Fréttablaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 66
 6. desember 2007 FIMMTUDAGUR Síðasta rannsóknarkvöld Félags íslenskra fræða á þessu haustmisseri verður haldið í kvöld kl. 20 í húsi Sögufélagsins í Fischersundi 3. Að þessu sinni er það bókmenntafræðingurinn Benedikt Hjartarson sem flytur erindi sem nefnist „Úr foraði evr- ópskrar nútímamenningar: Viðhorf til framúrstefnu í íslenskri menningar- umræðu þriðja áratugarins.“ Í erindinu fjallar Benedikt um viðtök- ur á evrópskri framúrstefnulist á Íslandi á þriðja áratugnum og tengir þær við umræðuna um framtíð íslenskrar menn- ingar. Í brennidepli verða skrif íslenskra rithöfunda, listamanna og mennta- manna um kúbisma, konstrúktívisma, fútúrisma, expressjónisma og dada. Benedikt beinir einkum sjónum að Guðmundi Einarssyni frá Miðdal, en hann var áberandi í hópi þeirra íslensku mennta- og listamanna sem skrifuðu beinskeytt gegn nokkrum „ismum“ tímabilsins. Benedikt Hjartarson er með meistaragráðu í almennri bók- menntafræði frá Háskóla Íslands. Hann vinnur nú að doktorsritgerð við háskólann í Groningen í Hollandi um evrópskar framúrstefnuhreyf- ingar á fyrri hluta 20. aldar og stefnuyfirlýsingar þeirra. Aðgangur að rannsóknarkvöldum Félags íslenskra fræða er ókeypis og öllum heimill. - vþ Forað rannsakað Galdur þessarar bókar og ótvíræð- ur áhrifamáttur – en boðskapur hennar undir lokin er bæði hvass og berorður – felst einfaldlega í því að skáldskapurinn sjálfur er þar fullþroska fegurð og lýrísk nautn, lesturinn jaðrar við fýsn. Efnis- tökin eru einkar heillandi, í senn falinn fjársjóður og einföld leiða- bók, listileg samfléttun samliggj- andi efnisþráða, hárfín klifun og stígandi með markvísum innri skír- skotunum og lúmskum leiðandi táknvísunum frá ljóði til ljóðs uns allt kemur saman í einum brenni- depli. Falleg bók, skemmtileg og yndislega vel ort. Íslensk nútíma- ljóðlist á áttvísri siglingu inn í spán- nýja öld. Bókin er nýtt upphaf. Skáldkon- an sendi frá sér Ljóðasafn fyrri ljóða fyrir tveimur árum og ýtir nú úr vör á ný á fengsælu fleyi sem leitar nýrra miða þótt andi í seglin frá fyrri tíð og aðdáendur skáld- konunnar munu þar kannast við frumleg stílbrögðin og kankvísan tóninn sem óspart myndar óvænt tengsl milli aðkallandi hugmynda og kveikir þannig sífellt nýja afleidda (hug)mynd sem ýmist getur kollsteypt öllum fyrri máls- rökum eða geirneglt upphaflegu forsenduna. Þann seið magnar skáldkonan ekki síst með mótsögn- um og þversögnum sem gjarnan hafa yfirbragð fjarstæðu, og yfir- skilvitlegu tímaskyni þar sem speglunin er ávallt tvísælis; fortíð og nútíð eru afleiðing framtíðar engu síður en orsök – og mótsagn- irnar eru raunverulegar og mæta lesandanum aldrei sem „dautt orð“ af því þær grundvallast á þeirri gullnu þversögn lífsins (sem er ein af forsendum menningarinnar) að sérhver er engum líkur þótt allir séu eins. Yrkisefnið er ástin. Ekki þó frá sjónarhóli frumspekinnar, engin Díótíma að dásama platónskan Eros, heldur íslensk kona (ljóðmæl- andinn) með ást á ljóði og manni og landi með kjöti og blóði þótt „hinn elskaði“ sé hugsanlega holdlaus. Svið bókarinnar er í fyrstu útlend borg og ástin beinist þar að einum manni en færist síðan óafvitandi gegnum ástarjátningar til „lengra komna“ að ströndum Íslands þar sem landið tekur við hlutverki „hins elskaða“ þótt „ástkonan“ sé hin sama. Samtímis þessum mjúku efnishvörfum á sér stað stigvax- andi breyting á ljóðforminu þar sem skáldskaparmálið verður stöðugt einfaldara og málfarið ljós- ara, áherslan færist frá lýrísku draumkenndu myndmáli og marg- ræðri sjálfsmeðvitaðri ljóðfegurð að mjúkum en stríðum og kapps- fullum tóni sem felur erindi sitt sífellt minna bak við