Fréttablaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 58
38 6. desember 2007 FIMMTUDAGUR
SEND IÐ OKK UR LÍNU
Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál-
efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn orð. Ein göngu
er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari
leið bein ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi
eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt-
inga og til að stytta efni.
UMRÆÐAN
Sjávarútvegsmál
Þann 8. nóvember síðastliðinn kynnti utanríkisráðherra þá
áherslubreytingu að norðurslóðir
væru nýtt kjarnamál í íslenskri
utanríkisstefnu, að málið hefði
verið sett í forgang í ráðuneytinu
og heildstæð stefna varðandi
norðurslóðir væru nú í vinnslu.
Þetta er fagnaðarefni.
Málefni hafsins eru mikilvæg-
asta hagsmunamál íslensku þjóð-
arinnar í utanríkismálum. Öll
önnur falla í skugga þeirra. Enn-
fremur eru þetta þau málefni þar
sem Ísland nýtur mests trausts á
alþjóðavettvangi og er mála-
flokkur þar sem íslensk reynsla
og þekking getur haft raunveru-
lega þýðingu á þróun alþjóða-
mála. Ungir sjálfstæðismenn
hafa löngum lagt áherslu á að í
alþjóðamálum geri fulltrúar
Íslands sig nýtilega með því að
beina kröftum sínum einkum að
þeim málum þar sem þeir hafa
raunverulegra hagsmuna að gæta
fyrir Íslands hönd og geta í krafti
sérþekkingar verið í farar-
broddi.
Í sögulegu tilliti eru málefni
hafsins í algjörum sérflokki
þegar kemur að áhrifum Íslands
á alþjóðlegum vettvangi. Þá
hefur það styrkt stöðu Íslands í
þessum málaflokki að hafa borið
gæfu til þess að nýta hinar end-
urnýjanlegu auðlindir sjávar-
stofna á sjálfbæran hátt og fund-
ið til þess kerfi sem litið er til
öfundaraugum víðast hvar. Nauð-
synlegt er að Ísland haldi áfram
að verja hagsmuni sína á þessu
sviði af fullum krafti. Ungir sjálf-
stæðismenn vilja benda á tvö
mikilvæg atriði er þjóna því
markmiði og varða framtíðar-
hagsmuni Íslands.
I. Svalbarði
Fyrst ber að nefna málefni eyja-
klasans Svalbarða í Norður-
íshafi. Svalbarði nýtur sérstakr-
ar stöðu í þjóðarétti. Um
landsvæðið gildir sérstakur
samningur frá 1920. Samningur-
inn kveður á um yfirráð Noregs
yfir eyjunum, en frá þeirri meg-
inreglu eru mikilvægar undan-
tekningar, meðal annars eiga
ríkisborgarar aðildarríkja og
skip þeirra skýrt og ótvírætt
sama rétt og Norðmenn til veiða
á sjó og landi en Norðmönnum
er heimilt að grípa til verndarað-
gerða. Þær verða þó að koma
jafnt niður á borgurum aðildar-
ríkjanna. Ástæða þess að Noregi
voru falin yfirráð á eyjunum var
nálægðin við eyjarnar. Með
þeirri skipan mála var ekki ætl-
unin að veita Noregi sérstakan
efnahagslegan ávinning. Þvert á
móti var það annað markmið
samningsins að tryggja rétt ann-
arra ríkja til auðlindanýtingar á
eyjunum sem þau höfðu áður
notið meðan þær voru einskis
manns land.
Norðmenn lýstu yfir 200 sjó-
mílna fiskverndarsvæði
umhverfis Svalbarða þann 3.
júní 1977. Mörg ríki mótmæltu,
meðal annars Sovétríkin og
Ísland. Þekktir sérfræðingar á
sviði hafréttar hafa bent á að 200
sjómílna svæðið umhverfis Sval-
barða verði að byggjast á ríkis-
yfirráðum Noregs á Svalbarða
og þar af leiðandi á Svalbarða-
samningnum.
