Fréttablaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 16
16 6. desember 2007 FIMMTUDAGUR BANGSAJÓL Fjögur hundruð tusku- bangsar og yfir 5.000 demantar prýða þetta risavaxna jólatré í verslunarmið- stöð í Peking, höfuðborg Kína. NORDICPHOTOS/AFP SUÐUR-AFRÍKA, AP Dánartíðni af völdum mislinga hefur dregist saman um 68 prósent frá árinu 2000 þökk sé árangursríkri bólusetningarherferð á vegum Rauða krossins og fleiri. Mestur árangur hefur náðst í Afríku en þar hefur tilfellum fækkað um 91 prósent. Minnstur árangur hefur náðst í Asíu þar sem tilfellum hefur fækkað um 26 prósent. - sdg Árangursríkar bólusetningar: Færri deyja úr mislingum BÓLUSETTUR Indónesískur drengur fylgist með bólusetningu. NORDICPHOTOS/AFP UMHVERFISMÁL Skoðanakönnun, sem Capacent Gallup hefur gert fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands, sýnir að 95,4 prósent aðspurðra telja að stóriðjufyrir- tæki eigi að greiða fyrir losun sína á gróðurhúsalofttegundum. Rúm- lega þrjú prósent voru því ósam- mála og eitt prósent tók ekki afstöðu. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu sem Náttúruverndar- samtökin hafa sent frá sér. Í henni segir að niðurstaðan bendi ein- dregið til þess að almenningur hafni undanþágum fyrir áliðnað á Íslandi. Álfyrirtækin verði sjálf að bera kostnaðinn af eigin meng- un. Það sé skylda stjórnvalda að stuðla að samkomulagi á loftslags- þinginu í Balí um samningsumboð er geri alþjóðasamfélaginu kleift að ná samkomulagi um verulegan samdrátt í losun gróðurhúsaloft- tegunda í Kaupmannahöfn árið 2009. Þorri aðspurðra taldi að öll fyrirtæki ættu að greiða fyrir losun sína á gróðurhúsaloftteg- undum. „Fólk almennt vill ekki frekari undanþágu fyrir stóriðju. Það vill að stóriðjan borgi fyrir sína meng- un eða finni aðra leið til að menga. Það er greinilega ekki stuðningur við það að fara út í frekari undan- þáguumsóknir. Almenningur er hægt og sígandi að átta sig á hvað þetta er alvarlegt mál,“ segir Árni Finnsson, framkvæmdastjóri Náttúruverndarsamtaka Íslands. Könnunin var gerð 31. október til 11. nóvember. - ghs Könnun Capacent fyrir náttúruverndarsamtök: Fyrirtæki beri kostn- að af eigin mengun UMHVERFISMÁL Lítið er vitað um hugsanleg áhrif sjávarfallavirkj- unar á dýralíf og umhverfi í Breiðafirði. Arnþór Garðarsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir að vistkerfið í Hvammsfirði hafi lítið verið kannað þó að meira sé vitað um vistkerfið í firðinum í heild sinni. „Mín fyrstu viðbrögð eru þau að það þarf að skoða þetta svæði miklu betur áður en farið er í virkjanir, hvort sem er á sjó eða á landi. Það þarf örugglega að gera verulegar umhverfisathuganir áður en kemur til virkjana. Þarna fer til dæmis vaxandi síldarstofn um,“ segir hann. Róbert A. Stefánsson, for- stöðumaður Náttúrustofu Vesturlands, segir að helst sé eitthvað vitað um áhrif sjávar- fallavirkjana á umhverfi og dýralíf í Noregi og þar virðist áhrifin vera lítil. Fiskar og selir geti meitt sig í mesta straumnum á flóði og fjöru en ekkert sé um það vitað. Hann kveðst hafa mestar áhyggjur af því að háspennumöst- ur verði byggð, hvort verksmiðja verði reist í nágrenninu eða hvort orkan eigi að fara inn á landsnetið. Karl Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, segir að síldin gangi inn Breiðafjörðinn og Hvammsfjörðurinn sé aðalveiði- svæðið fyrir ígulker. Skoða þyrfti hvaða áhrif hugsanleg virkjun hefði á þetta. Nákvæm staðfesting þyrfti að liggja fyrir, upplýsingar um botninn og lífverurnar í kring, sömuleiðis um nytjar. „Ég get ímyndað mér að eitt vandamál sé þangrek,“ segir hann. Þórður Friðjónsson, formaður