Fréttablaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000
FIMMTUDAGUR
6. desember 2007 — 332. tölublað — 7. árgangur
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL.
Nadia Banine er flestum sjónvarpsáhorfendum
kunn og dylst engum að þar er smekkmann-
eskja á ferð. Yfirleitt hafa föt ekke t étilfinni
þar sem pabbi minn er frá Marokkó “ bæti hú
Nadia segir marg tíi
Klæðskerasaumaður kaftan
Vinkona Nadiu gaf henni þennan límónugræna silki-kaftan í Marrakesh.
HOLLT OG GOTTÁvaxtabíllinn ekur heim að dyrum með alls konar ávexti og
hollusturétti.
HEILSA 4
VANDAÐ Á BÖRNINÍ vefnaðarvöruversluninni Seymu má nú fá falleg og vönduð barnaföt sem eru flutt inn frá Ítalíu.
TÍSKA 2
SMÁRALIND OG NÁGRENNI
Piparkökugerð í
Smáralind
Sérblað um verslun, þjónustu og veitingar
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
smáralind og nágrenni
FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2007
Konur ruddu
brautina
Sjötíu og fimm ár
liðin frá setningu
Barnaverndarlaga.
TÍMAMÓT 40
Náum lendingu
Guðmundur Ingi Markússon
trúarbragðafræðingur bendir á
leið sem tryggir skólafræðslu um
trúarbrögð og sem allir foreldrar
gætu sætt sig við.
UMRÆÐAN 38
Friðrik fer-
tugur í dag
Fékk aukahlut-
verk í kvikmynd í
afmælisgjöf.
FÓLK 66
NADIA BANINE
Eignaðist sérstaka flík í
Marrakesh í Marokkó
tíska heilsa heimili
Í MIÐJU BLAÐSINS
LÖGREGLUMÁL Kynferðisbrotadeild
lögreglunnar á höfuðborgarsvæð-
inu hefur á árinu haft afskipti af
sex konum sem vitað er að komu
hingað til lands til að stunda vændi.
Rökstuddur grunur leikur á að
þær hafi komið hingað á vegum
dólga í heimalandinu.
Þá hefur lögreglan á Suðurnesj-
um haft afskipti af tíu til fimmtán
konum við komu þeirra til landsins
af sömu ástæðum. Ekkert þessara
mála hefur þó leitt til lögreglu-
rannsóknar þar sem konurnar hafa
allar neitað að tjá sig nánar um
hagi sína.
Eftir breytingar á almennum
hegningarlögum fyrr á árinu má
nú stunda vændi á Íslandi. Hafi
þriðji maður hins vegar atvinnu
eða viðurværi sitt af vændi ann-
arra skal hann sæta fangelsi allt að
fjórum árum.
Konurnar sem kynferðisbrota-
deild hafði afskipti af komu frá
Brasilíu, Portúgal og Rússlandi.
„Konurnar sögðust vera á eigin
vegum en sterkur grunur leikur á
að þær hafi verið sendar af þriðja
manni eða fyrirtæki,“ segir Björg-
vin Björgvinsson, yfirmaður kyn-
ferðisbrotadeildar. „Þeim hefur
verið boðin aðstoð en þær þiggja
hana ekki. Þær koma sér fyrir hér
en staldra stutt við.“
Jón Pétur Jónsson, aðstoðar-
yfirlögregluþjónn segist hafa orðið
var við að konur komi hingað til
lands í því skyni að stunda vændi.
„Stundum eru konur tilbúnar til að
segja okkur að þær séu að koma
hingað í þeim tilgangi að selja sig.
En þær eru ekki tilbúnar að tjá sig
nánar um það við löggæsluna,“
segir Jón Pétur. „Þetta eru tiltölu-
lega erfið mál og erfitt að finna
nægilegar sannanir til að geta
farið út í málssókn.“ - jss
Dólgar flytja vændis-
konur til landsins
Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglan á
Suðurnesjum hefur haft afskipti af allmörgum erlendum konum sem komið
hafa hingað til lands til að selja sig. Þær neita að tjá sig nánar um hagi sína.
Síðasti skiladagur
fyrir jólakort
utan Evrópu
er á morgun
Mamma
segir,
mamma
segir
www.postur.is
SIMPLY CLEVER
ER MEÐ SEX LOFTPÚÐUM
www.kornax.is
- veldu ferskasta hveitiÐ!