Í Morgunblaðinu þann 29.
febrúar 1996 er haft eftir Hall-
dóri Ásgrímssyni þáverandi
utanríkisráðherra að undirbún-
ingur að málsókn á hendur Nor-
egi fyrir Alþjóðadómstólnum í
Haag hafi farið fram í utanríkis-
ráðuneytinu. Þann 17. ágúst 2004
samþykkti ríkisstjórn Íslands að
hefja undirbúning að því að vísa
deilu Íslendinga og Norðmanna
um síldveiðar á Svalbarðasvæð-
inu til Alþjóðadómstólsins.
Umrædd deila snýst í grunninn
um heimild Norðmanna til að
setja reglur sem eiga sér ekki
stoð í Svalbarðasamningnum.
Ungir sjálfstæðismenn telja
ekki lengur til setunnar boðið og
hafa ályktað að ef samkomulag
náist ekki eða ef lok Svalbarða-
deilunnar séu ekki í sjónmáli
fyrir árslok 2008 eigi Ísland, eitt
eða í samráði við önnur aðildar-
ríki Svalbarðasamningsins, að
draga Noreg fyrir Alþjóðadóm-
stólinn til að útkljá deiluna svo
skorið verði úr um réttarstöð-
una.
II. Aðlægt belti
Samkvæmt 33. gr. hafréttarsamn-
ings Sameinuðu þjóðanna frá 1982
geta strandríki tekið lögsögu á
svokölluðu aðlægu belti sem ligg-
ur að landhelginni. Slíkt belti má
ekki ná lengra en 24 sjómílur frá
grunnlínunum sem víðátta land-
helginnar er mæld frá. Á aðlæga
beltinu getur strandríkið farið
með nauðsynlegt vald annars
vegar til að afstýra brotum á
lögum og reglum þess í tolla-,
fjár-, innflytjenda- eða heilbrigð-
ismálum í landi eða landhelgi
þess og hins vegar til að refsa
fyrir brot á umræddum lögum og
reglum sem framin eru í landi
eða landhelgi þess.
Benda verður á að réttindin
sem fylgja efnahagslögsögunni
taka ekki til þeirra málaflokka er
fylgja aðlæga beltinu. Þrátt fyrir
að aðlæga beltið feli ekki í sér
stækkun á yfirráðasvæði ríkja er
hafa tekið sér efnahagslögsögu
fjölgar málaflokkunum sem ríkin
hafa forræði yfir á svæðinu sem
aðlæga beltið tekur til.
Vegna breyttrar stöðu í örygg-
is- og varnarmálum Íslendinga
sem og fyrirhuguðum stóraukn-
um skipasiglingum um norðurhöf
teljum við að upptaka slíks beltis
sé einn liður af mörgum sem
skynsamlegt er að ráðast í. Með
því fengi Landhelgisgæslan rýmri
heimildir til eftirlits í veigamikl-
um málaflokkum.
Þórlindur er formaður og Bjarni
stjórnarmaður í Sambandi ungra
sjálfstæðismanna.
Dýrmætustu utanríkishagsmunir Íslands
Eru kristin fræði
trúarbragðafræði?
UMRÆÐAN
Trúmál
Í umræðu undanfar-inna daga um trú og
skólamál hefur borið á
því að kristin fræði séu
lögð trúarbragðafræð-
um að jöfnu.
Í laugardagsfréttum
RÚV andmælti Þorgerð-
ur Katrín menntamála-
ráðherra gagnrýni
einhverra sem hún sagði „vilja
fá alla trúarbragðafræðslu úr
skólunum, hvort sem það eru
kristin fræði eða annað“. Tvennt
vakti athygli mína við þessi
ummæli. Í fyrsta lagi hefur
enginn, mér vitanlega, talað um
að fá trúarbragðafræðslu úr
skólunum. Þvert á móti hefur
verið talað fyrir fræðslu um
trúarbrögð. Í öðru lagi er erfitt
að losna við það sem ekki er til
staðar. Eins og málin standa er
engin kerfisbundin trúarbragða-
fræðsla í skólum landsins.
