Fréttablaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 4
4 6. desember 2007 FIMMTUDAGUR
Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val
á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18.
Opið virka daga: 10-18
Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500
BANDARÍKIN, AP George W. Bush
Bandaríkjaforseti segir að írönsk
stjórnvöld standi nú frammi fyrir
tveimur kostum: „Íranar geta gert
hreint fyrir sínum dyrum gagn-
vart alþjóðasamfélaginu um það
hve viðamikla kjarnorkustarfsemi
þeir stunda,“ sagði Bush í gær,
„eða þeir geta haldið áfram að ein-
angrast.“
Þetta sagði Bush daginn eftir að
greint var frá nýrri skýrslu frá
leyniþjónustu Bandaríkjanna þar
sem sagði að engar vísbendingar
væru um að Íranar hefðu nein
áform um að koma sér upp kjarn-
orkuvopnum.
Bush ætlar að halda áfram að fá
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
til þess að beita Írana þrýstingi í
þeim tilgangi að fá þá til að hætta
auðgun úrans, sem Íranar segja
eingöngu gert í friðsamlegum til-
gangi en sem gæti þó nýst þeim til
þess að búa til kjarnorkuvopn
síðar meir.
„Það er greinilegt af nýjasta
leyniþjónustumatinu að íranska
stjórnin þarf að gefa frekari skýr-
ingar á kjarnorkuáformum sínum
og fyrri verkum,“ sagði hann.
Mahmoud Ahmadinejad Írans-
forseti hrósaði hins vegar sigri
eftir að nýja leyniþjónustumatið
var birt opinberlega: „Þetta er
yfirlýsing um sigur írönsku þjóð-
arinnar á stórveldum heimsins í
kjarnorkumálinu,“ sagði hann þús-
undum stuðningsmanna sinna í
Ilam-héraði þar sem hann var á
ferð í gær.
„Það er þrautseigju ykkar að
þakka að þeir sem vilja okkur illt
hafa nú verið skotnir í kaf.“
Mohamed ElBaradei, fram-
kvæmdastjóri Alþjóðakjarnorku-
eftirlitsins, segir hins vegar að
með skýrslu bandarísku leyni-
þjónustunnar opnist nýtt tækifæri
til þess að semja með friðsamleg-
um hætti. Hann segir að Íranar
ættu að nota þetta tækifæri til að
sanna að kjarnorkuáform þeirra
séu eingöngu friðsamleg.
Í skýrslu bandarísku leyniþjón-
ustunnar er fullyrt að Íranar hafi
árið 2003 hætt við öll áform um að
koma sér upp kjarnorkuvopnum.
Rússar sögðust hins vegar í gær
ekki sannfærðir um að Íranar hafi
nokkurn tímann haft uppi áform
um að koma sér upp kjarnorku-
vopnum.
„Þau gögn sem við höfum séð
gera okkur ekki kleift að segja
með neinni vissu að Íran hafi
nokkru sinni haft kjarnorkuvopna-
áætlun,“ sagði Sergei Lavrov,
utanríkisráðherra Rússlands,
þegar hann var spurður um nýja
bandaríska leyniþjónustumatið.
gudsteinn@frettabladid.is
Bush hótar Írönum
enn refsiaðgerðum
Mahmoud Ahmadinejad hrósar sigri en George W. Bush skorar á Írana að gera
hreint fyrir sínum dyrum. Nýtt mat bandarísku leyniþjónustunnar á stöðu
kjarnorkumála í Íran er staðfesting á mati Alþjóðakjarnorkueftirlitsins.
AHMADINEJAD FAGNAR Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti átti góða stund með
stuðningsmönnum sínum þegar hann var á ferð í vestanverðu Íran í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
TAÍLAND, AP Taílendingar fögnuðu
í gær áttræðisafmæli konungs
síns, Bhumibols Adulyadej, með
hátíðarhöldum og bænastundum
auk þess sem landsmenn klædd-
ust gulu, lit sem táknar hollustu
við þjóðhöfðingjann.
Bhumibol hefur verið konungur
í 61 ár, lengur en nokkur annar
núlifandi þjóðhöfðingi. Í stjórnar-
tíð sinni hefur hann þó ekki nema
sex sinnum komið fram opinber-
lega á svölum konungshallarinnar
í Bangkok.
Bhumibol hefur haft mikil áhrif
á þjóðlífið í Taílandi á valdatíð
sinni og þykir eiga stóran þátt í
þeim stöðugleika sem þar ríkir.
- gb
Taílandskonungur áttræður:
Taílendingar
klæddust gulu
KONUNGURINN Í HÁSÆTI SÍNU Bhumi-
bol Adulyadej fagnaði með þjóð sinni í
gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
NEYTENDUR Bónus hefur innkallað
tegund af sprittkertum, vegna
kvörtunar viðskiptavinar um að
kerti hafi
sprungið og
orðið alelda.
Samkvæmt
fréttatil-
kynningu
hvetja
forsvars-
menn
fyrirtækis-
ins fólk til
að taka enga
áhættu
heldur skila
kertunum í
næstu
verslun fyrirtækisins.
Kertin eru seld í pokum með
fimmtíu stykkjum. Þau eru frá
einum stærsta kertaframleiðanda
í Evrópu, og er málið í skoðun
þar. Kertin hafa verið tekin úr
hillum í Bónus þangað til
niðurstaða fæst í málið hjá
framleiðandanum. - sþs
Sprungu og urðu alelda:
Kerti tekin úr
hillum í Bónus
SPRITTKERTI Strika-
merkið á pokunum
sem innkallaðir hafa
verið er 20037932.