Breiðafjarðarnefndar, segir að hugmyndin sé ekki ný. Skoða þurfi áhrifin vel. - ghs Lítið er vitað um umhverfisáhrif sjávarfallavirkjunar í Breiðafirði: Aðalveiðisvæði fyrir ígulker RÓBERT A. STEFÁNSSON DÓMSTÓLAR Karlmaður frá Akureyri hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að vera með talsvert magn af fíkniefnum og vopn. Lögregla fann við húsleit hjá manninum rúm 14 grömm af amfetamíni og 17 stykki af LSD. Einnig fundust á heimili manns- ins „butterfly“-hnífur, hnúajárn, þumlajárn og handjárn, Maðurinn játaði sök fyrir dómi. Hann hefur að baki töluverðan sakaferil, sem hafði ekki áhrif á refsingu hans fyrir ofangreind brot. Honum var gert að greiða 350 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs og málsvarnarlaun. - jss Dæmdur í háa sekt: Var með fíkni- efni og vopn MENNTUN Bergþóra Vals- dóttir, framkvæmdastjóri Samfoks, segir að niður- stöður PISA-könnunar- innar líti ekki vel út fyrir Íslendinga og ættu að vekja þjóðina til umhugs- unar um hvernig staðið sé að málum hér. Sem reyk- vískt foreldri kveðst hún velta því fyrir sér hvers vegna Reykvíkingum fari aftur í lestri meðan krakkar á landsbyggðinni sæki í sig veðrið. Bergþóra telur að taka beri fullt mark á niður- stöðum könnunarinnar og kafa vel ofan í rannsókn- ina til að skilja hvað ligg- ur að baki. Í niðurstöðun- um felist tækifæri sem skoða beri faglega og af fullri alvöru. Bergþóra telur hugsanlegt að minni áhersla sé á lestur á heim- ilunum. „Skólinn þarf að skoða sitt starf en for- eldrarnir þurfa líka að fara í naflaskoðun. Erum við að halda lestri að börnunum? Erum við að styðja þau og hvetja nægilega mikið,“ spyr hún. Kristinn Breiðfjörð, formaður Skólastjórafé- lags Íslands, tekur undir þau orð að kafa þurfi ofan í gögnin. „Bregðast þarf við með einhverj- um hætti. Alltaf er ástæða til að fara ofan í málin þegar svona nið- urstaða kemur fram og reyna að finna leiðir til úrlausnar. Lausnin felst ekki í því að stinga höfðinu í sandinn eða draga upp fyrir haus,“ segir hann og telur ástæðu til að fara í svipaða greiningarvinnu og í sambandi við kynja- muninn í kjölfarið á síð- ustu könnun. Niðurstöður PISA kemur Ólafi Proppé, rekt- or Kennaraháskólans, KHÍ, ekki á óvart. „Við komum ekkert hræðilega út úr þessu. Þetta er ekk- ert öðruvísi en við áttum von á,“ segir hann. „Auð- vitað viljum við koma betur út og við eigum svo sannarlega að gera allt sem við getum til að bæta skólastarf, skoða það frá öllum hliðum og nota rannsóknir sem til eru og efla rannsóknir. Svona rannsókn er einskis virði nema grafist sé fyrir um ástæður og reynt að átta sig á málinu.“ Ólafur bendir á að Íslendingar séu í hópi hinna Norðurlandaþjóð- anna fyrir utan Finna. Hann kveðst hafa margoft bent á að kennaramennt- un sé styttri hér en á öðrum Vesturlöndum. „Hér í Kennaraháskólan- um höfum við barist fyrir lengingu kennaramenntunarinn- ar, ekki í ár heldur áratugi og nú er menntamálaráðherra búinn að leggja fram frumvarp á þingi um lengda kennaramenntun. Við gleðjumst innilega yfir því,“ segir hann. ghs@frettabladid.is Foreldrar í naflaskoðun Fulltrúar skólastjóra og foreldra eru sammála um að kafa þurfi ofan í tölurnar að baki PISA-könnuninni. Rektor KHÍ segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. BERGÞÓRA VALSDÓTTIR KRISTINN BREIÐFJÖRÐ ÁTTU VON Á ÞESSU „Við komum ekkert hræðilega út úr þessu. Þetta er ekkert öðruvísi en við áttum von á,“ segir Ólafur Proppé, rektor KHÍ, um útkomu Íslendinga í PISA-könnuninni. Niðurstöðurnar sýna að unglingar margra annarra landa koma betur út en íslenskir unglingar. ÓLAFUR PROPPÉ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.