Fréttablaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 78
58 6. desember 2007 FIMMTUDAGUR
sport@frettabladid.is
Ragnheiður Ragnarsdóttir, sundkona úr KR, stendur í ströngu
þessa dagana og tekur þátt í sundmóti í Eindhoven í Hol-
landi ásamt fríðu föruneyti.
„Við erum fjórar stelpur saman sem erum að fara að
keppa á Dutch Swim Cup mótinu, ég, Erla Dögg Haralds-
dóttir, Sigrún Brá Sverrisdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir
og það er mjög góð stemning í hópnum. Ekkert stráka-
vesen, bara við stelpurnar og það er fínt,“ sagði
Ragnheiður í léttum dúr og kvaðst afar spennt
fyrir mótinu. Ragnheiður er ásamt stöllum
sínum í Ólympíuhóp Sundsambands Íslands
að reyna að ná lágmörkum fyrir Ólympíu-
leikana í Peking í Kína á næsta ári.
„Ég er í gríðarlega góðu standi í augna-
blikinu og þetta leggst alveg rosalega vel í
mig. Ég hef verið að æfa í keppnislauginni
og það hefur gengið mjög vel og ég hef
örugglega aldrei verið hraðari á æfingum
en nú. Markmiðið hjá mér er að sjálfsögðu
að slá Íslandsmet, það er alveg klárt,“ sagði Ragnheiður, sem
keppir í 50 metra skriðsundi á laugardag og 100 metra skrið-
sundi á sunnudag.
„Ég er þegar búin að ná Ólympíulágmarkinu í 100 metra
skriðsundi, en ég stefni samt að því að bæta þann tíma
enn frekar. Til þess að ná lágmarkinu í 50 metra skriðsundi
þarf ég í raun bara að synda á mínum tíma því ég hef ekk-
ert verið að keppa í 50 metra laug, en ég stefni alltaf að því
að bæta mig,“ sagði Ragnheiður. Ragnheiður stóð sig frá-
bærlega á Íslandsmeistaramótinu í sundi um miðjan
nóvember og setti þar tvö Íslandsmet og var síðan
valin sundkona ársins á lokahófi Sundsambands
Íslands í mótslok.
„Það hefur gengið mjög vel hjá mér í ár en
þetta er bara spurning um að toppa á réttum
tíma og því er þetta svolítið púsluspil hjá mér þar
sem ég er að fara að keppa á Evrópumeistara-
mótinu í Ungverjalandi í næstu viku og ætla mér
stóra hluti þar líka.“
RAGNHEIÐUR RAGNARSDÓTTIR, SUNDKONA ÚR KR: KEPPIR MEÐ ÓLYMPÍUHÓP SSÍ Í HOLLANDI OG UNGVERJALANDI
Markmiðið er að sjálfsögðu að bæta Íslandsmet
> Birgir Leifur í Suður-Afríku
Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG,
er meðal keppenda á Alfred Dunhill-mót-
inu á Leopard Greek-vellinum í Suður-
Afríku. Mótið hefst í dag og er liður í
Evrópumótaröðinni sem Birgir Leifur vann
sér keppnisrétt á ekki fyrir alls löngu.
Það eru vegleg peningaverðlaun
í boði eins og tíðkast á mótum
sem þessum og sigurvegarinn
fær upphæð sem samsvarar
rúmum 14 milljónum íslenskra
króna en 70. sæti, það síðasta
eftir niðurskurðinn, gefur rúm-
lega 120 þúsund krónur.
HANDBOLTI Fram og Stjarnan mæt-
ast í sannkölluðum stórleik N1-
deild kvenna í Safamýrinni í
kvöld kl. 20.00. Liðin eru jöfn á
toppi deildarinnar með 15 stig
hvort og því má búast við jöfnum
og spennandi leik og sjálfsagt að
hvetja fólk til að fjölmenna á völl-
inn.
Stjörnuliðið tapaði óvænt síð-
asta leik sínum í deildinni á móti
FH og það er eina tap liðsins á
tímabilinu, en liðið er komið í
undanúrslit í Eimskipsbikarnum
eftir að hafa lagt bikarmeistara
Hauka að velli í átta liða úrslit-
um.
Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari
Stjörnunnar, hlakkar til þess að
takast á við Fram-liðið eftir langt
hlé vegna þátttöku íslenska
kvennalandsliðsins í undankeppni
Evrópumótsins í Litháen á dögun-
um.
„Það verður frábært að fara að
spila á nýjan leik og þetta verður
hörkuleikur. Það hefðu kannski
ekki margir álitið að þetta yrði
stórleikur fyrir tímabilið, en
Framliðið er búið að spila frábær-
lega og er vel að stöðu sinni komið
í deildinni,“ sagði Aðalsteinn og
kvað stelpurnar sínar tilbúnar í
leikinn.
