Fréttablaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 86
66 6. desember 2007 FIMMTUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
MORGUNMATURINN
LÁRÉTT 2. lítil blýkúla 6. ógrynni 8.
skordýr 9. skarð 11. stöðug hreyfing
12. þrykk 14. mont 16. í röð 17. þrí
18. þörungur 20. málmur 21. fiska.
LÓÐRÉTT 1. kauptún 3. frá 4. garð-
plöntutegund 5. landspilda 7. forskot
10. fjór 13. nytsemi 15. ökutækja 16.
kæla 19. tveir eins.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. hagl, 6. of, 8. fló, 9. rof,
11. ið, 12. prent, 14. grobb, 16. íj, 17.
trí, 18. söl, 20. ál, 21. afla.
LÓÐRÉTT: 1. þorp, 3. af, 4. glitbrá, 5.
lóð, 7. forgjöf, 10. fer, 13. not, 15. bíla,
16. ísa, 19. ll.
„Á leiðinni í vinnuna skelli ég í
mig skyrdrykk eða léttum AB-
drykk.“
Anna Bryndís Blöndal, handboltakona og
lyfjafræðingur.
Þúsundþjalasmiðurinn og kaffi-
húsaeigandinn Friðrik Weiss-
happel verður fertugur í dag og
hefur af því tilefni boðið 180
vinum og vandamönnum til veislu
á heimili sínu í Kaupmannahöfn á
laugardag. „Ég er búinn að koma
víða við í gegnum tíðina og hef
eignast marga vini. Ég þekki
orðið of marga til að bjóða liðinu
bara í mat. Í stað þess ætla ég að
hafa opið hús allan daginn og
útbúa bæði morgunmat og hádeg-
ismat, meðal annars mjög sér-
staka, þykka gulrótarsúpu með
engifer og hvítlauk,“ segir Frið-
rik en hann hefur fengið tvo
þjóna til liðs við sig sem ætla að
vera til þjónustu reiðubúnir frá
morgni til kvölds. Þegar Friðrik
er inntur eftir því hvort hann
reikni með fleiri Íslendingum eða
Dönum segir hann hlutföllin
nokkuð jöfn. „Annars eru þetta
allra þjóða kvikindi! Ég veit um
25 manns sem ætla að fljúga
hingað frá Íslandi. Sumir fljúga
meira að segja fram og til baka
sama daginn. Svo verða Skotar
og Ameríkanar, Japani, Pakistan-
ar, Portúgalar og Bretar. Ég bý
hér í fjölmenningarhverfi,“ segir
Friðrik og hlær en margir gest-
anna eru fastakúnnar á kaffihúsi
hans, Laundromat.
Friðrik þarf ekki að hafa
áhyggjur af plássleysi þrátt fyrir
gestafjöldann því hann er nýflutt-
ur inn í 160 fermetra íbúð á
tveimur hæðum. „Þetta er ótrú-
lega skemmtilegur tími. Ég er
nýfluttur í frábæra íbúð, svo er
fertugsafmælið, jólin og við kær-
astan eigum von á okkar fyrsta
barni þann 23. janúar. Enginn
tími til þess að láta sér leiðast.“
Friðrik segist gjarnan nýta tíma-
mót til þess að setja sér markmið
og 40 ára afmælisdagurinn er þar
engin undantekning. „Ég ákvað
að vera 85 kg þegar ég yrði fer-
tugur og náði af mér 7,5 kg á
tæpum þremur mánuðum. Mér
finnst tímamót frábært tækifæri
til þess að fara yfir stöðuna,
skoða sín mál, hvert maður ætlar
sér og svo framvegis.“
Friðrik segist vera búinn að fá
eina afmælisgjöf nú þegar, hlut-
verk í myndinni The Good Heart.
„Ég fékk aukahlutverk í nýju
myndinni hans Dags Kára frá
honum og Þóri Snæ Sigurjóns-
syni sem er framleiðandi. Þórir
vissi að leikur í kvikmynd væri á
lista mínum yfir hluti sem ég
ætla mér að gera áður en ég dey.
