Fréttablaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 8
8 19. desember 2007 MIÐVIKUDAGUR 1. Hversu hárri upphæð hafa íslensk stjórnvöld heitið Palest- ínumönnum í fjárhagsaðstoð næstu þrjú árin? 2. Hvað heitir fyrrverandi varaforseti Suður-Afríku sem nú fer fram gegn sitjandi forseta? 3. Hvers lags óvenjulegar sundlaugar, tvær að tölu, tóku til starfa á Íslandi síðastliðinn vetur? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 50 VINNUMARKAÐUR Verkalýðsfélag Akraness hefur til rannsóknar mál erlendra félagsmanna þar sem grunur leikur á að réttur sé gróflega brotinn. Þannig sýnir ráðningarsamningur til dæmis að dagvinnukaup starfsmanns sé 635 krónur á tímann en manninum sé skylt að vinna á helmingi launa fyrsta mánuðinn þar sem um reynslutíma sé að ræða. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélagsins, segir á vefsíðu félagsins að um gróft brot sé að ræða. Einn starfsmaður hafi unnið þrjá og hálfan mánuð án þess að fá nokkur laun, einungis frítt fæði og húsnæði. - ghs Verkalýðsfélag Akraness: Rannsakar kjarabrot Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Stór og lítil heimilistæki, símtæki og ljós í miklu úrvali. Gæðaryksugur frá Siemens. Virkilega þrífandi hrífandi. Þessi er nauðsynleg við jólabaksturinn. Er ekki upplagt að fá sér ný ljós fyrir jólin? RV U N IQ U E 11 07 03 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Nr. 11 R Góðar hugmyndir Hagkvæmar vistvænar mannvænar heildarlausnir 1982–2007 Rekstrarvörur25ára Rekstrarvörulistinn ... er kominn út HEILBRIGÐISMÁL Tveir af þremur sjúkraliðum hafa gengið út á elli- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli. Sjúkraliðarnir segja- samstarfsörðugleika við hjúkrun- arforstjóra sem ástæðu í bréfi til stjórnarinnar. Í fundargerð kemur fram að litið verði á bréf sjúkra- liðanna sem uppsögn. Þá hefur einn hjúkrunarfræðingur, sem veiktist, sagt upp störfum. Sjúkraliðarnir tveir hafa gengið á fund landlæknis og rætt sam- starfsörðugleikana við hann en ekkert formlegt erindi er komið til landlæknisembættisins. Unnur Brá Konráðsdóttir, sveit- arstjóri í Rangárþingi eystra, stað- festir að samstarfsörðugleikar séu á milli sjúkraliðanna og hjúkr- unarforstjórans. Hún bendir á að utanaðkomandi ráðgjafi hafi verið fenginn til að fara yfir málin og honum falið að vinna úr því. „Það er vinna sem er í gangi og í raun- inni bara nýbyrjuð af okkar hálfu en ráðgjafinn hefur unnið fyrir okkur í nokkrar vikur,“ segir hún. Unnur Brá rifjar upp að bætt hafi verið við rýmum og heimilið þyngst. Á heimilinu býr nú maður sem þarf mjög sérhæfða þjónustu og höfðu sjúkraliðarnir verið þjálfaðir í að sinna honum en í sumar var gerður þjónustusamn- ingur við heilbrigðisráðuneytið þar um. „Við höfum sem betur fer afar gott starfsfólk sem hefur ráðið vel við þetta verkefni. Starfsfólkið hefur þurft að læra margt nýtt en það hefur gengið vel,“ segir Unnur og bendir á að það starfsfólk sem eftir er hafi tekið á sig aukið álag síðustu daga. Nýtt fagfólk verði síðan ráðið við fyrsta tækifæri og svo taki tíma að þjálfa upp fólk í svo sérhæfða vinnu. „Að sjálfsögðu metum við þetta ekki þannig að maðurinn sé í lífs- hættu en auðvitað má alltaf gera betur og það væri gaman að fjölga faglærðu starfsfólki, ekki bara á þessari stofnun heldur á flestöll- um hjúkrunarheimilum á lands- byggðinni. Það er alls staðar vönt- un á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum.“ Á næstunni verður gert skipu- rit, skýrar starfslýsingar gerðar og unnið að því að fá heildarsýn yfir stjórnunina auk þess sem unnið verður að því að leysa sam- skiptaerfiðleikana. ghs@frettabladid.is Erfitt samstarf við forstjórann olli uppsögnum Sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingur hafa gengið út af dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli vegna samstarfsörðugleika við hjúkrunarforstjórann. Unn- ið er að lausn málsins í samstarfi við ráðgjafa. REYNT AÐ FINNA LAUSN Starfsmenn hafa gengið út af dvalarheimilinu upp á síðkastið vegna samstarfserfiðleika við hjúkrunarforstjórann. Á næstunni verður gert skipurit, starfslýsingar og unnið að því að fá heild- arsýn yfir stjórnunina. SUÐUR-AFRÍKA, AP Hinn umdeildi en vinsæli Jacob Zuma sigraði í leiðtogakjöri Afríska þjóðarráðs- ins, ANC, í gær. Hann verður því að öllum líkindum forsetaefni flokksins þegar kosið verður árið 2009. Thabo Mbeki, forseti Suður- Afríku, lætur því af formennsku í flokknum, en segist ætla að styðja Zuma til þess að kljúfa ekki flokk- inn. ANC barðist áratugum saman gegn aðskilnaðarstefnu hvíta minnihlutans og hefur síðan ráðið ríkjum í Suður-Afríku í þrettán ár. Þeir Mbeki og Zuma þykja afar ólíkir. Mbeki er menntaður á Vesturlöndum og skreytir mál sitt gjarnan með tilvitnunum í Shakespeare, en Zuma er lítt skólagenginn, var leiðtogi hern- aðararms ANC og sat á sínum tíma í fangelsi á Robbin-eyju eins og Nelson Mandela. Zuma hefur sætt harðri gagn- rýni vegna spillingarmála og var fyrir tveimur árum ákærður fyrir nauðgun, en það hefur þó engu breytt um sívaxandi vinsældir hans. „Sannleikurinn er sá að þessi flóðbylgja er óstöðvandi,“ sagði einn af stuðningsmönnum Zuma um vinsældir nýja leið- togans. Atkvæðagreiðslan fór þannig að Zuma hlaut 2329 atkvæði en Mbeki 1505. - gb Leiðtogakjör Afríska þjóðarráðsins fór fram í gær: Zuma tekur við af Mbeki MBEKI OG ZUMA Vel virtist fara á með keppinautunum á flokksþingi ANC í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.