Fréttablaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 10
19. desember 2007 MIÐVIKUDAGUR
ÍRAK, AP Um það bil 300 tyrkneskir
hermenn réðust inn í norðanvert
Írak í fyrrinótt. Þeir héldu um það
bil þrjá kílómetra inn í landið þar
sem er hrjóstrugt og strjálbýlt
fjalllendi og hugðust ráðast þar
gegn liðsmönnum Kúrdasamtak-
anna PKK, sem vilja stofna sjálf-
stætt ríki Kúrda á þessum slóðum.
Á sunnudaginn hafði tyrkneski
herinn sent allt að fimmtíu her-
þotur til að varpa sprengjum á
Kúrda í þorpum enn lengra inni í
Írak. Írakska þingið fordæmdi þær
árásir og sagði þær gróf brot á full-
veldi Íraks.
Tyrknesk stjórnvöld sögðust hafa
fengið samþykki frá Bandaríkjun-
um fyrir þessum árásum og meira
að segja fengið upplýsingar frá
bandarísku leyniþjónustunni til að
styðjast við.
Í gær kom Condoleezza Rice,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
til Íraks og hitti þar ráðamenn,
bæði í höfuðborginni Bagdad og í
Kirkuk, sem er stærsta borgin í
norðanverðu landinu.
Í Bagdad sagði hún að Bandarík-
in, Tyrkland og Írak hafi sameigin-
legan hag af því að halda kúrdnesk-
um uppreisnarmönnum í skefjum.
Hún varaði þó Tyrki við því að gera
neitt sem stofnað gæti stöðugleik-
anum í norðanverðu Írak í hættu.
Hoshyar Zebari, utanríkisráð-
herra Íraks, sagðist sömuleiðis
hafa fullan skilning á því að Tyrkir
hefðu áhyggjur af uppreisnarsveit-
um Kúrda, en kvartaði þó undan
því að Tyrkir hefðu ekki látið
stjórnvöld í Írak vita af árásunum
fyrir fram.
Samtökin PKK, eða Kúrdíski
verkamannaflokkurinn, hafa barist
í meira en tvo áratugi fyrir stofnun
sjálfstæðs ríkis Kúrda í suðvestur-
hluta Tyrklands. Herskáir liðsmenn
samtakanna hafa haft bækistöðvar
í norðanverðu Írak og gert þaðan
árásir á tyrkneska herinn og fleiri
skotmörk í Tyrklandi.
Fljótlega eftir að leiðtogi þeirra,
Abdullah Öcalan, var handtekinn
og dæmdur í lífstíðarfangelsi í
Tyrklandi lögðu liðsmenn PKK
niður vopn, en á síðustu árum hafa
þeir gripið til þeirra á ný.
Hörð árás á tyrkneska hermenn í
september síðastliðnum varð til
þess að tyrkneska þingið samþykkti
að veita hernum heimild til að gera
árás á Kúrda handan landamæranna
í Írak. Bandaríkin mótmæltu í
fyrstu þeim áformum, en hafa síðan
lofað að styðja Tyrki í baráttunni
gegn PKK. gudsteinn@frettabladid.is
Bandaríkin styðja
árásirnar á Kúrda
Tyrkneski landherinn réðst í gær inn í Írak, tveimur dögum eftir að Tyrkir
gerðu loftárásir á Kúrda í Írak. Condoleezza Rice segir það sameiginlegan hag
Bandaríkjanna, Tyrklands og Íraks að hafa hemil á uppreisnarsveitum Kúrda.
FULLTRÚAR BANDARÍKJANNA Í ÍRAK Þau Ryan Crocker sendiherra og Condoleezza
Rice utanríkisráðherra á fundi með fulltrúum Kúrda, súnní-múslima, kristinna, Túrk-
mena og sjía-múslima í Kirkuk í norðanverðu Írak. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
með ánægju
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
2
3
6
1
5
22.900 kr.
Verð:
Langar þig að gleðja einhvern sérstaklega mikið um jólin?
Jólagjafabréf Iceland Express gefur þeim sem þér þykir vænt
um spennandi fyrirheit á nýju ári, hvert sem hugurinn leitar.
Bókaðu vel heppnaða jólagjöf á www.icelandexpress.is
Gjafabréfið gildir sem flug fram og til baka með sköttum og öðrum greiðslum til eins af
áfangastöðum Iceland Express í Evrópu. Bókunartímabil jólagjafabréfsins er frá 26. desember
til 31. janúar 2008 og eftir það gildir gjafabréfið sem inneign í 2 ár. Jólagjafabréfið gildir í flug
á tímabilinu 15. janúar til 30. júní 2008. Sætaframboð er takmarkað.
Hann fékk Berlín,
hún fékk Barcelona...
Jólagjafabréf Iceland Express hittir beint í mark
Jólagl
aðnin
gur
10 he
ppnir
kaup
endu
r
jólagj
afabr
éfa v
inna
ferð f
ram o
g til b
aka
til hv
aða á
fanga
staða
r
Icelan
d Exp
ress s
em er
!
Frábær
jólatilboð
Gríptu augnablikið og lifðu núna
Nokia 2626
Frábær og flottur sími
með FM útvarpi,
heyrnartólum og
hátalara. Fer á Netið
með Vodafone live!
7.900 kr.
Nokia 3110
Öflugur sími með
Bluetooth, myndavél
og stórum tökkum.
Fer á Netið með
Vodafone live!
18.900 kr.
Nokia 6500
Örþunnur og stílhreinn
3G sími með innbyggðu
1GB minni, myndavél og
MP3 spilara. Fer á Netið
með Vodafone live!
39.900 kr.
Komdu við í næstu Vodafone verslun