Fréttablaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 55
FIMMTUDAGUR 6. desember 2007 35 AF NETINU UMRÆÐAN Þróunarmál Föstudaginn 20. nóvember birt-ist grein eftir Hannes Hólm- stein Gissurarson í Fréttablaðinu þar sem hann fjallar um gagnsemi þróunaraðstoðar. Hannes heldur því fram, eins og hann hefur oft gert áður, að þróunaraðstoð gagn- ist þróunarríkjum lítið. Eins og áður telur Hannes upp nokkur dæmi máli sínu til stuðn- ings sem hann skipar í tvo flokka, „aðstoð án þróunar“, þ.e. lönd sem hafa þegið aðstoð en ekki sýnt árangur, og „þróun án aðstoðar“, þ.e. lönd sem hafa sýnt umtals- verðan árangur án þess að þiggja þróunaraðstoð. Dæmi Hannesar eru þessi: aðstoð án þróunar: Grænhöfðaeyjar og Tansanía, þróun án aðstoðar: „Austurálfu- tígrarnir“ svokölluðu; Suður- Kórea, Taívan, Hong Kong og Singapúr. Vandamálið með þessi dæmi er að Hannes hefur einfaldlega rangt fyrir sér varðandi þróun þessara ríkja. Skoðum nokkur dæmi nánar með hliðsjón af nýútkom- inni Þróunarskýrslu SÞ og öðrum gögnum, sem Hannes ætti e.t.v. að kynna sér nánar áður en hann birtir þessa yfirlýs- ingu aftur. Grænhöfða- eyjar þáðu þróunaraðstoð frá Íslendingum í mörg ár frá upphafi níunda ára- tugarins. Sú aðstoð byggð- ist að miklu leyti á van- þekkingu og reynsluleysi Íslendinga og hefur verið gerð nokkuð ítarlega grein fyrir því í skýrslum um þessu fyrstu skref okkar á þessum vettvangi. En Grænhöfðaeyjar hafa ekki aðeins fengið aðstoð frá Íslending- um heldur hafa Portúgalar verið duglegir að styðja við þá og gera enn. Þetta hefur haft mikil áhrif. Sam- kvæmt gögnum SÞ er þróun á Grænhöfðaeyj- um töluvert meiri en í verst settu löndum Afr- íku. Grænhöfðaeyjar eru annað af aðeins tveimur ríkjum sem SÞ hafa fært af lista vanþróuðustu ríkja heims og er þróun þar nú talin vera í meðal- lagi. Tansanía hefur ekki aðeins hlotið þróunaraðstoð frá hinum ýmsu aðilum heldur hefur líka stundað frjáls viðskipti við Evr- ópusambandið um margra ára skeið, með einhverjum hléum þó þegar þurfti að taka á gæðamálum. Þetta hefur skilað litlu til almenn- ings í Tansaníu og er vísitala þroskaskilyrða þar nokkuð lægri en meðaltalið fyrir Afríkuríki sunnan Sahara-eyðimerkurinnar, sem er vanþróaðasta svæði heims. Austurálfutígrarnir nutu allir umtalsverðrar þróunaraðstoðar frá sjötta áratug síðustu aldar allt fram á þann níunda frá alþjóða- stofnunum, Bandaríkjunum og sérstaklega frá Japan. Sérfræð- ingar eru sammála um að í þess- um tilfellum fór saman þróunar- aðstoð, vel skipulögð og skýr stefnumótun og sérstaklega þátt- taka Japana sem miðaðist að því að byggja upp öflugt viðskipta- svæði í Austur-Asíu. Það er sér- staklega vert að benda frjáls- hyggjupostulanum Hannesi á að í Singapúr hefur hin mikla miðstýr- ing innan ríkisins frá sjöunda ára- tug síðustu aldar skipt sköpum fyrir þróun þess þótt margir vilji meina að nú sé tímabært að aflétta henni. Þegar grannt er skoðað og dæmi Hannesar sett í víðara samhengi sýna þau að þegar þróunaraðstoð fer saman með markvissri og skýrri stefnumótun og vel skipu- lögðum verkefnum er hægt að bæta hag þróunarlanda umtals- vert. Höfundur er MA í stjórnun og stefnumótun alþjóðlegrar menntunar og þróunar. Gagnsemi þróunaraðstoðar TRYGGVI THAYER Hressar kerlur við Níl Nú eru þær búnar að kúga Egil Helgason og breyta Silfri hans, síðasta vígi karlrembunnar. Gott hjá þeim, sýnir hvað hægt er að gera, ef gagnrök eru lin. Verra er, að nú eru allir sérhópar seztir með skeiðklukku við Silfrið. Ég fór í þessu tilefni að lesa um Hatsepsut og Kleópötru, drottningar í Egyptalandi. Sú fyrri var uppi fyrir 3.500 árum. Tvítug rændi hún völdum af bróðursyni sínum barnungum, háði stríð við Mítanní til að afla herfangs og fékk stuðning hersins til að kúga klerkaveldið í Þebu. Hin síðari lifði fyrir 2.000 árum og hleypti vindi úr hverjum herstjóra Rómar á fætur öðrum. Jónas Kristjánsson jonas.is Kosið í Rússlandi Við sem bárum ábyrgð á kosninga- eftirliti hér í Rostov byrjuðum daginn snemma. [...] Okkur var alls staðar vel tekið og fólkið var almennt í hátíðar- skapi. Magnaður tónlistarflutningur var á kjörstöðum og þar var líka ýmislegt til sölu. Skreytingar voru á sumum stöðum, blóm og blöðrur. Í bænum Bataysk var tónlistarskóli staðarins með tónlistarflutning á kjörstað, 12 ára snáði spilaði á harm- onikku og ungar stúlkur á hljómborð. Sums staðar var okkur boðið upp á kaffi og smurt brauð eftir að við höfðum borið upp spurningar okkar sem við fengum greiðlega svör við. Það vakti athygli mína að nýir kjós- endur fengu gjafir, mánaðardagatal og súkkulaðistykki með hamingju- óskum. Valgerður Sverrisdóttir valgerdur.is Rökin fallin Lífeyrissjóðirnir halda áfram að bregðast. Ég tek undir með Sigur- steini Mássyni - ef þessar skerðingar þeirra á greiðslum til öryrkja fá að standa, þá eru rökin fyrir skylduaðild að lífeyrissjóðunum fallin. Ef lífeyris- sjóðirnir vilja bara vera sparisjóður, þá er langeinfaldast að leggja þá niður og fela sparisjóðunum bara verkefnið. Stefán Pálsson kaninka.net/stefan Íhaldið gerir grín Það er fljótsagt að heldur fór hér lítið fyrir garpskap Samfylkingar sem hafði áður uppi stór orð um umhverfis- stefnu síðustu ríkisstjórnarinnar enda fór það svo að Þórunni Sveinbjarnar- dóttur umhverfisráðherra fórst heldur óhönduglega við kynninguna og tókst ekki að ljúka lestri á minnis- blaðinu á þeim knappa ræðutíma sem skammtaður er í umræðu sem þessari í upphafi þingfundar. Bjarni Harðarson bjarnihardar.blog.is KYNNIR: STÓRTÓ NLEIKAR HVANND ALSBRÆ ÐUR OG LJÓTU HÁ LFVITAR NIR Á NASA v /AUSTUR VÖLL FÖSTUDA GINN 7. D ES. KL. 2 2.10 HÚSIÐ O PNAÐ KL . 21.00 / MIÐASA LA Á WW W.MIDI.I S MIÐAVER Ð KR. 1.5 00,- H Ö N N U N : G Ú S TI H A LL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.