Fréttablaðið - 13.12.2007, Page 78

Fréttablaðið - 13.12.2007, Page 78
46 13. desember 2007 FIMMTUDAGUR Einstök mamma er ljúf barnasaga sem snertir málefni sem ekki hefur verið áður fjallað um í bók af þessu tagi á Íslandi. Bókin sam- anstendur af stuttum frásögnum af atvikum í lífi lítillar stúlku, sem litast af þeirri staðreynd að móðir hennar er heyrnarlaus. Með sög- unni vekur Bryndís lesendur til meðvitundar um að rétt eins og börn eru mismunandi eru foreldr- ar það líka. Hún vill um leið vekja athygli á stöðu barna sem eiga for- eldra, sem ekki hafa náð sama valdi á þjóðtungunni og þau sjálf. Stúlkan í sögunni heitir Ásdís og segir lesendum frá því hvernig var heima hjá henni þegar hún var lítil stelpa, eða rétt um 1970. Í bókinni eru myndir eftir Mar- gréti E. Laxness. Myndirnir flétt- ast inn í textann, en eru ekki á afmörkuðum svæðum og þeim fylgir gjarnan texti, þýðing á tákn- um sem fram koma á myndunum, hugsanir þeirra sem á myndunum eru eða það sem þeir segja. Mynd- irnar eru í ágætum takti við sög- una sjálfa, ljúfar og ríkar af lát- bragði og táknmáli. Við lestur bókarinnar komst ég ekki hjá því að hugsa að það væri leiðinlegt að börn skuli ekki geta skroppið í tímavél og skrifað bækur um sinn samtíma. Sögur eins og þær sem Bryndís sendir hér frá sér koma á markaðinn að minnsta kosti þrjátíu árum of seint til þess að börn sem búa við sömu aðstæður geti samsamað sig full- komlega sögupersónunum. Börn heyrnarlausra foreldra í dag búa að mestu leyti við aðrar aðstæður en börnin sem sagt er frá í sög- unni. Þeirra foreldrar þurfa ekki að berjast fyrir því að fá bílpróf og geta pantað táknmálstúlk við aðstæður eins og foreldraviðtöl. Krakkarnir í sögunni kynnast stúlku sem á móður sem ekki talar íslensku. Sú stúlka er í sömu spor- um og þau, hún er túlkur fyrir móður sína. Það hefði vel mátt gera meira úr þeim þætti sögunn- ar. Konurnar tvær, rétt eins og börnin, mætast á jafnréttisgrund- velli, þrátt fyrir gjörólíkar aðstæð- ur. Sagan af einstakri móður Bryndísar og þeirri upplifun að vera dóttir hennar, er mikilvæg heimild um sögu heyrnarlausra á Íslandi og barna þeirra. Einstök mamma er hugljúf og fræðandi barnasaga sem vekur lesandann til íhugunar um fjöl- breytileika mannlífsins. Hún er góð viðbót við sögur til þess að lesa með krökkum og vekja þá til umhugsunar um mismun- andi kjör barna. Hildur Heimisdóttir Barn heyrnar- lausrar móður BRYNDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR BÓKMENNTIR Einstök mamma Bryndís Guðmundsdóttir Myndskreytingar: Margrét Laxness ★★★★ Hugljúf og fræðandi barnabók byggð á endurminningum höfundar MARGRÉT J. PÁLMADÓTTIR Kórar hennar halda tónleika um helgina. Aðventan er mikil gósentíð fyrir unnendur kórtónlistar þar sem hverjir jólatónleikarnir reka aðra. Á laugardag láta glæsilegir kvenna- kórar undir stjórn hinnar skeleggu Margrétar J. Pálmadóttur að sér kveða þegar þeir koma fram á jóla- tónleikum sem bera yfirskriftina „Heilagt englalið“. Á tónleikunum koma fram rúm- lega 200 söngkonur á öllum aldri úr Stúlknakór Reykjavíkur, Gospel- systrum Reykjavíkur og Vox Fem- inae. Fluttar verða margar af helstu jólaperlum tónbókmenntanna undir styrkri stjórn Margrétar. Einsöngvari með kórunum er sópransöngkonan Hanna Björk Guðjónsdóttir, Ástríður Haralds- dóttir leikur á orgel og Hjörleifur Valsson og Helga Steinunn Torfa- dóttir leika á fiðlur. Eins og sjá má á þessari upptalningu eru meðleik- arar kóranna ekki af lakara taginu og því má gera ráð fyrir vandaðri kvöldstund í félagsskap tónlistar- fólksins. Tónleikarnir fara fram í Hall- grímskirkju á laugardagskvöld og hefjast kl. 20.30. Miðaverð er 3.000 kr. við inngang en 2.500 kr. í for- sölu. Forsala miða fer fram í Domus Vox, Laugavegi 116, og í síma 511 3737. - vþ Konur á öllum aldri Arnljótur Þórir, 22ja ára, hefur misst móður