Fréttablaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 10
 19. desember 2007 MIÐVIKUDAGUR ÍRAK, AP Um það bil 300 tyrkneskir hermenn réðust inn í norðanvert Írak í fyrrinótt. Þeir héldu um það bil þrjá kílómetra inn í landið þar sem er hrjóstrugt og strjálbýlt fjalllendi og hugðust ráðast þar gegn liðsmönnum Kúrdasamtak- anna PKK, sem vilja stofna sjálf- stætt ríki Kúrda á þessum slóðum. Á sunnudaginn hafði tyrkneski herinn sent allt að fimmtíu her- þotur til að varpa sprengjum á Kúrda í þorpum enn lengra inni í Írak. Írakska þingið fordæmdi þær árásir og sagði þær gróf brot á full- veldi Íraks. Tyrknesk stjórnvöld sögðust hafa fengið samþykki frá Bandaríkjun- um fyrir þessum árásum og meira að segja fengið upplýsingar frá bandarísku leyniþjónustunni til að styðjast við. Í gær kom Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Íraks og hitti þar ráðamenn, bæði í höfuðborginni Bagdad og í Kirkuk, sem er stærsta borgin í norðanverðu landinu. Í Bagdad sagði hún að Bandarík- in, Tyrkland og Írak hafi sameigin- legan hag af því að halda kúrdnesk- um uppreisnarmönnum í skefjum. Hún varaði þó Tyrki við því að gera neitt sem stofnað gæti stöðugleik- anum í norðanverðu Írak í hættu. Hoshyar Zebari, utanríkisráð- herra Íraks, sagðist sömuleiðis hafa fullan skilning á því að Tyrkir hefðu áhyggjur af uppreisnarsveit- um Kúrda, en kvartaði þó undan því að Tyrkir hefðu ekki látið stjórnvöld í Írak vita af árásunum fyrir fram. Samtökin PKK, eða Kúrdíski verkamannaflokkurinn, hafa barist í meira en tvo áratugi fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis Kúrda í suðvestur- hluta Tyrklands. Herskáir liðsmenn samtakanna hafa haft bækistöðvar í norðanverðu Írak og gert þaðan árásir á tyrkneska herinn og fleiri skotmörk í Tyrklandi. Fljótlega eftir að leiðtogi þeirra, Abdullah Öcalan, var handtekinn og dæmdur í lífstíðarfangelsi í Tyrklandi lögðu liðsmenn PKK niður vopn, en á síðustu árum hafa þeir gripið til þeirra á ný. Hörð árás á tyrkneska hermenn í september síðastliðnum varð til þess að tyrkneska þingið samþykkti að veita hernum heimild til að gera árás á Kúrda handan landamæranna í Írak. Bandaríkin mótmæltu í fyrstu þeim áformum, en hafa síðan lofað að styðja Tyrki í baráttunni gegn PKK. gudsteinn@frettabladid.is Bandaríkin styðja árásirnar á Kúrda Tyrkneski landherinn réðst í gær inn í Írak, tveimur dögum eftir að Tyrkir gerðu loftárásir á Kúrda í Írak. Condoleezza Rice segir það sameiginlegan hag Bandaríkjanna, Tyrklands og Íraks að hafa hemil á uppreisnarsveitum Kúrda. FULLTRÚAR BANDARÍKJANNA Í ÍRAK Þau Ryan Crocker sendiherra og Condoleezza Rice utanríkisráðherra á fundi með fulltrúum Kúrda, súnní-múslima, kristinna, Túrk- mena og sjía-múslima í Kirkuk í norðanverðu Írak. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP með ánægju F í t o n / S Í A F I 0 2 3 6 1 5 22.900 kr. Verð: Langar þig að gleðja einhvern sérstaklega mikið um jólin? Jólagjafabréf Iceland Express gefur þeim sem þér þykir vænt um spennandi fyrirheit á nýju ári, hvert sem hugurinn leitar. Bókaðu vel heppnaða jólagjöf á www.icelandexpress.is Gjafabréfið gildir sem flug fram og til baka með sköttum og öðrum greiðslum til eins af áfangastöðum Iceland Express í Evrópu. Bókunartímabil jólagjafabréfsins er frá 26. desember til 31. janúar 2008 og eftir það gildir gjafabréfið sem inneign í 2 ár. Jólagjafabréfið gildir í flug á tímabilinu 15. janúar til 30. júní 2008. Sætaframboð er takmarkað. Hann fékk Berlín, hún fékk Barcelona... Jólagjafabréf Iceland Express hittir beint í mark Jólagl aðnin gur 10 he ppnir kaup endu r jólagj afabr éfa v inna ferð f ram o g til b aka til hv aða á fanga staða r Icelan d Exp ress s em er ! Frábær jólatilboð Gríptu augnablikið og lifðu núna Nokia 2626 Frábær og flottur sími með FM útvarpi, heyrnartólum og hátalara. Fer á Netið með Vodafone live! 7.900 kr. Nokia 3110 Öflugur sími með Bluetooth, myndavél og stórum tökkum. Fer á Netið með Vodafone live! 18.900 kr. Nokia 6500 Örþunnur og stílhreinn 3G sími með innbyggðu 1GB minni, myndavél og MP3 spilara. Fer á Netið með Vodafone live! 39.900 kr. Komdu við í næstu Vodafone verslun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.