Fréttablaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 4
4 19. desember 2007 MIÐVIKUDAGUR
Þú getur alltaf treyst á
prinsinn
Hlíðasmára 8 • 201 Kópavogi
s: 554 7200 • www.hafid.is
OPIÐ
ALLA HELGINA 10-16
Stór humar
Humarsúpa prinsinns
Þorláksmessu skata
Mikið úrval fi skrétta
VINNUMARKAÐUR Atvinnurekendur skylda starfs-
menn í vaxandi mæli til að hringja í sérstakt
skráningafyrirtæki til að tilkynna veikindi sín auk
þess að hringja í sinn yfirmann eins og áður. Þá eru
mörg fyrirtæki sem skylda starfsmennina til að
hringja daglega í vinnustaðinn til að láta fylgjast
með heilsufarinu í veikindum.
Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliða-
félags Íslands, segir farið fram á það að starfs-
menn á Droplaugarstöðum, í Seljahlíð og víðar
tilkynni veikindi til einkafyrirtækis. Félagið hefur
mótmælt þessu og er málið til skoðunar hjá Reykja-
víkurborg.
„Við teljum að þetta sé brot á kjarasamningi. Þar
kemur skýrt fram að sá sem er veikur þarf að
tilkynna það til yfirmanns en nú er verið að ætla
fólki að hringja til yfirmanns og einkafyrirtækis og
láta jafnvel vita af sér daglega. Þetta er allt meira
og minna íþyngjandi fyrir starfsmanninn,“ segir
Kristín og telur Sjúkraliðafélagið fara lengra með
málið ef borgaryfirvöld hætti ekki við.
Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra í Reykja-
vík er í hópi þeirra sem hafa farið fram á það að
starfsmenn tilkynni veikindi til verktakafyrirtæk-
is. Svæðisskrifstofan hefur þegar prufukeyrt þetta
fyrirkomulag á þremur sambýlum og mun láta það
gilda um alla starfsemi sína frá áramótum, að sögn
Árna St. Jónssonar, formanns SFR Stéttarfélags í
almannaþjónustu. Árni kveðst hafa undir höndum
lögfræðiálit sem sýni að þetta stríði gegn kjara-
samningi. „Þetta er ekki heimilt nema með breyt-
ingu á kjarasamningi,“ segir hann.
Í SFR-blaðinu kemur fram að fleiri hafi reynt að
koma á svipuðu fyrirkomulagi. „Í einhverjum
tilvikum hefur málið tekið á sig mjög alvarlega
mynd. Þannig hefur starfsmönnum verið hótað að
þeir verði hýrudregnir sinni þeir ekki tilkynninga-
skyldunni,“ segir í blaðinu. „Einnig hefur starfs-
mönnum verið hótað því að ef þeir felli sig ekki við
umrædda tilkynningaskyldu til þriðja aðila þá þurfi
þeir án undantekninga að skila læknisvottorði fyrir
hvern dag.“ Vottorðið og læknisheimsóknina greiði
þeir sjálfir.
Hallur Páll Jónsson, mannauðsstjóri Reykjavík-
ur, segir „algjörlega rangt“ að kveðið sé á um
veikindatilkynningar í kjarasamningum. Starfs-
mönnum bjóðist aukin þjónusta. Enginn sé skyldug-
ur til að nýta sér hana. ghs@frettabladid.is
Óskylt að tilkynna
öðrum um veikindi
Atvinnurekendur skylda starfsmenn til að hringja bæði í yfirmann sinn og sér-
stakt skráningarfyrirtæki til að tilkynna veikindi og hóta jafnvel að hýrudraga
þá ef þeir ekki hlýða. Stríðir gegn kjarasamningi, að sögn formanns SFR.
DÓMSMÁL Hálfþrítugur maður
hefur verið dæmdur í tveggja
mánaða skilorðsbundið fangelsi
og til sektargreiðslu fyrir að hóta
tveimur lögreglumönnum lífláti,
slá annan þeirra og rústa
fangaklefa.
Lögreglumennirnir tveir
handtóku manninn vegna
ölvunarláta. Hann varðist
handtökunni og hótaði lögreglu-
mönnunum lífláti með orðunum
„þetta verður þitt síðasta verk“.
Þegar í fangaklefa var komið
lét maðurinn öllum illum látum,
sló annan lögreglumanninn, braut
loftljós og reif niður dýnu þannig
að hvort tveggja eyðilagðist. - sh
Dæmdur á skilorð fyrir hótun:
Sagði daga lög-
regluþjóna talda
SÁDI-ARABÍA, AP Hinar árlegu píla-
grímaferðir múslima til Sádi-Arab-
íu náðu hámarki í gær þegar þeir
fjölmenntu upp á fjallið Arafat, þar
sem Múhameð spámaður er sagður
hafa flutt síðustu ræðu sína.
Fjallið er einnig nefnt fjall náð-
arinnar vegna þess að þar trúa
múslimar því að Adam og Eva hafi
sameinast á ný og hlotið fyrirgefn-
ingu guðs eftir brottreksturinn úr
Eden.
Meðal pílagrímanna voru nokkr-
ir íranskir ráðamenn, þar á meðal
Mahmoud Ahmadinejad forseti.
