arhúsnæði. Hvort af þessari uppbyggingu verður ræðst af vilja íbúanna og því hvort samningar ganga eftir. Sátt um miðsvæðið Gangi áætlanir eftir munu framkvæmdir á mið- svæðinu hefjast næsta vor. Án efa vildu margir Álftnesingar hafa túnin og móana ósnerta en með samningum á síðasta kjör- tímabili og slakri fjárhagsstöðu sveitarfélagsins er sá möguleiki ekki í boði. Bæjarstjórn vonar og væntir þess að sátt muni ríkja um nýja skipulagið. Afmarkaður hópur bæjarbúa hefur gagnrýnt einstök atriði skipulagsins án þess þó að koma fram með aðrar tillögur. Við sem stýrum sveitar- félaginu teljum að hér sé komið fram skipulag sem uppfyllir almannahagsmuni okkar sveitung- anna og verði sveitarfélaginu til mikils sóma. Skipulag miðsvæðisins á Álftanesi er einstakt hvað það varðar að stærsti hluti bílastæða verður neðanjarðar og gert er ráð fyrir opnum svæðum fyrir almenning. Grænni gerast miðbæirnir nú ekki. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Álftaness. KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON Án efa vildu margir Álftnesingar hafa túnin og móana ósnerta en með samningum á síðasta kjörtímabili og slakri fjárhagsstöðu sveitarfélagsins er sá möguleiki ekki í boði. Af þessu tali fulltrúans í þýska varnarmálaráðuneytinu má nokkuð ljóst vera að það er þýski herinn sem lítur Ísland hýru auga. Það væri líka í samræmi við hlutverk hans. Geysissvæðið er þjóð- arskömm Íslendinga UMRÆÐAN Umhverfismál Stjórnvöld verða að bregðast við núna til að bjarga ásýnd Geysis- svæðisins sem liggur undir skemmdum. Svæðið er náttúruperla á heimsvísu og þekkt- asta vörumerki Íslands og íslenskrar ferða- þjónustu erlendis. Nær hálf milljón ferðamanna heim- sækir svæðið árlega. Nauðsynlegt er að byggja upp- hækkaða göngustíga um svæðið til að vernda hverahrúður og gróður. Göngustígar gegna einn- ig því veigamikla hlutverki að stjórna ferðum ferðamanna um viðkvæm svæði líkt og gert hefur verið með góðum árangri í Yell- owstone-þjóðgarðinum í Banda- ríkjunum. Íslenska ríkið fékk Geysi, Strokk og Blesa að gjöf á sínum tíma en fimm aðrir lögaðilar eiga hlutdeild með ríkinu í u.þ.b. 17 hekturum lands umhverfis hverina. Nauðsynleg andlitslyft- ing svæðisins er ólíkleg fyrr en ríkið eignast allt svæðið. Geysissvæðið á að friðlýsa sem mundi tryggja bæði verndun þess og aðgengi almenn- ings til framtíðar. Núverandi ástand Geysissvæðisins er gjörsamlega óásættan- legt fyrir Íslendinga og íslenska ferðaþjónustu vegna þess að eyðileggingin blasir við öllum sem þangað koma. Geysis- svæðið stenst ekki lengur sam- anburð við hverasvæði Yellow- stone-þjóðgarðsins vegna þess að hverahrúðrið umhverfis hver- ina er máð og litlaust, göngustíg- ar eru drullusvað í bleytu og öryggi ferðamanna er stefnt í hættu. Einnig má nefna gróður- eyðingu í næsta nágrenni við hverina og rusl frá gestum svæð- isins. Leiðsögumenn erlendra ferða- manna hafa orðið vitni að hnign- un Geysissvæðisins undanfarin ár. Mörgum blöskrar ástandið svo gersamlega að þeir skamm- ast sín fyrir að sýna ferðamönn- um staðinn. Öllu skiptir að ásýnd svæðisins, aðgengi og öryggis- mál séu í lagi. Það er óskandi að stjórnvöld taki á þessu máli af heilum hug og að ríkið eignist Geysisvæðið íslensku þjóðinni til heilla um ókomna framtíð. Höfundur er leiðsögumaður. STEFÁN HELGI VALSSON Leiðsögumenn erlendra ferðamanna hafa orðið vitni af hnignun Geysissvæðisins undanfarin ár. Mörgum blöskrar ástandið svo gersam- lega að þeir skammast sín fyrir að sýna ferðamönnum staðinn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.