RÓLEG NORÐLÆG ÁTT um allt
land. Hiti um eða undir frostmarki,
með slyddu eða snjóéljum við suð-
vestur- og norðausturströndina.
VEÐUR 4
VIÐSKIPTI „Erlent eignarhald
fyrirtækja í Kauphöllinni var um
41 prósent í
september,“
segir Þórður
Friðjónsson,
forstjóri
Kauphallarinar.
Þetta hlutfall
var 27 prósent á
sama tíma fyrir
ári. Þórður telur
að hluti af þessu
sé fólginn í því
að Íslendingar
geymi hlutabréfaeign í erlendum
félögum. - ikh/ sjá síðu 32
Bréf í erlendum félögum:
Vaxandi erlent
eignarhald
ÞÓRÐUR
FRIÐJÓNSSON
ÞÝSKALAND Þjóðverji á sextugs-
aldri hefur verið sektaður um sem
nemur fjörutíu þúsund krónum
fyrir að aka of hratt í hjólastól.
Lögreglan í bænum Geseke mældi
hann á rúmlega 64 kílómetra
hraða á klukkustund, um það bil
tvöföldum hámarkshraða, á
verslunargötu í bænum.
Samkvæmt fréttavef Ananova
viðurkenndi maðurinn að hafa
breytt rafmótor hjólastólsins
þannig að hann kæmist hraðar.
Hann spænir ekki upp göturnar í
Geseke í bráð því hjólastóllinn
var gerður upptækur. - sþs
Geystist um götur Geseke:
Stöðvuðu öku-
fant í hjólastól
Keppir í Hollandi
Ragnheiður Ragnars-
dóttir, sundkona úr
KR, keppir á sterku
móti í Eindhoven.
ÍÞRÓTTIR 58
VEÐRIÐ Í DAG
FJÖLSKYLDUM HJÁLPAÐ Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra heimsótti Fjölskylduhjálp Íslands í Eskihlíð í gær. Hrannar
B. Arnarsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, var með í för og nutu þau leiðsagnar Ásgerðar Jónu Flosadóttur, formanns
Fjölskylduhjálparinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR
FÉLAGSMÁL „Ég legg áherslu á að
þetta er bara skref, við erum alls
ekki hætt,“ segir Geir H. Haarde
forsætisráðherra um aðgerðir
ríkisstjórnarinnar í þágu aldr-
aðra og öryrkja, sem kynntar
voru í gær.
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra tekur undir þetta.
„Stóra málið er eftir,“ segir hún
og vísar til gagngerrar endur-
skoðunar á almannatrygginga-
kerfinu.
Samkvæmt yfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar miðast aðgerðirnar
meðal annars við að skerðing
tryggingabóta vegna tekna maka
verði afnumin, frítekjumark
vegna atvinnutekna ellilífeyris-
þega hækki í 100.000 krónur og að
dregið verði úr of- og vangreiðsl-
um tryggingabóta.
Almennur fögnuður ríkir um
aðgerðirnar. Formaður Félags
eldri borgara og formaður
Öryrkjabandalagsins segja þó að
aðgerðirnar hefðu mátt koma
fyrr. Formaður Vinstri grænna
segir þær hafa mátt vera rausn-
arlegri og formaður Framsóknar-
flokksins óttast að verðbólgu-
draugurinn kunni að láta á sér
kræla. - kóþ, - bj / sjá síðu 6
Forsætisráðherra um fimm milljarða króna aðgerðir í þágu öryrkja og aldraða:
Við erum alls ekki hætt
LÖRGEGLUMÁL Ráðist var á
leigubílstjóra í Hátúni í Reykja-
vík um klukkan hálf tíu í gær-
kvöldi. Bílstjórinn slapp með
minni háttar áverka. Árásarmað-
urinn flúði af vettvangi, og
leituðu lögreglumenn hans þegar
Fréttablaðið fór í prentun.
Að sögn lögreglunnar var um
tilraun til ráns að ræða. Ekki
fengust frekari upplýsingar um
árásina að svo stöddu, en málið er
í rannsókn hjá lögreglunni. - sþs
Flúði eftir tilraun til ráns:
Réðst á leigubíl-
stjóra í Hátúni