„Leikmenn mínir eru búnir að
hvílast vel í landsleikjapásunni,
nema Rakel Dögg Bragadóttir,
sem var í eldlínunni í Litháen. Hún
er líka búin að vera að glíma við
axlarmeiðsli á tímabilinu og hefur
lítið getað verið með á æfingum
og spilar eiginlega bara leikina.
Ég er að vonast til þess að hún geti
spilað þessa tvo leiki sem við
eigum eftir fram að jólum og þá
reikna ég með því að hún fari í
uppskurð,“ sagði Aðalsteinn.
Framliðið er enn taplaust í deild-
inni á tímabilinu en er dottið út úr
Eimskipsbikarnum eftir tap gegn
Val í átta liða úrslitum. Fram er
búið að koma skemmtilega á óvart
í vetur og hefur spilað góðan hand-
bolta og Einar Jónsson, þjálfari
Fram, er spenntur fyrir leikinn.
„Við erum búin að bíða lengi
eftir þessum leik og það er mikil
eftirvænting í okkar herbúðum
fyrir hann,“ sagði Einar og á ekki
von á öðru en að stelpurnar sínar
séu klárar í verkefnið.
„Ég vona að landsliðsstelpurnar,
þær Ásta Birna Gunnarsdóttir,
Sara Sigurðardóttir, Sigurbjörg
Jóhannsdóttir og Þórey Rósa Stef-
ánsdóttir, komi bara endurnærðar
til leiks að nýju eftir frábæran
árangur með landsliðinu sem og
aðrir leikmenn liðsins. Það er frá-
bært að fá svona toppslag í kjölfar
góðs gengis hjá kvennalandsliðinu
og vonandi verður það til þess að
fá fólk til að mæta á völlinn og ég
veit reyndar að Framarar ætla að
fjölmenna og skapa góða stemn-
ingu,“ sagði Einar spenntur. - óþ
Fram og Stjarnan mætast í toppslag N1-deildar kvenna í kvöld og mun leikurinn fara fram í Safamýrinni:
Barist á toppi N1-deildar kvenna í kvöld
Á FLUGI Þórey Rósa Stefánsdóttir, hornamaður Fram og íslenska landsliðsins, verður
í eldlínunni með Fram gegn Stjörnunni í Safamýrinni í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FÓTBOLTI Marel Baldvinsson er
kominn aftur heim á Klakann
eftir að hafa fengið sig lausan frá
norska liðinu Molde á dögunum.
Marel hefur átt við hnémeiðsli í
mörg ár og það var meðal annars
af þeim sökum sem hann ákvað
að hvíla sig á atvinnumennskunni,
en hann er þó ekki alveg tilbúinn
að leggja skóna á hilluna strax.
„Ég er eiginlega búinn að
ákveða að spila hérna heima
næsta sumar og fannst einum of
snemmt að hætta í boltanum
strax,“ sagði Marel í samtali við
Fréttablaðið í gær.
Það er því ljóst að mörg lið
munu reyna að klófesta þennan
mikla markahrók.
„Það eru nokkur lið að bera
víurnar í mig og ég vil svo sem
ekki vera að nafngreina þau lið á
þessu stigi málsins. Það liggur
kannski í augum uppi að Breiða-
blik er eitt af þessum liðum og
því allt í lagi að nefna það á
nafn,“ sagði Marel sem var
markakóngur í efstu deild
sumarið 2006. - óþ
Marel Baldvinsson:
Það eru nokkur
lið á eftir mér
KAPPHLAUP Marel Baldvinsson er eftir-
sóttur þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FÓTBOLTI Framtíð Javiers Mas-
cherano, lánsmanns hjá Liver-
pool, virðist nú vera óljós eftir að
bresk dagblöð greindu frá því í
gær að amerískir eigendur
Liverpool væru tregir til að
punga út þær litlu 17 milljónir
punda sem settar eru á leikmann-
inn.
Mascherano er í eigu fyrirtæk-
is á vegum Kia Joorabchian og ef
marka má dagblöðin The Daily
Star og The Independent þá munu
yfirmenn hjá Manchester City
vera að setja sig í stellingar til
þess að bjóða uppsettar 17
milljónir punda í Mascherano um
leið og janúarglugginn opnar. - óþ
Enska úrvalsdeildin:
Framtíð Mas-
cheranos óljós
FÓTBOLTI Raúl Gonzalez hefur náð
sér aftur á strik með Real Madrid
í spænska fótboltanum í vetur og
er nú búinn að skora 8 mörk í
fyrstu 14 leikjunum.
