Fréttablaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 6
6 19. desember 2007 MIÐVIKUDAGUR ORKUMÁL Álitamál er hvaða laga- heimildir þurfi að vera til staðar til að Landsvirkjun geti gert umbreytingu á starfsemi sinni, eins og kom til með stofnun Lands- virkjunar Power. Þetta segja lög- fróðir menn sem Fréttablaðið hefur rætt við um málið. Enginn þeirra treysti sér til þess að svara þeirri spurningu að svo stöddu. Tilkynnt var á dögunum um stofnun Landsvirkjunar Power, dótturfyrirtækis Landsvirkjunar, sem mun taka þátt í útrásarverk- efnum Landsvirkjunar í orkumál- um. Um hlutafélag er að ræða, og verður eigið fé félagsins átta milljarðar króna. Það tekur til starfa um áramót. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er margt óljóst í málinu hvað varðar lagaheimildir, og ýmis atriði sem beri að skoða nánar. Annars vegar þurfi að svara því hvaða lagaheimildir þurfi að vera til staðar til að fyrir- tæki í eigu ríkisins geti gert slíkar breytingar á starfsemi sinni, og hins vegar hvort þær séu fyrir hendi. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að Geir H. Haarde forsætisráð- herra teldi ekkert athugavert við stofnun dótturfyrirtækis Lands- virkjunar. Þar sé ríkisfyrirtæki að búa til umgjörð um fram- kvæmdir innanlands og fjárfest- ingar í útlöndum. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, kveðst ósammála Geir. Hann setji spurn- ingamerki við samkrull innlendr- ar starfsemi Landsvirkjunar og útrásarverkefnum. Þar eigi að taka átta milljarða út úr Lands- virkjun og setja í einkahlutafélag, þar sem stjórnendur þess fái að ráðskast með féð án þess að almenningur fái neitt með það að segja. „Það vakna margar aðrar spurn- ingar, til dæmis um lagaumhverf- ið sem kann að taka breytingum á næstunni og hvort þetta sé undan- fari einkavæðingar Landsvirkj- unar. Síðan er það ekki sérlega vel til þess fallið til að skapa traust að gera þetta opinbert tveimur dögum eftir að Alþingi fer heim í jólafrí. Þetta er óðagot, og það gengur ekki.“ Hann segist hefðu viljað sjá þetta mál rætt opinberlega, og Vinstri grænir muni vekja máls á því þegar þing kemur saman á ný eftir áramót. salvar@frettabladid.is Það vakna margar aðrar spurningar, til dæmis um lagaumhverfið sem kann að taka breytingum á næstunni og hvort þetta sé undanfari einkavæðingar Lands- virkjunar. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON FORMAÐUR VINSTRI GRÆNNA Flæddi inn í fimm kjallara Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti fimm lekaútköllum í fyrrinótt og gærmorgun. Í öllum tilvikum var um að ræða að regnvatn hafði flætt inn í kjallara og valdið tjóni. Hvergi var þó um meiriháttar tjón að ræða. SLÖKKVILIÐ Sofnaði og velti steypudælu Steypudælubíll valt á hringveginum í Reykjadal í gærmorgun. Talið er að bílstjórinn hafi sofnað. Vegurinn var auður og veður gott. Bíllinn er talsvert skemmdur en bílstjórann sakaði ekki. LÖGREGLUFRÉTT VINNUMARKAÐUR Viðræðuhóparnir í kjarasamningsviðræðunum eru að fara í jólafrí. „Það hafa engin stór skref verið tekin. Það er verið að hjakka í þessu og það tekur bara tíma. Það eru mjög margir þættir til umræðu,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins. „Við verðum að þessa viku. Þegar hún er liðin reikna ég ekki með því að menn hittist aftur fyrr en eftir áramót.“ - ghs Kjaraviðræður settar í bið: Viðræðuhópar farnir í jólafrí VILHJÁLMUR EGILSSON Stöð 2 hækkar áskriftarverð Verð á mánaðaráskrift að Stöð 2 mun hækka um 3,71 prósent frá og með 5. janúar næstkomandi. Fullt verð fyrir mánuðinn mun því hækka úr 5.390 krónum í 5.590 krónur. Verð á öðrum áskriftarmiðlum hjá 365 miðlum hækkar ekki. NEYTENDUR Þú vilt ekki fá hvaða jólasvein sem er inn um gluggann hjá þér! Hringdu núna í 570 2400 og fáðu frekari upplýsingar. www.oryggi.is Jólatilboð á Heimaöryggi. Prófaðu endurgjaldslaust í 3 mánuði. STJÓRNMÁL Tillaga meirihluta Samfylkingar og Vinstri grænna um sölu á 95 prósenta hlut Hafnarfjarðarbæjar í Hitaveitu Suðurnesja (HS) til Orkuveitu Reykjavíkur (OR) var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í gær. Tillaga sjálfstæðismanna um að selja allan hlutinn var felld. Hlutur Hafnarfjarðar í HS er nú 15,4178 prósent og verður seldur á genginu sjö. Í tillögu meirihlutans segir einnig að bæjarstjórn samþykki að fela starfshópi að leita eftir samkomulagi við OR um hugsanleg hlutafjár- skipti og er þar vísað til sameiginlegra hagsmuna sveitarfélaganna og íbúa þeirra. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri sagði oddvitana vera sammála í meginatriðum þessa máls, að selja beri stærstan hluta í Hitaveitu Suðurnesja og nota féð til að greiða skuldir. Hann sagði tillögu sjálfstæðismanna fljótvirknislega gerða þar sem hún gengi út frá einfaldri aðferðafræði um hvernig söluandvirðinu skuli varið. Horfir meirihlutinn meðal annars til langtímaskulda, lífeyris- og einkaskuldbindinga bæjarfélagsins. Lúðvík rifjaði upp að á sínum tíma hefði Hafnarfjarðarbær lagt Rafveitu Hafnarfjarðar inn í Hitaveitu Suðurnesja og vildi meirihlutinn með tillögum sínum um hlutafjárskipti við OR tryggja aðkomu bæjarins að þeim dreifikerfum sem eru í bænum. Rósa Guðbjartsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðis- flokks, fagnaði því að allir bæjarfulltrúar vildu selja hlutinn en hún lýsti hins vegar vonbrigð- um með að ekki ætti að selja hann allan. Kallaði hún eftir nánari rökum fyrir því sem og af hverju Hafnarfjarðarbær ætti að eiga hlut í OR. - ovd Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti að selja hlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja: Fjármunirnir nýttir til að greiða skuldir AF BÆJARSTJÓRNARFUNDI Í HAFNARFIRÐI Bæjarfull- trúar deildu um hvort selja ætti allan hlutinn eða 95 prósent hans. FRÉTTABLAÐIÐ/BRINK FJARSKIPTI Grunur leikur á að bankaábyrgð svissneska fjar- skiptafyrirtækisins Amitelo, sem bauð lægst í útboði vegna upp- byggingar GSM-kerfis á lands- byggðinni, sé fölsuð. Tilboði fyrir- tækisins var hafnað og því næstbesta, frá Vodafone, tekið í staðinn. Ríkiskaup, sem önnuðust útboðið, hafa kært tilurð banka á- byrgðarinnar til lögreglu. „Þetta var ekki fullgild ábyrgð sem við fengum,“ segir Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa. „Það vantaði í hana ýmis formsat- riði og þess vegna gátum við ekki tekið hana gilda.“ Hann segir að nú sé skoðað hvort bankinn sem nefndur var í ábyrgðinni hafi yfir höfuð gefið hana út. „Þetta eru mikil vonbrigði eftir að hafa unnið hörðum höndum að tilboðinu í marga mánuði,“ segir Jan Malkus, sem situr í stjórn Amitelo. Hann þvertekur fyrir að ábyrgðin sé fölsuð. „Við áttum von á mjög köldum mótvindi þegar við ákváðum að hefja rekstur á Íslandi. Ég vona bara að næsta útboð verði unnið með sanngjörnum hætti.“ Hann segist furða sig á því að Amitelo hafi yfir höfuð verið kraf- ið um bankaábyrgð áður en skrif- að var undir samning. Það sé ekki venjan í útboðum. - sþs Ógild bankaábyrgð Amitelo vegna uppbyggingar GSM-kerfis kærð til lögreglu: Gruna að tékkinn sé gúmmí FARSÍMI Forstjóri Ríkiskaupa segir að nú sé verið að skoða hvort bankaábyrgðin sem Amitelo lagði fram sé raunveruleg eða ekki. AMITELO Stjórnarmaður í Amitelo segir mikil vonbrigði að fyrirtækið hafi ekki hlotið samninginn. KIRGISISTAN, AP Stjórnarandstæð- ingar í Kirgisistan saka ríkis- stjórn landsins um að hafa stundað kosningasvindl í þingkosningunum, sem haldnar voru um helgina. Ak Jol, flokkur Kurmanbeks Bakiyevs forseta, atti kappi við Sósíaldemókrata og Ata Meken, flokk sem fyrrverandi þingfor- seti er í forystu fyrir. Stjórnarandstaðan hótar að efna til fjöldamótmæla ef ljóst þykir að stjórnin hafi átt við úrslitin til að bola andstæðingum forsetans af þingi. - gb Kosningar í Kirgisistan: Ásakanir um kosningasvindl ATKVÆÐI FELLUR Þessi aldraða kona setur kjörseðil í kassann. NORDICPHOTOS/AFP Á Landsvirkjun að taka þátt í orkuútrás með einkaaðilum? Já 39% Nei 61% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú búin(n) að setja upp jólaskraut? Segðu skoðun þína á visir.is LÖGREGLUMÁL Sveitarstjórinn í Grímsey, Brynjólfur Árnason, hefur verið leystur frá störfum vegna gruns um skjalafals og stórfelldan fjárdrátt úr sjóðum hreppsins. Fyrir nokkrum vikum var sveitarstjórinn dæmdur fyrir að hafa stolið um þrjú þúsund lítrum af olíu frá olíufélagi sem hann var umboðsmaður fyrir í Gríms- ey. Haft var eftir Alfreð Garðars- syni hreppsnefndarmanni á Stöð 2 í gær að stuldurinn næmi að líkindum milljónum króna og að Brynjólfur hafi við svik sín beitt yfirburða tölvukunnáttu umfram aðra hreppsnefndarmenn. - gar Sveitarstjórinn í Grímsey: Rekinn fyrir fals og fjárdrátt Lagaheimildir um orkuútrás óljósar Lögfróðir segja margt óljóst í máli útrásararmsins Landsvirkjun Power hvað varðar lagaheimildir. Svara þurfi því hvort heimildir séu í lögum fyrir slíkri breytingu á starfsemi ríkisfyrirtækis. Óðagot, segir formaður Vinstri grænna. KÁRAHNJÚKAVIRKJUN Meðal verkefna Landsvirkjunar Power verður að ganga frá framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun og halda utan um undirbúning virkjana í neðri hluta Þjórsár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.