Fréttablaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 82
62 6. desember 2007 FIMMTUDAGUR FÓTBOLTI Brasilíumaðurinn Ron- aldinho hefur ekki verið í náðinni hjá Frank Rijkaard að undanförnu en það hefur vakið mikla athygli og ófáar sögusagnir hafa sprottið upp. Það er stórfrétt í knatt- spyrnuheiminum að einn besti knattspyrnumaður heims sitji ítrekað á varamannabekknum hjá liðinu. Það hefur síðan bæst við að bróðir hans og umboðsmaður, Roberto de Assis Moreira, er mættur til Spánar og í gærmorg- un birti spænska stórblaðið Marca ásamt fleiri blöðum þar í landi frétt um það að Ronaldinho væri búinn að gera samning við Chelsea. Því hefur reyndar verið neitað af bróðir Ronaldinho en mörgum finnst of margar tilvilj- anir hljóta að benda til þess að eitthvað sé í gangi. Í samningi Ronaldinho við Barcelona, sem gildir til 2010, er brasilíski snillingurinn til sölu fyrir tæpa ellefu milljarða íslenskra króna en bróðir hans, Roberto de Assis Moreira, sér líka aðra leið í stöðunni. Samkvæmt heimildum Marca vill Chelsea fá Ronaldinho strax í janúar og er tilbúið að borga Barcelona um sex og hálfan millj- arð íslenskra króna fyrir hann. Í sömu frétt er talað um að Ronald- inho fái um sautján milljónir evra í árslaun sem gera um tvær og hálfa milljón í laun á dag. Samkvæmt reglum FIFA og Evrópusambandsins getur leik- maður hins vegar yfirgefið félag eftir að hafa klárað þrjú ár af samningi sínum þó svo að samn- ingurinn sé enn í fullu gildi. Það fylgir þó sögunni að Ronaldinho mætti þá ekki fara til annars liðs á Spáni og hann yrði að borga Bar- celona bætur sem gætu verið í kringum tæpa tvo milljarða íslenskra króna. Umræddur Roberto de Assis Moreira er nú staddur á Spáni og hitti fyrir spænska blaðamenn í gær. „Ég hef ekki fengið nein samningstilboð. Ég get ekki tekið við neinum tilboðum því þau eiga að fara til Barcelona. Spyrjið þá hvort þeir hafa fengið tilboð í Ronaldinho,“ sagði Roberto de Assis sem sagðist aðeins vera mættur á æfingasvæði Barcelona til þess að hitta bróður sinn en ekki til þess að ræða við forráða- menn Barcelona. Bróðirinn segir Ronaldinho vera ánægðan í Barcelona og að hann sé sáttur með samninginn sem gildir eins og áður sagði til ársins 2010. Roberto de Assis Moreira segir þó að á hverjum sunnudegi og á hverjum miðviku- degi breytist boltinn og að hlut- irnir geti gerst mjög hratt. Það hafa verið alls konar sögu- sagnir í gangi af hverju Frank Rijkaard hafi látið Ronaldinho dúsa á bekknum í síðustu leikjum. Ein af þeim er að dóttir Rijkaards, Linsey, hafi verið komin í sam- band með Ronaldinho. „Kærasti hennar er vissulega Brasilíumaður en það er ekki Ron- aldinho,” sagði Rijkaard aðspurð- ur en það er skiljanlegt að menn leiti ástæðna fyrir því að einn besti knattspyrnumaður heims sé orðinn varamaður. Fréttir af part- ílífi og slök frammistaða inni á vellinum hefur örugglega mikið með þetta að segja en um leið og hann sat á bekknum annan leikinn í röð var það ljóst að eitthvert ósætti væri í gangi á milli þeirra félaga. Það má því búast við vænum skammti af fréttum um Ronaldinho á næstu dögum og verður erfitt að átta sig á því hver sé hinn eini og sanni sannleikur málsins. ooj@frettabladid.is Tvær og hálf milljón á dag í boði Spænska stórblaðið Marca segir Ronaldinho vera búinn að semja við enska liðið Chelsea. Bróðir hans og umboðsmaður er staddur á Spáni en hefur hins vegar ekkert heyrt af neinu tilboði og bendir á Barcelona. HVAR SPILAR HANN Í JANÚAR? Ronaldinho hefur ekki fundið sig í síðustu leikjum en ástæðan fyrir því að hann er á bekknum er rót ótal sögusagna um framtíð kappans. Hér fagnar hann marki með okkar manni Eiði Smára Guðjohnen. