Fréttablaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 56
36 19. desember 2007 MIÐVIKUDAGUR
Í flóðinu hefur ekki farið mikið
fyrir bók Hrafns Jökulssonar, Þar
sem vegurinn endar, utan hrós-
yrða í auglýsingum þar sem texta
hans er líkt við blávatn, hann sé
svo tær.
Bókin sjálf er ekki mikil að vöxt-
um, snoturlega brotin á 144 síðum
í litlu broti, gott rúm gefið í lok
kafla og upphaf. Hún fellur undir
það sem kalla má æviminningar,
þótt minningabrotin séu í raun
afar fá, en samt um margt býsna
athyglisverð. Þess á milli reikar
höfundurinn um bókasafnið og
umskrifar texta sem varða ramma
verksins, upphafsár hans í
sveit á Ströndum þar sem
hann er niðurkominn við
bókarlok: líkingin um sveit-
ina þar sem vegurinn
endar og þar sem vegurinn
hefst er falleg og það má
Hrafn eiga að bókina alla
einkennir fallegur tónn
þótt efnið sé ekki alltaf
þess eðlis að fegurðin
komi fyrst í hugann.
Þetta er sérkenni-
leg blanda af játn-
ingum um örfáa
staði í lífshlaupi
söguhetjunnar:
afvötnun í Winni-
peg, tuttugasti og
eitthvað dagur á
túr, Bosnía, dánartil-
kynning á Drafnarstíg, voðaverk í
Þórskaffi, falleg minning um
bernskuvinkonu og sorgleg enda-
lok hennar. Þar sem Hrafn gengur
næst sjálfum sér og stöðu sinni í
tilvist þessa heims tekst honum
best upp og þó hugsar lesandinn:
því var ekki meira af slíku, sam-
felldari og fleiri myndum úr lífi
hans?
Víst er greinargerð hans um
sumardvöl á Ströndum um margt
skemmtileg, sposk í aðdáun hans
og fjarlægð á bernsku í sveit við
ysta haf, en dugar samt ekki sem
lím í söguna þótt vel sé hún víða
stíluð og henni niðurskipað af
smekkvísi manns sem kann
vel að stýra frásögn.
Hinn partinn af lýsingu
sinni á lífi til forna á
Ströndum sækir hann í
forn rit, Finnbogasögu
ramma, þá skemmtilegu
drengjabók, Sturlungu
og yngri annála. Allt
er það prýðilega
umskrifað, en
breytir ekki því
að allt ritið, fortíð
forn og ný, tíminn
sem okkur er
næstur, gerir fátt
annað en vekja
hjá lesanda löng-
un eftir meiru.
Bókin er sundur-
laus, en skemmtileg, reykur af
rétti sem Hrafni Jökulssyni öðlast
vonandi einhvern tíma að koma á
hlóðir þegar hann gerir upp sitt
registur í okkar táradal.
Páll Baldvin Baldvinsson.
Hrafnssaga
Þau leiðinlegu mistök urðu í
Fréttablaðinu í gær að gefin var
upp röng dagsetning á tónleik-
um Dómkórsins. Það er nefni-
lega eftir lokun verslana í
kvöld, en ekki annað kvöld, sem
fólki býðst tækifæri til að koma
í Dómkirkjuna og hlýða á
kyrrláta og ljúfa jólatónlist við
kertaljós. Hlutaðeigandi aðilar
eru beðnir velvirðingar á
mistökunum.
Á efnisskrá Dómkórsins í
kvöld eru mótettur eftir
Praetorius, Eccard og Brahms
og jólasálmar í fallegum
útsetningum. Tónleikarnir
hefjast kl. 22 og er aðgangur
ókeypis. Stjórnandi Dómkórsins
er Marteinn H. Friðriksson.
- vþ
Rétt dagsetning
Dómkórsins
Í kvöld fer fram þriðji og síðasti upplesturinn á Boston
við Laugaveg 28b. Þar koma fram rithöfundar og
listamenn og kynna áhugaverðar bækur sem koma út
nú fyrir jólin.
Halldóra Thoroddsen kynnir bók sína sem kallast
Aukaverkanir. Í henni kemur fram og segir sögur
gamaldags og tilgerðarlegur skrásetjari sem segir
sögur sínar knúinn áfram af sannleiksþrá í anda
upplýsingarinnar.
Kynnt verður bókin Óraplágan eftir slóvenska
heimspekinginn Slavoj Žižek. Hann er í hópi þekktustu
samfélagsrýna samtímans og vakti eðlilega óskipta
athygli flestra þegar hann sótti Ísland heim í mars
síðastliðnum. Óraplágunni mætti lýsa sem vitsmuna-
legri rússíbanareið þar sem vísunum í alþekktar
kvikmyndir og hversdagsleg menningarfyrirbæri er
blandað saman við kenningar merkustu heimspekinga.
Lesið verður úr bókinni Söngvar steinasafnarans
eftir Sjón. Sjón þarf vart að kynna þar sem hann er
einn af okkar framsæknustu rithöfundum og hefur
unnið til fjölda verðlauna fyrir skrif sín. Gaman er að
geta þess að Söngvar steinasafnarans eru einmitt
tilnefndir til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár.
Síðast en ekki síst kynna þeir Bragi Ólafsson og
Einar Örn Benediktsson bókina Mátunarklefinn og
aðrar myndir. Bókin sú er langt frá því að vera fyrsta
samstarfsverkefni þeirra félaga, þar sem þeir hafa
unnið saman að listsköpun og skólaverkefnum frá
árinu 1981. Í kvöld heldur samstarf þeirra áfram þar
sem Einar Örn mun fremja teiknigjörning undir lestri
félaga síns Braga.
Upplesturinn hefst stundvíslega kl. 20. Boðið verður
upp á jólaglögg og piparkökur. - vþ
Síðasti upplestur á Boston
BRAGI ÓLAFSSON
Les upp á Boston við
Laugaveg í kvöld.
BÓKMENNTIR
Þar sem vegurinn endar
Hrafn Jökulsson
★★★
Snotur en brotakennd sjálfsmynd
Salurinn
7. og 8. des uppselt
30. des
Gefum góðar stundir
Gjafakort í Þjóðleikhúsið er frábær jólagjöf
fyrir alla fjölskylduna!
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Sími 551 1200
www.leikhusid.is
Gjafakort fyrir tvo á
Skilaboðaskjóðuna og
geisladiskur á kr. 5.500
Jólatilboð
1. prentun á þrotum
GJAFABRÉF – TILVALIN JÓLAGJÖF
MÁLMUR STEINN TRÉ ÍHLUTIR
SILFUR
KVEIKING
NÁMSKEIÐ
SÖGUN
BORUN
SLÍPUN
ÚTSKURÐUR
VÉLAR
RENNIBEKKIR
SKRÚFUR
KLUKKUR
FESTINGAR
Opið lau - sun 10 –16 • opið 17. – 23 desember 10 – 21
Handverkshúsið Bolholt 4, 105 Rvk. Sími: 555 1212 Vefverslun: handverkshusid.is
Námskeið - vélar - verkfæri - bækur
Jó
la
ti
lb
oð
á
ha
nd
ve
rk
sh
ús
ið
.is
(áður Hjá Gylfa, Hafnarfirði)
Hringdu og við sendum
Silfurleirssett
4.950 kr.
20% afsl
Steinatromla
8.500 kr.
15% afsl
Útskurðarsett
11.750 kr.
15% afsl
Smáfræsari
6.950 kr.
20% afsl