Námsefnið einkennist af
ofuráherslu á ein trúarbrögð –
kristni. Til að sjá þetta betur er
gott að taka tungumálakennslu
sem dæmi. Ef aðeins væri kennt
eitt tungumál í skólum, gætum
við þá talað um „tungumála-
kennslu“? Á sama hátt getur
kennsla í einum trúarbrögðum
ekki talist trúarbragðafræðsla.
Þessi skilningur á kristnum
fræðum sem trúarbragðafræð-
um er hins vegar útbreiddur. Í
aðalnámsskrá ber greinin heitið
„Kristin fræði, siðfræði og
trúarbragðafræði“. Annað gott
dæmi um þennan samslátt má
finna í orðum Halldórs Reynis-
sonar, verkefnisstjóra fræðslu-
sviðs Biskupsstofu, í Morgun-
blaðinu í síðustu viku. Þar segir
Halldór að trúarbragðafræði
sem fag hafi aldrei verið
mikilvægara en nú á tímum. Í
framhaldinu segir hann að
rökrétt sé að „kennt sé mest um
þau trúarbrögð sem mest hafa
mótað íslenskt samfélag í þúsund
ár, þ.e. kristnina“. Þessu er ég í
grundvallaratriðum
sammála. Það sem
stingur í augu er að
Halldór virðist verja
kristin fræði eins og
þau eru kennd í skólum
landsins sem væru þau
trúarbragðafræði. En
kristin fræði geta seint
fallið undir fræðslu um
trúarbrögð. Þau eru
kennsla í einni ákveð-
inni trú, m.ö.o. trúar-
uppeldi.
En ég tek undir með Halldóri
að trúarbragðafræði hafa aldrei
verið mikilvægari. Og þar
komum við að stöðu fagsins á
háskólastigi þar sem grundvöllur
faglegrar kennslu og námsefnis-
gerðar á fyrri skólastigum
liggur. Undanfarin ár hafa
guðfræði-, félagsvísinda- og
hugvísindadeildir HÍ undir
forystu Péturs Péturssonar
prófessors unnið þarft brautryðj-
endastarf á þessu sviði. Hins
vegar veita yfirvöld háskóla- og
menntamála faginu takmarkaða
athygli. Þetta skýtur skökku við
nú á tímum margmenningar og
trúarbragðaátaka.
Að lokum vil ég taka undir
með sr. Jónu Hrönn Bolladóttur í
Kastljósinu á mánudaginn var.
Skólamál standa foreldrum
nærri. Þau þarf að ræða af
opinskátt af skilningi og ná
lendingu sem allir geta sætt sig
við. Slíkt er ekki alltaf auðvelt en
það hægt í þessu tilfelli: 1)
Almenn trúarbragðafræði með
áherslu á kristni; 2) biblíusögur
inn í móðurmáls- og bókmennta-
kennslu; 3) áhrif kristni og
kirkju á íslenska menningu sem
hluti af sögu og samfélagsfræði;
4) kristin fræði inn í æskulýðs-
starf kirkjunnar sjálfrar. Á
þennan hátt væri tryggð fræðsla
um trúarbrögð sem allir
foreldrar gætu sætt sig við án
þess að þáttur kristni í sögu
okkar og menningu væri
undanskilinn.
Höfundur er
trúarbragðafræðingur.
GUÐMUNDUR INGI
MARKÚSSON
ÞÓRLINDUR
KJARTANSSON
BJARNI MÁR
MAGNÚSSON
Íslenskt stjórnborð
Íslenskar leiðbeiningar
Stórt hurðarop
20 ára ending
Eirvík kynnir
sportlínuna frá Miele
AFSLÁTTUR
30%
Miele gæði
ÞVOTTAVÉL frá kr. 99.900