sína í bílslysi, tekist að barna Önnu sem elur honum myndarlega dóttur, Flóru Sól, veit ekki hvað hann vill þó hann hafi staðið sig vel í skóla en bregður á að taka afleggjara frá garðyrkju- konunni móður sinni, fara með í erlendan blómagarð og gera hann aftur að einum fallegasta garði í heimi. Staðurinn er ótiltekið klaustur á pílagrímsleið – og úr verður hans eigin pílagrímsför til að komast yfir móðurmissinn auk þess sem hann fær óvænt tæki- færi til að spreyta sig á föðurhlut- verkinu. Afleggjarinn eftir Auði A. Ólafs- dóttur skiptist í þrjá hluta sem fjalla um brottför og ferðina í klaustrið, garðvinnuna þar og óvænta sambúð með barnsmóður- inni og dóttur þeirra. Það er fullt af hnyttnum lýsingum í bókinni eins og hæfir vel 1. persónu frá- sögn Arnljóts. Þegar hann kveður kaldranalegt landið þar sem honum þykir vænt bæði um staði og fólk „er það best geymt á frí- merki“. (Bls. 23) Á áfangastaðn- um, pínulitlu þorpi, er „aðeins eitt af hverri sort, eitt gistiheimili, eitt veitingahús, einn rakari...“ en margar kirkjur. „Allt er þúsund ára nema fólkið.“ (Bls. 121) Heil- agur Jósef er bara „fósturpabbi“ meðan Arnljótur á barn sem líkist honum. (Bls. 196) Hlýjan í lífi hans hefur stafað frá móður hans og minningin um slysið og hana gengur í gegnum alla bókina og markar líka sam- skiptin við hitt kynið. Ferðin í suð- rænan rósagarð með afleggjara af sjaldgæfri rós án þyrna sem móð- irin ræktaði er aðferð hans til að gera upp ævi móðurinnar – þar vinnur hann að áhugamálinu sem þau áttu saman. Pabbi hans glímir við sorgina með því að fylgja uppskriftum látnu eiginkonunnar og leitar huggunar hjá vinkonu hennar. Samband feðganna einkennist af „er ekki“-spurningum pabbans – spurningar sem bjóða ekki upp á neinar samræður enda er Arnljót- ur ekki maður langra samræðna. Arnljótur vill heldur ekki verða karlmaður eins og pabbinn, frekar garðyrkjumaður eins og mamma. Það er margt vel séð í bókinni en líka ýmislegt sem dregur úr að glöggt auga skili sér í grípandi frásögn. Samræðurnar eru keim- líkar og marka því ekki persón- urnar. Arnljóti finnst sjálfum hann vera breyttur frá því hvernig hann var fyrir þremur árum og jafnvel einu og hálfu ári – fólk breytist mikið á árunum í kringum tvítugt auk þess sem hann hefur reynt margt – en breytingar skila sér ekki í þeirri upplifun sem textinn veitir. Arnljótur glímir við kynhvötina sem virðist fara að ónáða hann alvarlega eftir bottlangaskurð, botnar ekkert í kvenfólki og er ekkert nær skilningi á því fyrir- bæri í lokin. Það eru hlýjar lýsing- ar á undrun Arnljóts yfir ‘afleggj- aranum’, dótturinni sem í hans augum er „holdgert kæruleysi“ hans (bls. 107) en um leið krafta- verk – hann notar þetta orð án þess að höfundur hafi stílbrögð og mál á takteinunum til að gera þá upplifun og söguna hrífandi. Sagan er í hreyfingarlausri einvídd. Lýsingarnar á lífinu í þorpinu sem virðist vera í Miðjarðarhafs- landi – gat ekki neglt landið óyggj- andi niður, og kannski ekki mein- ingin – eru grunnar. Séra Tómas talar í delfískum setningum og vitnar í bíómyndir í kippum eftir áratuga horf en verður ekki trú- verðugur fremur en klæðaburður- inn: ég hef aldrei rekist á kaþólsk- an prest í kaðlapeysu þó ég segi ekki að það sé óhugsandi að þeir klæðist öðru en prestkuflinum. Biblíunöfnum, rósinni og gælu- nöfnum Arnljóts er stráð um text- ann en virka ekki á þennan les- anda sem vel hugsuð atriði. Skáldsaga er fyrirbæri sem lýtur sínum eigin lögmálum og allt í textanum þarf á einhvern hátt að þjóna tilgangi sögunnar. Það er nóg af áhugaverðum atriðum í ‘Afleggjaranum’, líka hugljúf saga en það þyrfti að grisja betur til að sagan næði krafti og afli. Sigrún Davíðsdóttir Óspíraðir afleggjarar BÓKMENNTIR Auður A. Ólafsdóttir Afleggjarar ★★★ Hugljúf saga til að grisja
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.