Fréttablaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 60
40 6. desember 2007 FIMMTUDAGUR CLAUDE MONET LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1926. „Þráhyggjan mín snýst daglega um liti, sem eru mín helsta gleði og böl.“ Franski myndlistarmað- urinn Monet er einn af upphafsmönnum impressjónismans. Laugardalshöll- in var formlega tekin í notkun á þessum degi árið 1965 og mark- aði þáttaskil fyrir innanhússíþróttir og sýningarhald. Höllin var teikn- uð af Gísla Hall- dórssyni arkitekt árið 1959 og reist af Reykjavíkurborg og Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Fyrsti íþróttaleikurinn sem fór þar fram var á milli úrvalsliðs Reykjavíkur í hand- bolta og landsliðs Tékkó slóvakíu tveimur dögum fyrir vígsluna. Laugardalshöllin sjálf er um 6.500 fermetrar að stærð og hefur hýst íþróttaviðburði, tónleika, sýning- ar, og ráðstefn- ur frá því hún var opnuð. Lengi vel var hún stærsta íþrótta- og tón- leikahús landsins og hefur í gegn- um tíðina hýst ýmsa stórvið- burði á sviði íþrótta, tónlistar og vöru- sýninga. Árið 2005 var hafist handa við að reisa 9.500 fermetra stálgrindarhús sem var byggt við Laugardalshöllina og var salurinn sérhannaður með til- liti til frjálsra íþrótta. Þegar hefur sá salur hýst fjölda stórra viðburða. ÞETTA GERÐIST: 6. DESEMBER 1965 Höllin tekin í notkun Fyrstu barnaverndarlögin á Íslandi tóku gildi árið 1932, fyrir 75 árum. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barna- verndarstofu, rifjaði af því tilefni upp nokkra þætti sem snerta velferð barna á Íslandi gegnum tíðina. „Í rauninni má rekja barnavernd aftur til ársins 1746. Þá kom tilskipun um húsaga,“ segir hann og lýsir þeirri tilskipun nánar: „Þar voru ákvæði um skyldur foreldra viðvíkjandi uppeldi barna sinna. Prestar áttu að hafa eft- irlit með því að uppeldi barna væri í lagi og hreppstjórar höfðu leyfi til að taka barn af heimili ef talið var nauð- synlegt. Síðan var stór breyting árið 1907. Þá komu inn ákveðnar skyld- ur fátækranefnda til að fylgjast með munaðarlausum börnum sem hafði verið komið fyrir.“ Bragi segir kvennahreyfing- una á Íslandi hafa átt frumkvæði að barnaverndarlöggjöfinni og getur þar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, sem kynnst hafi slíkri löggjöf í Noregi. Einnig segir hann hjónin Sigurbjörn Ástvald Gíslason og Guðrúnu Lárus- dóttur hafa komið mikið við sögu, til dæmis hafi Sigurbjörn verið fyrsti formaður Barnaverndarráðs Íslands. „Svo má ekki gleyma Aðalbjörgu Sig- urðardóttur sem var mjög virk í kven- réttindabaráttu,“ segir Bragi. „Hún var einn af frumkvöðlum að stofnun Sumargjafar 1924 sem setti upp sum- ardvöl fyrir börn og síðar meir dag- heimili, leikskóla og sólarhringsstofn- anir.“ Bragi nefnir og Þuríði Sigurð- ardóttur sem fimmtug að aldri fór til Danmerkur til að kynna sér uppeld- isstofnanir og koma þeim á fót hér á landi og Sesselju Sigmarsdóttur sem setti upp barnaheimili á Sólheimum í Grímsnesi. „Konur voru algerir forgöngumenn í fyrstu stofnunum á Íslandi fyrir börn. Eftir því sem frá líður gerði svo dr. Símon Jóhannes Ágústsson sig gildandi í barnaverndarmálum og líka Matthías Jónasson. Þeir voru sál- fræðingar báðir og uppeldisfræðing- ar,“ lýsir Bragi. Barnaverndarstarf á fyrstu ára- tugum laganna frá 1932 var fyrst og fremst í Reykjavík, að sögn Braga, bæði á vegum barnaverndarnefnd- ar Reykjavíkur og Barnaverndarráðs Íslands sem fór með úrskurðarvald í málefnum barna. Það var ekki fyrr en með lögum frá 1966 sem hverju sveit- arfélagi fyrir sig var skylt að vera með barnaverndarnefnd. Spurður hvort ofbeldismál sem upp hafa komið á síðustu mánuðum í sam- bandi við vistun barna á árum áður skyggi ekki á afmælishaldið svarar Bragi: „Nei, ekki í mínum huga. Það er ekki við brautryðjendur í íslenskri barnavernd að sakast þó að brotalöm hafi orðið á einstökum stofnunum. Í dag er auðvelt að setja sig í dómara- sæti því nú vitum við að til eru menn sem leita á börn. Þetta höfðu menn bara ekki heyrt um á þessum tíma. Fólkið sem barðist fyrir bættum hag barna hafði trú á því að stofnanadvöl- in yrði til að bjarga þeim og ugglaust hefur það verið í mun fleiri tilvik- um en hinum. Það verðum við í það minnsta að vona.