Fréttablaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 10
10 6. desember 2007 FIMMTUDAGUR SKIPULAGSMÁL Valgeir Kristins- son, lögmaður Flugskóla Helga Jónssonar, segir eiganda skólans hafa talið að hann hafi haft leyfi fyrir staðsetningu afgreiðsluhúss á Reykjavíkurflugvelli. Í Fréttablaðinu í gær sagði frá því að borgarráð hefði samþykkt að leggja á 50 þúsund króna dag- sektir á afgreiðsluhúsið ef full- nægjandi byggingarleyfisumsókn bærist ekki. Helgi Jónsson, eigandi flug- skólans, kom byggingunni fyrir á flugvellinum árið 2001. Valgeir, lögmaður Helga, legg- ur áherslu á að Helgi hafi á sínum tíma talið sig vera að sækja um stöðuleyfi fyrir húsið til bráða- birgða enda sé framtíð Reykja- víkurflugvallar í óvissu. Helgi hafi verið í góðri trú um að leyfið væri fengið allt þar til í mars á þessu ári. „Helgi var pollrólegur með að allt væri í sóma þar til byggingar- fulltrúinn sagði fyrr á þessu ári að hann teldi byggingarleyfi vanta,“ segir lögmaðurinn sem kveður Helga þegar hafa haft til- skilin leyfi árið 2001, meðal ann- ars leyfi frá ríki, borg og flug- málastjórn. Hins vegar hafi komið upp misskilningur um hvort Helgi eða borgin ætti að útbúa til þinglýsingar kvöð um brottflutning hússins þegar borg- in krefðist. Valgeir segir Helga nú hafa sent inn byggingarleyfisumsókn og að byggingarfulltrúi hafi gert minni háttar athugasemdir sem brugðist verði við. Málið sé þannig í eðlilegum farvegi. Engin gjöld hafa verið greidd af byggingunni, hvorki gatna- gerðargjöld né fasteignagjöld. Aðspurður hvort Helga hafi ekki grunað öll þess ár að ekki væri allt með felldu þar sem honum barst aldrei rukkun fyrir fast- eignagjöldunum segir lögmaður- inn Helga ekki hafa áttað sig á því. „Helgi taldi að þetta væri því- líkt hreysi í augum borgaryfir- valda að það væri ekki einu sinni þess virði að leggja á þetta gjald,“ segir Valgeir. Magnús Sædal byggingarfulltrúi svarar aðspurður um fasteigna- gjöldin að þótt ef til vill sé ekki um miklar upphæðir að ræða snúist málið um opinbera sjóði. „Á fínu máli heitir þetta sennilega skatta- sniðganga,“ segir byggingarfull- trúinn, sem kveðst undrast að málin hafi verið í slíkum farvegi: „Eitt af meginmarkmiðum með byggingareftirliti er að tryggja öryggi og heilsu fólks. Það er svo- lítið skrítið að menn sem eru í rekstri þar sem gríðarlegar kröfur eru gerðar til öryggis haldi að þegar þeir komi niður á jörðina sé hægt að sleppa því öllu saman,“ segir Magnús Sædal. gar@frettabladid.is Segir flugskólastjóra hafa verið í góðri trú Lögmaður Flugskóla Helga Jónssonar segir ekki rétt að skólinn hafi ekki haft leyfi fyrir afgreiðsluhúsi á Reykjavíkurflugvelli. Fasteignagjöld hafa aldrei verið greidd af byggingunni frá því hún var reist fyrir sex árum. FLUGSKÓLI HELGA JÓNSSONAR Afgreiðslubygging flugskólans er samsett úr gömlum vinnuskúrum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA IÐNAÐUR Íslensk stjórnvöld hafa afar lítið um það að segja hvort reist verði olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum. Þetta segir Hilmar Foss, framkvæmdastjóri Íslensks hátækniiðnaðar, sem fyrirhugar að reisa stöðina. „Umhverfisráðuneytið kemur að sjálfsögðu að þessu sem umsagnaraðili fyrir umhverfis- mat en að mestu leyti eru allar leyfisveitingar í höndum sveitar- félagsins,“ segir Hilmar. Í ágúst síðastliðnum samþykkti bæjar- ráð Vesturbyggðar breytingar á skipulagsáætlun vegna olíu- hreinsunarstöðvar í Hvestu í Arnarfirði með samþykki Jóns Bjarnasonar landeiganda. