Fréttablaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 24
24 6. desember 2007 FIMMTUDAGUR Kvennaathvarfið hefur í dag starfað í 25 ár. Í tilefni þess bjóða aðstandendur samtakanna til sigurhátíð- ar í Ráðhúsinu og minnast allra þeirra 2.887 kvenna sem þar hafa dvalið. Þeirra kvenna sem flúið hafa ofbeldi maka síns er ekki minnst sem fórnarlamba heldur sigurvegara. „Já, ertu á leiðinni þangað, vina mín,“ segir góðlegur eldri leigu- bílstjóri þegar blaðamaður nefnir heimilisfang Kvennaathvarfsins sem áfangastað. Heimilisfang athvarfsins hefur ávallt verið hálfgert leyndarmál í þau 25 ár sem það hefur starfað. Er það gert af tillitsemi við þær konur og börn sem þangað hafa leitað og til að reyna að hindra að ofbeldismenn komi þangað. Staðsetningin er veitt í gegnum síma. „Það hafa sumir bílstjórar lent í vandræðum þegar konur biðja um að fara þangað en ég veit alveg hvar það er þótt ég þykist ekkert vita þegar karlmenn spyrja mig,“ bætir hann við. 25 ára starfi fagnað Þó að ekki viti allir hvar Kvenna- athvarfið er vita flestir hvers konar starfsemi hefur verið rekin þar. Fyrsta konan leitaði þar skjóls 6. desember 1982 og hefur Kvenna- athvarfið því verið starfandi í ald- arfjórðung en á þeim árum hafa 2.887 konur dvalið þar, oft ásamt börnum sínum. Af því tilefni bjóða aðstandendur athvarfsins til sigurhátíðar í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og verður dagskráin tileinkuð konunum sem brotist hafa út úr ofbeldissamböndum. Reynt verður að varpa ljósi á lífið í athvarfinu með minningar- brotum starfskvenna og dvalar- kvenna í gegnum tíðina auk þess sem sýnt verður brot úr kynning- armyndbandi um Kvennaathvarf- ið sem verið er að vinna og flutt verða ávörp og tónlist. Þótti hálfgerður óþarfi „Fólk var ekki á móti því að Kvennaathvarfið yrði stofnað, hins vegar voru efasemdir um að þörf væri fyrir það,“ segir Þór- laug Jónsdóttir, rekstrarstjóri Kvennaathvarfsins, þegar talið berst að viðbrögðum samfélagsins við stofnun þess árið 1982 fyrir 25 árum. Markmið Kvennaathvarfsins hefur frá upphafi verið að veita konum sem hafa orðið fyrir ofbeldi, og börnum þeirra, skjól gagnvart ofbeldismönnum og einnig að vinna forvarnastarf í því skyni að draga úr heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum. Auk þess sem þar er boðið upp á stuðnings- viðtöl við konur sem búa við, eða hafa búið við, heimilisofbeldi. Í bæklingi sem gefinn var út í tilefni tíu ára starfsafmæli athvarfsins var komu fyrsta barnsins minnst. Það var þriggja ára örþreyttur drengur sem hafði komið í fangi móður sinnar sem þangað leitaði tveimur dögum eftir að athvarfið var opnað en svo segir um komu hans: „Heima hafði enginn friður verið lengi, en þegar í athvarfið kom, sofnaði barnið og svaf svo lengi að læknir var kall- aður til. Hann kvað upp úr með að ekkert amaði að barninu; það hefði strax skynjað að það væri á örugg- um stað og svæfi því vært. Snáð- inn svaf í tvo og hálfan sólarhring, að mestu samfellt. Hann vaknaði aðeins til að drekka og athuga hvort mamma væri ekki enn þarna á rúmstokknum en sofnaði svo aftur.“ Best væri að geta lagt starfið niður Sigþrúður Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að upphaflega hafi athvarfið aðeins átt að starfa í skamman tíma til að vinna á þeim vanda sem væri. Konurnar sem að því stóðu unnu launalaust í byrjun og mikil vinna fór í að finna fé til rekstursins. „Besta afmælisgjöf athvarfsins væri auðvitað að vera orðið þarf- laust og hægt væri að leggja það niður,“ segir Sigþrúður og brosir. Tölur úr árskýrslu athvarfsins sýna þó að sjaldan hefur þörf fyrir starf- semina verið meiri og nú. Aldrei hafa fleiri komur verið skráðar í Kvennaathvarfinu en í fyrra en samtals voru þær 712. Margar kvennanna komu oftar en einu sinni en alls voru konurnar 318. Líkamlegt ofbeldi var oftar nefnt sem orsök komunnar en áður hafði tíðkast auk þess sem áverkar voru sýnilegri á fleiri konum en áður. Að meðaltali voru þrjár konur og þrjú börn í athvarfinu á degi hverjum. Meðalaldur