Þetta er í fyrsta sinn sem forseti
Írans tekur þátt í pílagrímaför til
Mekka. - gb
Milljónir múslimskra pílagríma komnir til Sádi-Arabíu:
Heilög stund á fjallinu Arafat
Á FJALLI NÁÐARINNAR Á öðrum degi pílagrímaferðanna er haldið upp á fjallið Arafat.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SVEITARSTJÓRNIR „Skrifstofa
Kjósarhrepps mun á næstu dögum
taka fagnandi öllum þeim sem
vilja gera upp sín mál gagnvart
sveitarsjóði Kjósarhrepps fyrir
áramót,“ segir Sigurbjörn
Hjaltason, oddviti Kjósarhrepps, í
ávarpi til íbúa og sumarhúsaeig-
anda. Ávarpið er birt á heimasíðu
hreppsins undir yfirskriftinni:
Hafðu góða samvisku um áramót.
„Rík hefð er fyrir því hjá okkar
þjóð að gera upp það sem út af
stendur fyrir hver áramót,“
skrifar Sigurbjörn sem segir
hreppinn hafa farið mjög mildi-
lega í innheimtu útistandandi
gjalda. - gar
Oddviti skorar á Kjósverja:
Góð samviska
um áramótin
VIÐ MEÐALFELLSVATN Skorað er á alla í
Kjósinni að gera upp við sveitarsjóðinn.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
JÓLIN Félagið Ísland-Palestína mun
selja ólívuolíu frá Landinu helga í
sérstökum gjafaumbúðum fyrir
jólin.
Einnig verða til sölu vinsælir
hálsklútar með palestínsku sniði,
ásamt peysum, geisladiskum og
öðrum varningi tengdum félaginu.
Allur ágóði sölunnar rennur í
neyðarsöfnun til handa íbúum á
hernumdum svæðum Palestínu, en
þar eru lyf, vatn og rafmagn af
skornum skammti.
Á Þorláksmessu verður sölubás
félagsins á horni Bankastrætis og
Skólavörðustígs. - kóþ
Ísland-Palestína aflar fjár:
Selur ólívuolíu
frá Palestínu
Bílar velta í hálku
Bíll valt á Hellisheiði í gærmorgun.
Enginn slasaðist en sjúkrabíll var
kallaður á svæðið til öryggis. Þá valt
bíll austan við Svínavatn nokkru síðar.
Þar varð ekki heldur slys á fólki. Að
sögn lögreglunnar á Selfossi má rekja
báðar velturnar til hálku.
LÖGREGLUFRÉTTIR
ÚKRAÍNA, AP Júlía Tymosjenkó var
í gær kjörin forsætisráðherra
Úkraínu af þinginu. Kosning
Tymosjenkó var tæp þar sem hún
hlaut 226 af 450 atkvæðum eða
nákvæmlega þann atkvæðafjölda
sem þurfti til.
Atkvæðafjöldinn gæti táknað
erfiðleika fram undan fyrir
bandalag Tymosjenkó og Viktors
Júsjenkó, forseta Úkraínu.
Stjórnarandstaðan undir forystu
Viktors Janúkóvitsj, fyrrverandi
forsætisráðherra, er í sterkri
stöðu til að berjast gegn stjórn-
inni. Júsjenkó og Tymosjenkó
þykja hliðholl Vesturlöndum og
Janúkóvits Rússlandi. - sdg
Nýr forsætisráðherra Úkraínu:
Tæp kosning
Tymosjenkó
ÚRSLITUM FAGNAÐ Júlía Tymosjenkó
fagnaði sigri sínum í úkraínska þinginu í
gær. NORDICPHOTOS/AFP
Nefnd fagnar körlum
Mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar
fagnaði því á síðasta fundi sínum að
karlar væru í meirihluta í fyrsta skipti
í sögu nefndarinnar. „Mannréttinda-
nefnd telur þetta vera jákvætt skref
í jafnréttisbaráttunni,“ sagði í bókun
nefndarinnar sem lýtur formennsku
Sóleyjar Tómasdóttur úr VG.
REYKJAVÍKURBORG
RANGT AÐ MATI MANNAUÐSSTJÓRA Stjórnendur stofnana
og fyrirtækja skylda í vaxandi mæli starfsmenn til að
hringja í verktakafyrirtæki úti í bæ til að láta vita af veikind-
um sínum. „Brot á kjarasamningi,“ segir formaður Sjúkra-
liðafélags Íslands. Mannauðsstjóri Reykjavíkur segir „rangt“
að kveðið sé á um veikindatilkynningar í kjarasamningum.
ÍÞYNGJANDI „Íþyngjandi
fyrir starfsmanninn,“ segir
Kristín Á. Guðmundsdóttir,
formaður Sjúkraliðafélags
Íslands.
EKKI HEIMILT „Þetta er ekki
heimilt nema með breyt-
ingu á kjarasamningi,“ segir
Árni St. Jónsson, formaður
SFR.
GENGIÐ 18.12.2007
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
120,3109
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
62,88 63,18
126,57 127,19
90,46 90,96
12,12 12,19
11,295 11,361
9,59 9,646
0,5541 0,5573
98,42 99
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR