Fréttablaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 26
26 19. desember 2007 MIÐVIKUDAGUR
UMRÆÐAN
Jónas og jólin
Mikið var um dýrðir á tvíöld Jónasar Hallgrímssonar og
skáldskapur hans fyllti hvern krók og
kima þjóðlífsins. Ekki man ég eftir
betra afmæli og það lýsir vel sígildi
þessara kvæða að þau skuli enn þola
slíkan þaulflutning. Jónasarunnandinn
varð þvert á móti enn æstari í aðdáun
sinni og ók næstum ölvaður af línum
hans til og frá vinnu dag eftir dag, svo stundum lá
við slysi. (Spurning hvort lögreglan útvegi sér
ekki tæki til að mæla þann eilífðar anda.) Á
hverjum degi þöktu hugann nýjar „gleymdar“
hendingar. „...maðkinn tíni þrátt um byggð...“
Ýmislegt bar til tíðinda í kringum afmælið.
Aðspurður í Víðsjá um eftirlæti sitt eftir JH valdi
Guðmundur Andri „Enginn grætur Íslending“. Og
í einu vetfangi komst kvæði það, sem kallast svo
hversdaglega „Stökur“ í Ljóðmælum skáldsins, á
stall með „Ég bið að heilsa“, „Dalvísu“ og „Ferða-
lokum“. Þannig er menningararfurinn í sífelldri
mótun og jafnvel hin klassískustu skáld enn
síkvik og „virk“.
Það sem kom einna mest á óvart við 200 ár
Jónasar var hversu sterkur hann mætti til leiks.
Hversu djúpur og lifandi hann er. Satt að segja
grunaði mann, einhverstaðar lengst inni við
beinið, að ef til vill væri fullausið úr brunni hans.
En nei, þessi brunnur er eins og ástin hjá Shake-
speare; hann dýpkar aðeins við hverja fötu sem úr
honum er tekin. Það er víst sama hversu oft menn
segja Jónas bestan skálda, hann hlær að öllum
okkar klisjum og verður alltaf betri en okkar
bestu orð.
Því vakti talsverða undrun á afmælismorgni að
leiðari Morgunblaðsins fengi það ekki af sér að
minnast höfuðsnillings þjóðarinnar án þess að
flagga sínu „núlifandi þjóðskáldi“ og var hlegið að
þessu víða. Menningarstjórnun blaðsins er
sannarlega á enda komin þegar ekki einu sinni
Jónas Hallgrímsson má skyggja á Matta Jó.
Einn af hápunktum hátíðahaldanna var útgáfa
geisladisksins „Íslands minni“ þar sem Fífil-
brekkuhópurinn flytur lög Atla Heimis við ljóð
Jónasar. Hér og þar hafði maður heyrt sum
þessara laga en að hlusta á þau í
einum sveig er sterk upplifun.
Lagasmíðarnar eru hver annarri betri
og fara ljóðunum ákaflega vel, gæða
mörg þeirra glænýju lífi. Atli Heimir
tekst óhræddur á við kvæði sem þegar
eiga sér þjóðþekkt lög, líkt og „Álfa-
reiðin“ og „Ég bið að heilsa“, en
kemst ætíð vel frá verki, þótt reyndar
verði seint samið betur fyrir „Smávini
fagra“ en Jón Nordal gerði á sínum
tíma.
Það er eitthvað rammíslenskt við
þennan ljóðasveig sem spannar allt frá léttu
sumarlyndi til dauðalegs skammdegisdrunga. En
um leið er hér ákaflega heimsborgaralega að
verki staðið. Ef Jónas er okkar Heine er Atli
Heimir okkar Schumann og hér hefur þjóðin
eignast sinn Liederkreis. Ekki lítil gjöf það.
Lögin við „Söknuð“, „Gráttittling“ og „Dalvísu“
eru unaðslega fögur og það má heita mikið afrek
hjá tónskáldinu að hafa fundið með sér lag sem
hæfir„Ferðalokum“. Að aka niður Öxnadal í
snjóbjörtu desembermyrkri með þessar perlur í
græjunum er líkt og að aka inn í sjálfa nítjándu
öldina á gúmjárnuðum nútíðarjálki með útvarpið
stillt á Útvarp Fjölni. Og allt er þetta frábærlega
flutt af Fífilbrekkuhópnum. Hljóðfæraskipanin
píanó, fiðla, klarinett og bassi er auðvitað
ákaflega Jónasarleg; klarinettið flögrar um
fífilbrekkurnar á meðan bassinn fetar sig „að
þeim dimmu dyrum“. Þá fara söngvararnir vel
með lag og brag. Einkum vekur athygli hinn ungi
og heiðskýri tenór Eyjólfur Eyjólfsson, sem marg-
ir hlýða hér á í fyrsta sinn.