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Brasilíski knattspyrnu- maðurinn Romário de Souza Faria, sem náði þeim merka áfanga að skora sitt þúsundasta mark á árinu, verður væntanlega þving- aður til þess að leggja skóna á hill- una. Romario hefur sagst sjálfur ætla að spila fram á nýárið en það gæti ekki orðið að veruleika taki aganefnd brasilíska knattspyrnu- sambandsins hart á þessu máli. „Ég er byrjaður að missa hárið og hef verið að taka þetta lyf í smá tíma,“ sagði hinn 41 árs gamli markaskorari á blaðamannafundi. „Ég tel að þetta mál muni ekki hafa nein áhrif á ferilinn minn. Ég er ekki að taka inn ólöglegt lyf, þetta lyf hefur ekkert haft að gera með frammistöðu mína inni á vell- inum og þetta er líka ekki í fyrsta sinn sem ég tek það,“ bætti Rom- ario við en hann fór að taka lyfið eftir að sköllóttir félagar hans mæltu með því. „Sköllóttir menn sem höfðu prófað þetta lyf mældu með því og það virkaði eins og þið sjáið,“ sagði Romario af sínu rómaða sjálfstrausti. Hann viðurkenndi enn fremur að hann hefði sætt sig við hármiss- inn og hefði aldrei tekið inn þetta lyf ef hann hefði vitað að það væri ólöglegt. Romario hefur dregið það að leggja skóna á hilluna þrátt fyrir að hafa fengið ótal ráð í eyra um að segja þetta gott. Hann stefndi hins vegar á það að skora 1000 mörk eins og Pele og náði því að eigin sögn með því að skora fyrir Vasco da Gama úr vítaspyrnu í maí síðastliðnum. Romario hefur þó verið gagn- rýndur fyrir það að inni í þessari tölu eru um 200 mörk sem hann hefur skorað fyrir unglingalið, varalið og í sýningarleikjum. FIFA óskaði honum til hamingju með afrekið en gaf jafnframt út að hann hefði „aðeins“ skorað 929 mörk í opinberum leikjum. - óój Brasilíska goðsögnin Romario er ekki hættur en væntanlega á leið í leikbann: Tók skallalyf og féll á lyfjaprófi SMÁ SKALLI Það verður að viðurkennast að Romario er aðeins farinn að missa hárið. Hér fyrir neðan skorar hann 1000. markið sitt í maí. NORDICPHOTOS/AFP BROSANDI Á BEKKNUM Ronaldinho hefur verið varamaður í síðustu tveimur leikjum Barcelona. NORDICPHOTOS/AFP BOX Þó svo að Bretinn Ricky Hatton sé ekki enn búinn að slást við Floyd Mayweather er hann þegar farinn að skipuleggja næsta bardaga. Hatton vill mæta Oscar de la Hoya og er verið að undirbúa sannkallaðan risabardaga á Wembley þar sem 80 þúsund manns gætu fylgst með bardag- anum. Hatton keppir á laugardag við Floyd Mayweather í einum mest spennandi bardaga í háa herrans tíð. Mayweather keppti síðast við De la Hoya og vann á stigum. - hbg Hatton vill mæta De la Hoya: Risabardagi á Wembley KÖRFUBOLTI Tindastóll hefur ráðið til sín nýjan erlendan leikmann. Liðið samdi í gær við Englending- inn Philip Perry sem mun leysa af Marcin Konarzewski sem varð að hætta að spila vegna meiðsla. Tindastólsliðinu hefur gengið ágætlega í upphafi tímabils, unnið þrjú leiki og tapaði aðeins með tveimur stigum fyrir toppliði Keflavíkur í síðasta leik. Perry verður fjórði erlendi leikmaður liðsins en liðið lék aðeins með þrjá í leiknum gegn Keflavík. Perry lék með b-liði KR í bikarnum á dögunum og var þá með 27 stig, 13 fráköst 6 stoð- sendingar og 5 stolna bolta. Konarzewski var með 16 stig og 8,1 frákast að meðaltali í þeim 8 leikjum sem hann lék með liðinu. - óój Iceland Express-deild karla: Tindastóll með nýjan mann LIÐSSTYRKUR Kristinn Friðriksson, þjálf- ari Tindastóls, hefur fengið Englending til að spila á Króknum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sendu sms BTC BMF Á númerið 1900og þú gætir unnið! Vinningar eru DVD myndir, varningur tengdur myndinni og margt fleira! SMS LEIKUR Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 49 k r/ sk ey tið . Kemur í verslanir 6. desember!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.