Gjöfin er sem sagt pínulítið-
míkró-hlutverk í myndinni þar
sem ég mun leika bisnessmann,
en ég má ekki segja meira vegna
mikillar leyndar sem hvílir yfir
handritinu. Ég get allavega strik-
að þetta út af listanum,“ segir
Friðrik og skellir upp úr. „Mér
finnst þetta alveg frábær gjöf!“
sigrunosk@frettabladid.is
FRIÐRIK WEISSHAPPEL: HELDUR UPP Á FERTUGSAFMÆLIÐ Í KAUPMANNAHÖFN
Frikki fékk kvikmyndahlut-
verk í fertugsafmælisgjöf
BOÐSKORTIÐ Allir gestirnir fengu forláta boðskort sem Friðrik hannaði sjálfur. Textinn
er á íslensku, dönsku og ensku enda koma „allra þjóða kvikindi“ í veisluna eins og
Friðrik orðar það sjálfur.
BÝÐUR 180 MANNS Friðrik Weisshappel
á fertugsafmæli í dag. Hann ætlar að
hafa opið hús á heimili sínu í Kaup-
mannahöfn.
Trommuleikarinn Sigmundur Erling Ingimars-
son datt í lukkupottinn þegar hann fékk að
opna tónleika Mugisons í Bíóhöllinni á Akra-
nesi ásamt Mugison sjálfum eftir að hafa rek-
ist á hann í verslun fyrr um daginn. „Ég talaði
við hann þegar hann var að spila í Eymundsson
og sagði honum að ég væri góður trommuleik-
ari,“ segir Sigmundur, sem aldrei er kallaður
annað en Simmi. „Hann var mjög ánægður að
heyra það og við ákváðum að spila lag
saman.“ Simmi starfar á vinnu- og hæf-
ingarstaðnum Fjöliðjunni á Akranesi
en eyðir löngum stundum dag
hvern í að æfa sig á trommurnar.
„Ég er búinn að æfa mig síðan ég
var sjö ára og æfi einu sinni á
dag, alveg heillengi.“ Simmi er
því enginn nýgræðingur og
hefur áður komið fram á sviði,
meðal annars í Dalabúð í
Búðardal þar sem hann gekk í grunnskóla. „Ég
var ekkert mjög stressaður að spila með Mugi-
son. Þetta gekk vel og ég tók alveg dúndurflott
trommusóló. Svo sat ég á fremsta bekk alla
tónleikana og fékk þetta beint í eyrun. Þetta
var rosalega flott. Alveg meiriháttar. Algjör
snilld,“ segir Simmi og bætir því við að Mugi-
son hafi gefið honum diskinn sinn, Mugiboogie,
fyrir spilamennskuna.
„Hann er æðislegur trommuleikari,“ segir
Mugison um Simma. „Ég ákvað bara að opna
„sjóvið“ með meistaranum og við æfðum ekki
neitt. Hann tók lagið My Love I Love með mér
og tók alveg rosalegt trommusóló. Ég sá það
bara strax þarna í Eymundsson að það væri
góður fílingur í honum. Hann er alveg með
þetta strákurinn.“ - sók
Hitti Mugison í verslun og fékk að tromma á tónleikum
MUGISON Tónlistarmaðurinn Mugison hitti Sigmund
Erling Ingimarsson í bókaverslun og bað hann að
spila með sér á tónleikum sínum. MYNDIR/GUÐNI
ÆÐISLEGUR TROMMULEIKARI Mugison segir að Simmi
sé æðislegur trommuleikari enda er hann búinn að
æfa af kappi í tæp 20 ár.