tungumál skáldskaparins uns boðskapurinn og bókstafurinn eru beinlínis svipt- ir klæðum í blálokin. Og virkar – eins og ýtin nútíma arfsögn sprottin af hvatningu víðóma náttúru raddar sem tvíátta tímaskyn afstæðninnar krefst að sé berháttuð og teflt gegn eigin fjörtjóni án tafar – þótt ég verði að viðurkenna að lokaljóðið hafi valdið mér eilitlum vonbrigð- um. Athygli vekur að ástin í „nýju borginni“ (19-41) er algjörlega skil- yrt (ef, ef, ef) – að yfirlögðu ráði á skjön við tilfinningu fyrsta ljóðsins sem er óskilyrt og eilíf ástarjátning til ljóðsins eilífa og æðislega falleg byrjun þar sem orðið sigrar jafnvel dauðann – og virðist ekki eiga nokk- ur tök á því að losna úr þeim álög- um að vera óendurgoldin þar eð hinn elskaði er dagdraumur og staðleysa, en þarf þó ekki þar með að vera þversögn eða fjarstæða og ræður því m.a. tímaskyn bókarinn- ar sem minnir lesanda sinn á að „allt sem einu sinni var er langar leiðir áfram“ (63) en jafnframt „minning um ókomna tíð“ (23) – tíminn í bókinni er sumsé afstæður bæði í orði og verki og getur þá jafnvel kveikt funheit samskipti kynjanna þótt þau séu ekki til stað- ar í raun. Hin skáldlega blekking er þá ígildi þess sem elskaður er og hefur sama gjaldgengi – a.m.k. „í ljóði og draumi“ – og lesandinn getur leyst hann af hólmi og frelsað með eigin hamskiptum í eigin víð- áttum einsog hugurinn girnist. Og hið kvenlega birtist þá ekki síst í flæðinu, eilífu streyminu sem býr yfir krafti umbreytingar, vatni í öllum sínum myndum, uppsprettu ljóðorkunnar, næringu náttúrunnar og forsendu lífs á jörðu. Sköpun er kvenleg orka í ljóðunum og afl þeirra kvenlegur heiðinn sköpun- arkraftur, ást þeirra háleit og hold- leg í senn en efast um einræði kristninnar. Ástarjátningin til landsins og náttúrunnar er hugheil og trygg og á sér trúverðuga rót sem liggur umvafin skáldskapnum djúpt í gegnum sögu lands og þjóð- ar að fyrsta lífsmarki. Lesandi góður, lestu þessa bók, hún er falleg og frísk eins og síð- asta blómið, fyndin og yndisleg, þér líður snöggtum betur á eftir, ljóð- listin er unaður, erindið brýnt. Þetta er bók sem ætlar þér nýtt og „æðra hlutverk“, hún skorar á þig að skor- ast ekki undan. Þú átt leik. Sigurður Hróarsson Þátturinn Hlaupanótan, sem er á dagskrá Rásar 1, og verslun- in 12 Tónar standa fyrir áhugaverðum tónleikum síðdegis í dag. Tónlistarmaður- inn Kippi Kaninus mun leika tónlist sína fyrir gesti í húsnæði verslunarinnar á Skólavörðustíg 15, en tónleik- unum verður jafnframt útvarpað beint á Rás 1 að loknum fjögurfréttum. Þetta eru aðrir tónleikar í þessu nýstárlega samstarfi Hlaupanótunnar og 12 Tóna, en áður lék Davíð Þór Jónsson fyrir gesti verslunarinnar og hlustendur Rásar 1 við frábærar undirtektir. Tónleikarnir hefjast kl. 16.13 og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. - vþ Kippi á öldum ljósvakans BÓKMENNTIR Ástarljóð af landi Steinunn Sigurðardóttir. ★★★★ Fjórar skærar ástarstjörnur Nú á lesandinn leikinn KIPPI KANINUS Leikur í verslun 12 Tóna í dag. AF TVÍDÆGRU Mynd eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal, en um skrif hans verður fjallað á rannsóknar- kvöldinu í kvöld. Nasa 8. desember Ball ársins ! Forsala á Nasa 7. des frá kl. 13 - 16. Mi aver : 1.500.- Tryggi ykkur mi a í tíma 7. og 8. des uppselt 30. des Þjóðleikhúsið um helgina Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00 mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Leitin að jólunum lau. 8/12, sun. 9/12 uppselt Hjónabandsglæpir fös. 7/12, lau. 8/12 síðustu sýningar Óhapp! sun. 9/12 allra síðasta sýning Skilaboðaskjóðan sun. 9/12 (aukasýn.) örfá sæti laus Konan áður sun. 9/12 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.