Raúl hefur kannski heyrt af
aðferðum Guðjóns Þórðarsonar
uppi á Skaga síðasta sumar því
hann þakkar ísböðum fyrir sína
bestu byrjun í næstum því heilan
áratug. Raúl segist einnig sofa í
þunnu lofti sem hafi góð áhrif.
„Ég geri þetta vegna ástar
minnar á félaginu og hef aldrei
velt því fyrir mér hvort þetta
gæti haft slæm áhrif,“ segir Raúl
sem eyðir oft um tíu mínútum í
ísbaðinu.
Raúl hefur líka látið útbúa
svefnherbergið sitt þannig að það
sé eins og hann sofi í þunnu lofti.
Þetta er þekkt aðferð í NFL og
NBA enda eykur þetta súrefnis-
flæðið í blóðinu sem þýðir betra
úthald.
Raúl skoraði aðeins 7 mörk í 35
leikjum á síðasta tímabili og datt
út úr landsliðinu en nú telja menn
líklegt að hann fá tækifæri til
þess að bæta við þau 44 mörk sem
hann hefur skorað fyrir Spán. - óój
Raúl hjá Real Madrid:
Ísbaðið virkar
MARKAKOSSINN Raúl hefur skorað átta
mörk í vetur. NORDICPHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Síðustu tvö leiktímabil
hafa ekki verið neinn dans á rósum
hjá Árbæingnum Helga Val
Daníelssyni. Hann fór til Öster frá
Fylki en Öster var þá í sænsku
úrvalsdeildinni og útlitið bjart.
Öster féll á fyrsta tímabili Helga
Vals úr úrvalsdeildinni og ekki tók
betra við á næstu leiktíð þar sem
Öster féll aftur og er nú í sænsku
C-deildinni.
Helga Val hugnast það ástand
lítið og hann er því að þreifa fyrir
sér annars staðar enda ekki spennt-
ur fyrir því að spila í sænsku C-
deildinni. Hann á aftur á móti enn
eitt ár eftir af samningi sínum við
félagið og mun því æfa með liðinu
þar til eitthvað betra kemur upp á
borðið.
„Forráðamenn félagsins eru full-
meðvitaðir um að ég vilji komast í
burtu og ætla ekki að standa í vegi
fyrir mér finni ég annað félag,“
sagði Helgi Valur við Fréttablaðið í
gær en það hefur ekki gengið
þrautalaust að finna spennandi
félag enda eiga leikmenn sem falla
í C-deildina það til að gleymast.
„Það hefur verið mjög lítið í
gangi síðustu vikur og mér leist í
raun ekkert á blikuna. Þetta er þó
aðeins að glæðast og ég hef heyrt
frá efstudeildarfélögum í bæði
Noregi og Svíþjóð sem er mjög
jákvætt. Það er ekkert fast í hendi
en vonandi gerist eitthvað í þeim
málum fljótlega,“ sagði Helgi Valur
sem er ekki ósáttur við sína
frammistöðu í sænska boltanum þó
svo að gengi Öster hafi verið ömur-
legt.
„Ég hef verið að bæta mig og
því er þetta ástand frekar svekkj-
andi. Ég tel mig klárlega vera
nógu góðan til að spila í efstu deild
enda lék ég vel þar með Öster og
hef bætt mig síðan.“
Helgi Valur er nú orðinn fjöl-
skyldumaður en hann og unnusta
hans eiga dóttur, fimm mánaða
telpu. Hann vill ekki gefa atvinnu-
mannadrauminn upp á bátinn
strax.
„Þó svo það sé ágætis gluggi að
spila á Íslandi þá er mikið verk að
flytja búferlum milli landa. Ég vil
helst ekki koma heim og mín von
er að spila áfram hér í Svíþjóð. Ég
er bara búinn að vera hér í tvö ár
og tel mig hafa nóg að sanna. Ég
mun að minnsta kosti bíða fram í
janúar áður en ég tek ákvörðun
um að koma heim,“ sagði Helgi
Valur sem þegar hefur heyrt frá
íslenskum félögum og yrði eflaust
ekki í vandræðum með að fá fínan
samning hér á landi ákveði hann
að koma heim á annað borð.
henry@frettabladid.is
Vil helst ekki koma heim
Helgi Valur Daníelsson hefur ekki enn gefið upp von um að komast frá Öster til
betra liðs. Úrvalsdeildarlið í Svíþjóð og Noregi hafa verið að spyrjast fyrir um
leikmanninn sem vill spila áfram í Skandinavíu í stað þess að koma heim.
HELGI VALUR Úrvalsdeildarlið í Svíþjóð og Noregi sýna honum áhuga og hann vill
helst ekki koma heim strax. FRÉTTABLAÐIÐ/SCANPIX