“ gun@frettabladid.is ÍSLENSKU BARNAVERNDARLÖGIN: SJÖTÍU OG FIMM ÁR FRÁ GILDISTÖKU Konur voru brautryðjendur BRAGI GUÐBRANDSSON, FORSTJÓRI BARNAVERNDARSTOFU „Það er auðvelt að setja sig í dómarasæti í dag því nú vitum við að til eru menn sem leita á börn. Þetta höfðu menn bara ekki heyrt um á þessum tíma.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI timamot@frettabladid.is Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Þórðardóttir Suðurvangi 2, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 4. desember. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd ættingja og vina Ingveldur S. Kristjánsdóttir Þórður K. Kristjánsson Elma Cates Sigurður Kristjánsson Anna J. Sigurbergsdóttir Valgerður Kristjánsdóttir Rúnar Smárason Kristín Kristjánsdóttir Magnús Þórðarson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, Jón E. Hallsson Brekkuhvammi 2, Búðardal, verður jarðsunginn frá Hjarðarholtskirkju laugardag- inn 8. desember kl. 13.00. Hallur S. Jónsson Kristín S. Sigurðardóttir Lóa Björk Hallsdóttir Einar Þór Einarsson Ingunn Þóra Hallsdóttir Ólafur Ingi Grettisson Jón Eggert Hallsson Helgi Rafn Hallsson Stella Kristmannsdóttir og barnabarnabörn. 30 ára afmæli Bifreiðaíþrótta- klúbbur Reykjavíkur heldur upp á 30 ára afmæli sitt í Félagsheimili Gusts laugardaginn 8. desember, húsið opnar kl. 21. Sjá www.bikr.is Stjórn BÍKR. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir og amma, Arndís Guðrún Óskarsdóttir ( Lillý ) Framnesi, sem lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks laugardaginn 1. desember, verður jarðsungin frá Miklabæjarkirkju laugardaginn 8. desember kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Skagafjarðar. Broddi Skagfjörð Björnsson Sigrún Þuríður Broddadóttir Steindór Gunnar Magnússon Hrafnhildur Ósk Broddadóttir Jón Thorberg Jensson Óskar Gísli Broddason Lára Gunndís Magnúsdóttir Hjördís Edda Broddadóttir Gunnar Kjartansson Birna Björk Broddadóttir Odd Kjøsnes og ömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur, tengdasonur og bróðir, Níels Rafn Níelsson bifvélavirkjameistari, Funalind 15 Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 7. desember kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast hans er bent á krabbameinsfélagið eða líknardeild LSH í Kópavogi. Guðbjörg E. Sigurjónsdóttir Ómar Níelsson Anna Björg Níelsdóttir Sigurður Sigurðsson Níels Birgir Níelsson Svanborg Gísladóttir Arnar Bjarki, Glódís Rún og Védís Huld Hrefna Skagfjörð Hulda Sigurbjörnsdóttir Hermann Níelsson Björn Níelsson Hanna Níelsdóttir Halldóra Þórðardóttir Pálmi Þórðarson Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sólveig Jónasdóttir frá Húsavík, Gullsmára 7, Kópavogi, lést á líknardeild Landakotsspítala laugardaginn 1. desember sl. Jarðsett verður frá Digraneskirkju, mánu- daginn 10. desember kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Orgelsjóð Húsavíkurkirkju í versluninni Esar á Húsavík s. 464 1313. Sigurður Haraldsson Bryndís Torfadóttir Þórunn Hulda Sigurðardóttir Bjarni Bogason Ásdís Sigurðardóttir Bjarni Ómar Reynisson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sambýlismaður minn, Þorsteinn Sigurðsson símvirki, Hringbraut 71, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 7. desember kl. 15.00. Ragna Jóhannsdóttir MOSAIK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.