barnanna var sex ára og höfðu þau einnig verið beitt ofbeldi í 60 prósentum tilvika. Sigþrúður segist vona að þessar tölur sýni ekki að heimilisofbeldi hafi aukist heldur sé skýringin á fjölguninni sú að fleiri konur leiti sér aðstoðar en áður. Tölur frá ríkislögreglustjóra sýni meðal annars að árið 2006 komu um 445 heimilisofbeldismál á borð lög- reglunnar. Hafa verður í huga að ekki eru öll tilkynnt tilvik skráð í málaskrá og má því gera ráð fyrir að tilfellin séu enn fleiri. Reynslan hefur þó sýnt að aðeins eitt prósent þessara mála endar með ákæru- meðferð. Sigþrúður og Þórlaug eru þó sammála um að vinnubrögð lög- reglu séu orðin mun betri en áður var og skilningur á sérstöðu þess- ara brota meiri. Þá geri dómarar sér betur grein fyrir að þegar um er að ræða heimilisofbeldi er sjaldnast um að ræða eitt einangr- að atvik eins og í öðrum ofbeldis- málum heldur hafi ofbeldið yfir- leitt verið viðvarandi í langan tíma. Sigurvegarar, ekki fórnarlömb „Heimilisofbeldi er sérstakt á þann hátt að gerandinn í þeim málum er nákominn þolandanum. Það er erfitt fyrir konur að sætta sig við þá staðreynd að maðurinn sem þær hafa elskað, jafnvel eign- ast börn með, og er stundum góður við þær sé ofbeldismaður. Það þarf mikið hugrekki til að rífa sig lausa úr slíkum aðstæðum og leita hjálpar meðal ókunnugs fólks eins og þær konur sem hingað koma gera. Þessa hugrekkis viljum við minnast. Þær eru ekki bara fórn- arlömb eða þolendur heldur sigur- vegarar,“ segir Sigþrúður. Skjól frá ofbeldi Á þeim árum sem Kvennaathvarf- ið hefur starfað hefur margt breyst í starfseminni. Það sem þær Þórlaug og Sigþrúður nefna sem brýnustu verkefni athvarfs- ins á næstunni er að bæta aðstöðu og þjónustu fyrir börn. Þá vilja þær sinna útlendum konum betur en eins og staðan er nú nýtast við- tölin sem veitt eru í athvarfinu þeim lítið vegna þeirra takmörk- uðu fjárráða sem athvarfið hefur úr að moða til túlkaþjónustu. „Svo verður húsnæðinu breytt og stækkað í sumar. það liggur því fyrir að hér verði allt í ryki á næst- unni, og jú reyndar rottum líka, segja þeir svartsýnustu,“ segir Sigþrúður og hlær ásamt Þór- laugu. „Kjarni Kvennaathvarfsins verður þó alltaf sá sami,“ bætir Þórlaug svo við og horfir á blaða- mann. „Það er að veita konum og börnum skjól undan ofbeldi.“ Skjól í Kvennaathvarfi í aldarfjórðung „Ég var ekki viss um að ég hefði orðið fyrir nægilega miklu ofbeldi til að geta leitað hjálpar, því það var á þessum tíma að mestu leyti andlegt,“ segir Kristín um fyrsta símtal sitt við starfskonur Kvennaathvarfs- ins. Það samtal átti sér stað 1985 og var hún þá 21 árs. Mánuði síðar hafði hún samband við vinafólk sitt og bað það um að aka sér í bæinn, pakkaði hljóðlega saman helstu nauðsynjum, tók þriggja ára dóttur sína í fangið og læddist út af heimili sínu. „Ég man að vinafólk mitt varð ekki einu sinni hissa þegar ég hringdi. Það sem ég hélt að væri svo mikið leyndarmál vissu allir.“ Kristín segist ekki hafa getað hugsað sér að leita ásjár ættingja sinna, þar sem eiginmaður hennar hefði þá getað elt hana uppi. „Ég var orðin svo hrædd nálægt þessum manni og vildi vera viss um að fá algeran frið í smá tíma. „Mér leið illa fyrsta sólarhringinn, skammaðist mín fyrir að hafa þurft að flýja. Ég hafði ekki tekið eftir þeim áverkum sem ég var með og það var ekki fyrr en ein starfskonan hvatti mig til að leita til læknis að ég fór að átta mig á því að þessi ákvörðun mín hefði verið fyrir bestu. Foreldrar mínir hringdu samt í mig og hvöttu mig til að drífa mig aftur heim og hætta þessari vitleysu. Þá bað ég um að vera ekki kölluð oftar í símann,“ segir hún en alls dvaldi hún í athvarfinu í tíu daga. Eiginmann sinn hitti Kristín ekki í tvo mánuði eftir að hún kom út úr athvarfinu þar sem hann hafði farið í meðferð. „Skömmu síðar tókum við svo ákvörðun um að halda sambandinu áfram,“ segir hún og dæsir en með kímni. „Ég var einu sinni ein af þeim konum sem sögðust ekki skilja hvers vegna konur leituðu ítrekað aftur í svona aðstæður en svo lærir maður að hlutirnir eru ekki svo einfaldir. Þegar við skildum árið 1995 var hann orðinn mjög ofbeldishneigður.