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að forsvarsmenn olíu- hreinsunarstöðvarinnar hafi í vor misst af frestinum til að sækja um losunarheimild en Hilmar segir þetta misskilning. „Þetta á ekki við um okkur því í vor var verið að sækja um losun- arheimild til ársins 2012 þegar Kyoto-bókunin rennur úr gildi. Við verðum ekki byrjaðir að losa þá svo ef við hefðum sótt um í vor hefði það verið eins og að kaupa miða í Laugardagsbíó vit- andi það að við ætlum ekki í bíó fyrr en á sunnudag. Við sækjum um þegar þar að kemur og munum þá sitja við sama borð og þeir sem sóttu um heimild til 2012,“ segir hann. - jse Olíuhreinsunarstöð á norðanverðum Vestfjörðum: Stöðin veltur ekki á ákvörðun stjórnvalda LANDBÚNAÐUR Starfsmenn á vegum Landbún- aðarstofnunar tóku um 150 ær og álíka af lömbum á bænum að Skollagróf í Hruna- mannahreppi og fóru með féð í Sláturhúsið á Selfossi þar sem það verður aflífað í dag. Riðu varð fyrst vart í Skollagróf í lok september og sendi Sigurður H. Jónsson bóndi þá sýni til rannsóknar til Landbúnaðarstofnun- ar. En töf á rannsókn, sem endanlega staðfesti grun um riðuveiki, og deilur Landbúnaðar- stofnunar og Sorpstöðvar Suðurlands urðu til þess að hann varð að hafa féð úti þar til í gær. Að sögn Halldórs Runólfssonar, yfirdýra- læknis Landbúnaðarstofnunar, verður það urðað á urðunarstaðnum við Kirkjuferjuhjá- leigu í dag. „Það náðist samkomulag um að gera þetta með þessum hætti núna,“ segir Halldór. „Svo förum við í það að finna framtíð- arlausn á því hvernig að þessu skuli staðið og hugsum þá aðallega til þess að komið verði upp fullkomnum brennsluofni til að brenna dýrahræ.“ „Ég er ekki alveg búinn að gera það upp við mig hvað ég geri nú,“ segir Sigurður en fjárlaust verður á bænum næstu tvö árin. Einnig er hugsanlegt að rífa þurfi fjárhúsin. Hann situr nú á samningafundum við Land- búnaðarstofnun um bætur sem veittar eru úr svokölluðum riðubótasjóði. „Það er búið að bjóða mér eitthvað sem mér líst ekki á,“ segir hann að lokum. - jse Sigurður H. Jónsson bóndi á bænum Skollagróf í Hrunamannahreppi situr upp fjárlaus: Um 300 skepnur aflífaðar vegna riðuveiki SAUÐFÉ Engar kindur verða næstu tvö árin, að minnsta kosti, í Skollagróf en riðuveiki varð vart þar í haust. Ærnar og lömbin verða aflífuð í dag. Myndin er ekki af riðuveiku fé. Á fínu máli heitir þetta sennilega skattasniðganga. MAGNÚS SÆDAL BYGGINGAFULLTRÚI Kryddaðu eldhúsið með heimilistækjum frá Siemens. Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Espressó-kaffivélar, bjóðum upp á mikið úrval. Tilvalin jólagjöf handa heimilisfólkinu. Heimilistæki, stór og smá, ljós, símar, pottar og pönnur. BELGÍA, AP Guy Verhofstadt, forsætisráðherra belgísku bráðabirgðastjórnarinnar sem setið hefur frá því sama stjórn missti meirihluta í þingkosningum í júni, hóf í gær formlegar viðræður við leiðtoga annarra flokka í tilraun til að finna að minnsta kosti bráðabirgðalausn á stjórnarkreppunni í landinu. „Land vort er að ganga í gegnum eina alvarlegustu stjórnmála- kreppu síðustu áratuga,“ sagði Verhofstadt á mánudagskvöld. Hann tók við umboðinu eftir hálfs árs árangurslausar viðræður borgaralegu flokkanna, Flæmingja og Vallóna. - aa Stjórnarkreppan í Belgíu: Verhofstadt stýrir viðræðum GUY VERHOFSTADT BANDARÍKIN, AP Eftir að hafa hlotið lyfjameðferð við HIV- veirunni í níu ár komst banda- rísk kona að því að hún hafði verið ranglega greind með sjúkdóminn. Audrey Serrano hefur nú höfðað mál gegn lækninum sem meðhöndlaði hana á þeim grundvelli að sterk lyfjameðferðin hefði haft marga kvilla í för með sér á borð við þunglyndi, króníska þreytu, lystarleysi og þarma- bólgur. Einnig hefði læknirinn ekki gert prófanir á henni til að staðfesta greininguna. Serrano fór í nafnlaust HIV- próf á heilsugæslu og var henni síðan vísað til þessa læknis sem segist hafa treyst orðum Serrano um að hún væri með HIV. - sdg Var ranglega greind með HIV: Heilbrigð fékk HIV-lyf í níu ár BÆNAHALD Á KÚBU Kona þessi vottar heilagri Barböru virðingu sína á trúarhátíð í Havana á Kúbu, þar sem afrískum og evrópskum trúarbrögð- um er blandað saman með sérstæð- um hætti. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.