Krefjast skaðabóta
Tvær sænskar konur halda því fram
að þekktir stjórnmálamenn hafi verið
viðskiptavinir þeirra þegar þær voru
vændiskonur í Svíþjóð sem fjórtán
ára börn. Konurnar krefjast þess að
sænska ríkið greiði þeim skaðabætur
fyrir að hafa þaggað málið niður í
áranna rás. Þetta kom fram í sænska
blaðinu Dagens Nyheter í gær. Stjórn-
málamennirnir hafna því að hafa
verið viðskiptavinir kvennanna.
SVÍÞJÓÐ
! #
$
%
% &
'(
)&
*
#
$
+,- ./,- +,- 01
2,- 01
2,- .3,- .4,- ..,- ./,- ./,- 01
.5,- ..,- 01
.+,-6 01
.4,- 77,-6 01
!
"#
$
#%
&& $
'()*+,,+-.*
, /01
2 0/03
89"! :"
89"
(
;
(
4!
'$5#
#
6
6
ALÞINGI Þingmenn stjórnarand-
stöðunnar deildu harkalega á
stjórnvöld fyrir að veita ekki upp-
lýsingar og gögn um sölu eigna á
fyrrverandi varnarsvæði á Kefla-
víkurflugvelli.
Geir H. Haarde forsætisráðherra
flytur Alþingi skýrslu um málið í
dag, og kvörtuðu þingmenn yfir því
að fá ekki umbeðin gögn til að geta
búið sig undir umræður.
Atli Gíslason, þingmaður Vinstri
grænna, segir að grunur leiki á því
að eignir hafi verið seldir á óeðli-
lega lágu verði, og sömu menn sitji
beggja vegna borðsins við söluna.
Atli sagði fulla ástæðu til að
ætla að maðkur sé í mysunni þegar
umbeðin gögn berist ekki þing-
mönnum, sem þó hafi stjórnar-
skrárbundnu hlutverki að gegna
við að hafa eftirlit með fram-
kvæmdavaldinu.
Grétar Mar Jónsson, þingmað-
ur Frjálslynda flokksins, sagði
það ekki eðlilegt að formaður
skipulagsnefndar væri einnig
hluthafi í einu félaganna sem
braski með eignirnar.
Árni M. Mathiesen fjármála-
ráðherra sagði það ekki rétt að
gögnum sé haldið frá þingmönn-
um. Umbeðin gögn séu hjá Ríkis-
endurskoðun, og ríkisendurskoð-
andi meti þau svo að þar séu
viðkvæmar upplýsingar um
þriðja aðila. Því fái þingmenn
ekki umbeðin gögn, en verið sé að
ganga frá því að ríkisendurskoð-
andi kynni þeim gögnin fyrir
þingfund í dag. - bj
Krefjast gagna um eignasölu ríkisins á fyrrum varnarsvæði á Keflavíkurflugvelli:
Maðkur í mysunni við söluna
STÖRF ÞINGSINS Langar umræður fóru
fram undir heimildum til að ræða fund-
arstjórn forseta. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ALÞINGI Stefnt er á að bjóða út
gerð Bakkafjöru og smíði og
rekstur nýrrar ferju sem þjóna á
Vestmannaeyjum í desember.
Þetta kom fram í máli Kristjáns
L. Möller samgönguráðherra í
umræðum á Alþingi í gær.
Árni Johnsen, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi
harðlega á þingi í gær að ekki
stæði til að kaupa nýja ferju í stað
Herjólfs til að brúa bilið þar til
Bakkaferja taki við. Herjólfur sé
löngu kominn á aldur, og verði nú
frá vegna viðgerða í tvo daga.
Guðni Ágústsson, formaður
Framsóknarflokksins, tók undir
með Árna, og sagði nauðsynlegt
að fá nýja ferju í stað Herjólfs. - bj
Bakkaferja og höfn boðin út:
Vilja nýja ferju í
stað Herjólfs
AUSTURRÍKI, AP Austurrísk kona
sem vaknaði upp í miðri skurðað-
gerð á kviðarholi en var ófær um
að gera læknunum vart um þann
gífurlega sársauka sem hún fann
fyrir fékk í gær tæpar 700.000
krónur í bætur samkvæmt
dómsúrskurði.
Konan, sem er 62 ára eftir-
launaþegi, hafði sóst eftir
tæplega 3,5 milljónum króna
fyrir andlega og líkamlega
þjáningu vegna aðgerðarinnar
sem var gerð í október árið 2002.
Rétturinn hafnaði því þó þar sem
ónógar sannanir væru fyrir að
konan hefði náð fullri meðvitund í
aðgerðinni. - sdg
Gat ekki gert læknum viðvart:
Vaknaði upp í
miðri aðgerð
Það er greinilegt af nýj-
asta leyniþjónustumatinu
að íranska stjórnin þarf að gefa
frekari skýringar á kjarnorku -
áformum sínum.
GEORGE W. BUSH
FORSETI BANDARÍKJANNA
GENGIÐ 05.12.2007
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
120,7124
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
62,08 62,38
126,63 127,25
91,38 91,9
12,253 12,325
11,316 11,382
9,723 9,779
0,5628 0,566
98,46 99,04
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR