Fréttablaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 39
[ ]Stólar eru nauðsynlegir og setja mikinn svip á umhverfi sitt. Á hverju heimili er til uppáhaldsstóll sem gott er að sitja í, slaka á og láta hugann reika.
Á þessum árstíma eru margir að undirbúa heim-
ili sín fyrir jólahaldið og geymslurnar fyllast
af dóti. Kristinn Gestsson, framkvæmdastjóri
Ísoldar ehf., hefur lausnirnar á hreinu fyrir þá
sem vantar betra skipulag á geymsluna eða
bílskúrinn.
Kristinn segir Ísold hafa
flutt inn hillukerfi frá Metal-
sistem á Ítalíu allt frá árinu
1996 og vinsældir vörunnar
hafi farið sívaxandi síðan.
„Það sem gerir hillukerfið
svona vinsælt er annars
vegar að það býður upp á
nánast óendanlega mögu-
leika í samsetningu og hins
vegar hversu auðvelt er að
smella því saman,“ segir
Kristinn og bendir á að hill-
urnar séu skrúfufríar því
þeim sé smellt saman á ein-
faldan hátt. „Hillurnar eru
úr afskaplega léttu stáli og
allir gaflar eru samsettir
fyrirfram sem gerir eftir-
leikinn auðveldan,“ bætir
Kristinn við og nefnir sem
dæmi um notkunarmögu-
leika hillukerfisins að nokkrum sinnum hafa verið
hannaðar heilu eldhúsinnréttingarnar úr því.
Kristinn segir burðargetu hillnanna geysilega
mikla og eins sé hægt að fá ýmsar stærðir og auka-
hluti. „Við erum með útdraganlegar skúffur, hólf,
fataslár, skilrúmsplötur og fleira sem hægt er að
setja inn í hillukerfið auk vinnuborðs og verkfæra-
platna til að hengja á verkfæri og slíkt,“ segir Krist-
inn en starfsfólk Ísoldar veitir einstaklingum og
fyrirtækjum ráðgjöf um skipulag og uppsetningu á
hillukerfunum. „Annað hvort kemur fólk þá til okkar
með skissur sem við hönnum upp úr eða að við förum
á staðinn og veitum ráðgjöf um hvað hentar í hverju
rými fyrir sig,“ segir hann og tekur fram að fyrir ein-
staklinga séu hillukerfin vinsælust í geymslur og bíl-
skúra. „Svo setjum við mjög mikið af hillum inn í
sendiferðabíla af öllum stærðum og erum þegar
búnir að setja slíkar hillur í vel á annað þúsund bíla.
Það tekur stuttan tíma að setja hillurnar upp og hefur
komið mjög vel út enda sniðið að þörfum hvers og
eins.“
Loks segir Kristinn að Ísold bjóði upp á ýmislegt
fleira en hillukerfi fyrir fyrirtæki og nefnir sem
dæmi vinnustaða-, skóla- og skjalaskápa sem hafa
notið gríðarlegra vinsælda og milligólf með stiga og
handriðum sem eru þá sniðin að hverju húsnæði fyrir
sig. „Eins höfum við verið með heil mikið úrval af inn-
réttingum fyrir verslanir eins og panelinnréttingar
sem hægt er að festa á pinna, plasthillur, tréhillur og
margt fleira,“ segir Kristinn.
sigridurh@frettabladid.is
Endalausir möguleikar
Plastkassar í hillurnar fást af ýmsum stærðum og gerðum í Ísold og gera skipulag geymslunnar og bílskúrsins enn auðveldara.
Hillukerfin bjóða upp á endalausa möguleika á samsetningum
og hægt er að fá fjölda aukahluta inn í hillurnar eins og vinnu-
borð, skúffur, fataslár og plastkassa. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Kristinn Gestsson, fram-
kvæmdastjóri Ísoldar ehf.,
segir hillukerfin frá Metal-
sistem hafa notið mikilla
vinsælda frá því fyrirtækið
hóf innflutning á þeim árið
1996.
Villeroy & Boch / kringlunni / 533 1919
Gómsætar og girnilegar
brauðkökur frá Panettoni
Erum í Dugguvogi 2. Sími 557-9510
Verðdæmi:
Leðursófasett áður 239,000 kr
Nú 119,900 kr
Hornsófar tau áður 198,000 kr
Nú 103,000 kr
Hornsófar leður áður 249,000 kr
Nú frá 159,000 kr
• Leðursófasett
• Hornsófasett
• Sófasett með innbyggðum skemli
• Borðstofuborð og stólar
• Sófaborð
• Eldhúsborð
• Rúmgafl ar
Húsgagna
Lagersala
Nýjar vö
rur
Auglýsingasími
– Mest lesið