“ Kristín gekk með fjórða barn þeirra undir belti þegar hún ákvað að hún yrði að skilja við mann sinn. Hann hafði þá nýlega misþyrmt henni svo að hún hafði meðal annars farið úr kjálkalið og þurft að láta athuga hvort ófætt barn þeirra hefði hlotið skaða af höggum hans. Í tvö ár eftir skilnaðinn ofsótti fyrrverandi maður hennar hana ítrekað. Svo alvarlegar voru árásir hans að hún er nú óvinnufær vegna áverka af hans völd- um. Það var ekki fyrr en hann var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi gagnvart henni að martröðinni lauk. Eldri börn hennar þrjú urðu einnig fyrir ofbeldi af hendi föður síns og vildu ekkert hafa með hann að sælda eftir skilnaðinn. „Barnavernd kom þá á umgengni undir eftirliti, síðar var dregið úr gæslunni en það gekk illa upp því þau voru svo hrædd við hann, hann fór svo að missa sig og var þá ákveðið hann myndi aðeins hitta þau undir eftirliti. Hann hefur ekki haft samband í mörg ár.“ „Ég var einu sinni kona sem hélt að Kvennaat- hvarf væri bara fyrir konur sem hötuðu karlmenn. Í dag veit ég betur. Þó að ég hafi verið ein í töluverð- an tíma meðan ég jafnaði mig á þeim samböndum sem ég hafði komið mér í er ég nú á leið í sambúð með yndislegum manni,“ segir hún og segir mikil- vægt að nota neikvæða lífsreynslu á jákvæðan hátt. Segist hún ávallt reyna að benda konum á að leita sér hjálpar hafi hún grun um að þær sæti einhvers konar ofbeldi af hendi maka. „Vitanlega kemur það fyrir að konur bregðast illa við slíkri uppástungu. En maður verður að reyna. Kvenna- athvarfið var alltaf minn bjarghringur. Ég gat alltaf leitað til þeirra og fengið ráðleggingar, þótt ég færi ítrekað ekki eftir þeim ráðum sem mér voru gefin gáfust þær aldrei upp á mér.“ Kvennaathvarfið var minn bjarghringur FRÉTTASKÝRING KAREN D. KJARTANSDÓTTIR karen@frettabladid.is Í GEGNUM TÍÐINA Myndin er tekin í fræðslumiðstöð Kvennaathvarfsins á Vesturgötu við Hlaðvarpan ár 1994. Tilefnið er blaðamannafundur þar sem tilkynnt var um nýtt starfs- og stjórnunarfyrirkomulag í athvarfinu. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Álfheiður Ingadóttir, Sjöfn Ingólfsdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Hildigunnur Ólafsdóttir, Ólöf Sigurðardóttir, Margrét Pála Ólafsdóttir. MYND/ÞÖK ERFIÐISVERK OG SNURFUS Það hefur ekki þurft að kalla út iðnaðarmenn til að sinna uppbyggingu Kvennaathvarfsins ef marka má þessa mynd. MYND/ÚR EINKASAFNI KVENNAATHVARFSINS FYRSTA KVENNAATHVARFIÐ Fyrsta hús- næði athvarfsins var við Lindargötu. Eins og sjá á var húsnæðið ekki glæsilegt í byrjun og unnu starfskonur þar launa- laust um tíma. MYND/ÚR EINKASAFNI KVENNAATHVARFSINS SKJÓL FYRIR KONUR OG BÖRN Vissulega hefur verið þröngt um það fólk sem dvalið hefur í Kvennaathvarfinu í gegn- um tíðina. Þar hefur þó alltaf verið skjól. MYND/ÚR EINKASAFNI KVENNAATHVARFSINS FRAMKVÆMDASTÝRA KVENNAAT- HVARFSINS Sigþrúður Guðmundsdóttir segir þær konur sem leitað hafa aðstoð- ar athvarfsins ekki fórnarlömb eða þolendur heldur sigurvegara. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÞJÓNUSTA KVENNAATHVARFSINS Athvarf, fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbæri- leg vegna andlegs eða líkamlegs ofbeldis eiginmanns, sambýlismanns eða annarra heimilismanna. Athvarfið er einnig fyrir konur sem hafa orðið fyrir nauðgun. Símaráðgjöf allan sólarhringinn í síma 561 1205. Konur geta hringt og rætt mál sín og fengið stuðning og upplýsingar. Ókeypis viðtöl, þar sem konur geta komið og fengið stuðning og upplýs- ingar án þess að til dvalar komi. Nauðsynlegt er að hringja áður í síma 561 1205 og panta tíma. Sjálfshjálparhópar, þar sem nokkrar konur hittast reglulega undir hand- leiðslu starfskonu Kvennaathvarfsins. Nauðsynlegt er að koma í viðtal áður. HEIMILISOFBELDI Krístín læddist út með þriggja ára dóttur sinni þegar hún mætti fyrst í Kvennaathvarf- ið. SVIÐSETT MYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.