Þessi diskur er mikil þjóðargjöf. Megi þjóðin fá
hann og gefa í jólagjöf.
Höfundur er rithöfundur.
Jólagjöfin í ár
Það er eitthvað rammíslenskt við þennan
ljóðasveig sem spannar allt frá léttu sumar-
lyndi til dauðalegs skammdegisdrunga. En um
leið er hér ákaflega heimsborgaralega að verki
staðið.
HALLGRÍMUR HELGASON
UMRÆÐAN
Hagur aldraðra
Sú ákvörðun ríkis-stjórnarinnar að leggja
fram frumvarp næsta vor
um að draga úr skerðing-
um tryggingabóta aldr-
aðra vegna tekna þeirra
og vegna tekna maka
felur í sér verulegar end-
urbætur á málefnum aldr-
aðra. Það hefði vissulega
verið æskilegt að þessar umbætur
hefðu tekið gildi strax um áramót
en ei að síður ber að fagna þessum
umbótum sem mikikvægum áfanga.
En eldri borgarar sakna þess,að
ekki skuli að finna í tillögum ríkis-
stjórnarinnar ákvörðun um að
hækka lífeyri aldraðra frá almanna-
tryggingum. Afnám tekjutenginga
er mikilvægt skref en það njóta
ekki allir eldri borgarar hagræðis
af þeirri breytingu. Einhleypingar
meðal eldri borgara, sem ekki eru á
vinnumarkaði, njóta ekki afnáms
tekjutenginga vegna atvinnutekna.
Þeir njóta þess heldur ekki að
skerðingar vegna tekna maka séu
afnumdar. Brýnt er að bæta kjör
þessa hóps eldri borgara og raunar
allra eldri borgara þar eð lífeyrir
þeirra frá almannatryggingum er
allt of lágur og dugar hvergi nærri
fyrir framfærslukostnaði sam-
kvæmt útreikningum Hagstofu
Íslands.
Samfylkingin lýsti því yfir fyrir
síðustu alþingiskosningar, að hún
vildi leiðrétta kjör eldri borgara
með hækkun lífeyris. Samfylkigin
benti á, að lífeyrir aldraðra hefði
ekki um langt skeið tekið eðilegum
vísitöluhækkunum heldur dregist
verulega aftur úr í launaþróuninni.
Samfylkingin sagði: Við ætlum að
leiðrétta þetta. Tillögur um þessa
leiðréttingu hafa ekki komið fram
enn. Ef til vill stendur á Sjálf-
stæðisflokknum en á sama hátt og
Sjálfstæðisflokkurinn
hefur fallist á að draga úr
tekjutengingum hlýtur
hann að fallast á að leið-
rétta lífeyri aldraðra veru-
lega. Það þarf að stór-
hækka lífeyrinn svo eldri
borgarar geti lifað sóma-
samlegu lífi.
Það sem ríkisstjórnin
hefur nú ákveðið að gera
er eftirfarandi:
Skerðing tryggingabóta
vegna tekna maka fellur
niður 1. apríl. Þessi breyting hefði
átt að vera komin fyrir mörgum
árum, þar eð Hæstiréttur úrskurð-
aði í hinum fræga öryrkjadómi, að
það væri brot á stjórnarskránni að
skerða lífeyri öryrkja vegna tekna
maka. Hið sama á að sjálfsögðu við
um ellilífeyrisþega. Frítekjumark
vegna atvinnutekna á að hækka í
100 þúsund krónur á mánuði 1. júlí
nk. Áður hafði verið ákveðið að það
væri 25 þúsund kr. á mánuði. Hér er
um stefnumál Samfylkingarinnar
frá síðustu kosningum að ræða. En
Samfylkingin vildi að frítekjumark-
ið næði einnig til lífeyrissjóðstekna
og það er ef til vill enn mikilvægara
þar eð flestir eru í lífeyrissjóði en
tiltölulega fáir eldri borgarar eru á
vinnumarkaði. Hér fer ríkisstjórnin
þá leið sem ódýrust er fyrir ríkis-
sjóð en ekki þá leið sem gagnast
eldri borgurum best. Þessar ráð-
stafanir ríkisstjórnarinnar til þess
að draga úr tekjutengingum draga
úr því að lífeyrisþegum sé refsað
fyrir að vinna en þær fela ekki í sér
hækkun á grunnlífeyri frá Trygg-
ingastofnun. Þessar ráðstafanir
geta einnig sparað ríkinu stórfé á
móti útgjöldum, þar eð ríkið fær
skatta af öllum atvinnutekjum.
Háskólinn á Bifröst hefur reiknað
út að ef allar tekjutengingar væru
afnumdar mundi ríkið fá fjóra millj-
arða á ári í auknum skatttekjum.
Höfundur situr í stjórn 60+.
Hækkun lífeyris vantar
BJÖRGVIN
GUÐMUNDSSON