„Ekkert tilboð hefur ennþá borist og við reiknum
ekkert frekar með því að það gerist,“ segir Þor-
steinn Þorsteinsson, forstöðumaður markaðssviðs
hjá RÚV ohf. Eins og greint var frá í fjölmiðlum
stóð til að selja sextíu sekúndna auglýsingahlé inni í
miðju Skaupi en Þorsteinn segir að markaðurinn
hafi einfaldlega talið verðið vera of hátt. Gert var
ráð fyrir því að greiddar yrðu þrjár milljónir fyrir
hléið og yrði þetta þá, eftir því sem Fréttablaðið
kemst næst, dýrasta auglýsingahléið í sögunni. „Við
vorum alveg stífir á þessari upphæð og svo virðist
sem það hafi ekki verið stemning fyrir þessu hjá
markaðnum,“ segir Þorsteinn.
Skaupið nýtur mikilla vinsælda meðal þjóðarinnar
en ef áhorfstölurnar verða eitthvað í líkingu við þær
á síðasta ári má reikna með að yfir 95 prósent
þjóðarinnar sitji föst fyrir framan imbakassann
þegar spéspegill ársins rennur af stað. Eins og
greint hefur verið frá er Skaupinu leikstýrt af
Ragnari Bragasyni og verður það með innflytjenda-
ívafi þótt málefni líðandi stundar í pólitíkinni verði
einnig krufin til mergjar. - fgg
Enginn vildi auglýsa í Skaupinu
EKKERT AUGLÝSINGAHLÉ Skaup Ragnars Bragasonar verður að
öllum líkindum ekki rofið vegna auglýsingar en enginn hefur
falast eftir að kaupa 60 sekúndna auglýsingahléið.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Seinni umræðan um fjárlög Reykja-
víkurborgar stóð fram á miðnætti á
þriðjudagskvöldið. Þessi umræða
er fyrsta merkið um að
jólin séu að koma
hjá borgarfulltrúum
og á meðan hinir
kjörnu fulltrúar sitja á
rökstólum er hefð fyrir
því að starfsmenn
Ráðhússins spili
bridds og grípi í
tafl. Áður en til
atkvæðagreiðslu kemur er borgar-
fulltrúum boðið upp á smörrebröð
að hætti Dana og loks býður borg-
arstjóri öllum í mikið teiti heima hjá
sér þegar formlegheitunum er lokið.
Dagur B. Eggertsson var enginn
eftirbátur fyrirrennara sinna og
sló upp heljarinnar veislu þar sem
málin voru rædd og borgarfulltrúar
dönsuðu langt fram á nótt.
Uppselt er á tónleika Björgvins
Halldórssonar í Laugardalshöll. Og
þó. Eftir því sem Frétta-
blaðið kemst næst
er nú verið að setja í
sölu ósóttar pantanir
og er talið að rúmlega
hundrað miðar verði til
sölu á vefsíðunni miði.
is. Ef að líkum lætur
verða þeir miðar þó
ekki lengi að hverfa
því hinir 8.900 ruku
út eins og heitar lummur.
Og ein skemmtilegasta sjónvarps-
kona Noregs, Pia Haraldsen, var
stödd hér á landi nýverið og tók
upp viðtöl við nokkra af valdamestu
mönnum landsins en Pia er hálfgerð
Silvía Nótt þeirra Norðmanna. Tilefn-
ið var samkvæmt Vísi.is sú staðreynd
að Ísland skaut Norðmönnum ref
fyrir rass á lífskjaralista Sameinuðu
þjóðanna. Fórnarlömb Piu munu
hafa verið fjármálaráðherrann
Árni Mathiesen og borgarstjórinn
Dagur B. Eggertsson auk Halldórs
J. Kristjánssonar, bankastjóra
Landsbankans. Allir munu þeir hafa
tekið viðtölum Piu með
stökustu ró en spurn-
ingarnar reyna víst
ákaflega á þolrifin og
eru til þess fallnar að
mönnum vefjist tunga
um tönn. - fgg
FRÉTTIR AF FÓLKI
Gnoðarvogi 44, s. 588 8686.
Opið 10-18:15 laugardaga 11-14.
Þú færð aðeins það besta hjá okkur
STÓR HUMAR, HÖRPUSKEL, LÚÐA
RISARÆKJUR, SKÖTUSELUR, LAX
NÝLÖGUÐ SJÁVARRÉTTASÚPA.