Fréttablaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 12
19. desember 2007 MIÐVIKUDAGUR
DÓMSMÁL Héraðsdómur Austur-
lands dæmdi í fyrradag 27 ára
karlmann í átta mánaða fangelsi,
þar af sex skilorðsbundna, fyrir
að berja tvo menn með golfkylfu.
Þarf hann einnig að greiða þeim
um 370 þúsund krónur samtals í
miskabætur.
Mennirnir tveir, ásamt einum
öðrum, höfðu hitt vinkonu ákærða
á Egilsstöðum í maí síðastliðnum
og farið með hana í bíltúr. Þeir
voru í glasi og sögðu henni, í
stríðni að eigin sögn, að þeir ætl-
uðu að keyra hana til Eskifjarðar.
Varð hún skelkuð og hringdi í
ákærða. Hann kom á vettvang og
krafði mennina um afsökunar-
beiðni. Þegar þeir neituðu kýldi
hann annan þeirra í andlitið.
Mennirnir fóru því næst á golf-
völl á Eskifirði og léku golf. Þegar
þeir komu heim til sín á Eskifirði
birtist ákærði og réðst að þeim.
Barði hann annan þeirra til óbóta
með golfkylfu með þeim afleiðing-
um að hausinn brotnaði af kylf-
unni. Hinn manninn barði hann í
öxlina með kylfunni.
Árásarmaðurinn sagði að annar
mannanna hefði ætlað að lemja
sig með golfkylfu og hafi hann
barið hann í sjálfsvörn. Dómarar
féllust ekki á það. Sögðu þeir að
honum hefði verið í lófa lagið að
keyra burt af vettvangi. - sgj
Karlmaður hlaut 8 mánaða dóm fyrir að berja tvo menn með golfkylfu í bræði:
Hefndi vinkonu með golfkylfu
GOLFKYLFUR Árásarmaðurinn barði hina
tvo af svo miklu afli að hausinn brotnaði
af kylfunni.
HVERAGERÐI „Það vottar ekki fyrir
mengun í Varmá,“ segir Aldís Haf-
steinsdóttir, bæjarstjóri Hvergerð-
inga.
Hún telur það rangt sem fram
hefur komið um að lífríki árinnar
verði lengi að jafna sig eftir meng-
unarslysið, sem varð í byrjun mán-
aðarins. Þá láku niður 800 lítrar
klórs úr tanki við sundlaugina í
Laugaskarði og síðan í Varmá.
Mikið drapst af fiski.
„Lifandi botndýr hafa fundist á
þeim fjórum stöðum þar sem sýni
hafa verið tekin neðan spillingar-
staðar og við erum farin að sjá
fiska upp með allri á,“ segir Aldís.
„Útlitið er því alls ekki eins svart
og virtist vera í fyrstu,“ segir hún.
Enginn verður áminntur vegna
slyssins, enda hefði „enginn mann-
legur máttur getað komið í veg
fyrir að kraninn brast“, segir Aldís.
Hún viðurkennir þó að mannleg
mistök hafi ráðið því að ekki var
tappi í karinu sem lá til öryggis
utan um sjálfan tankinn.
„En nei, við ætlum ekki að fara
út í það. Starfsmennirnir eru nátt-
úrulega miður sín og verklagsregl-
um hefur verið breytt,“ segir hún.
Slysið hafi verið áminning í sjálfu
sér.
Til að koma í veg fyrir svipuð
slys í framtíðinni er nýr tankur í
smíðum og klór verður ekki settur
í þann gamla. - kóþ
Enginn starfsmaður verður dreginn til ábyrgðar vegna klórslyssins í Varmá:
Vottar ekki fyrir menguninni
TANKURINN OG KARIÐ Enginn tappi var
í karinu, sem átti að hindra leka úr tank-
inum við sundlaugina í Laugaskarði.
MYND/SUNNLENSKA
EF ÞÚ GETUR BORIÐ HANN
PAKKINN
600 KR.
Jólaóskir
UMHVERFISMÁL Starfsleyfi sem
Heilbrigðisnefnd Suðurlands gaf
út fyrir fiskþurrkun Lýsis hf. í
Þorlákshöfn hefur verið stytt úr
fjórum árum í átján mánuði af
umhverfisráðuneytinu.
Fiskþurrkun Lýsis hefur mætt
mikilli andspyrnu. Sveitarfélagið
Ölfus og aðrir sem kærðu starfs-
leyfi Lýsis sögðu lyktina frá fisk-
þurrkuninni vera kæfandi og að
„á vissum tímum hafi nánast verið
ólíft í nábýli við starfsemina,“
eins og segir í úrskurði ráðuneyt-
isins. Sögðust kærendur ósáttir
við að Lýsi fengi endurnýjað
starfsleyfi til fjögurra ára „þrátt
fyrir ítrekaðar vanefndir fyrir-
tækisins um að ráða bót á lyktar-
mengun,“ segir í úrskurðinum.
Meðal skilyrða fyrir endurnýj-
uðu starfsleyfi var að Lýsi kæmi
upp nýjum búnaði til að eyða
lyktarmenguninni. Um var ræða
þvotta- og þéttiturn sem síðar
reyndist ekki unnt að fá bygging-
arleyfi fyrir hjá sveitarfélaginu.
Lýsi fyrir sitt leyti kærði þetta
ákvæði starfsleyfisins til
umhverfisráðuneytisins sem tók
undir með fyrirtækinu og sagði
það hafa verið ólögmætt af hálfu
heilbrigðisnefndarinnar sem ekki
hafi getað treyst því að Lýsi fengi
nauðsynlegt byggingarleyfi fyrir
búnaðinum.
Þegar auglýst var á sínum tíma
eftir athugasemdum við fyrirhug-
að starfsleyfi Lýsis kom fram að
það ætti að vera til átján mánaða.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands
ákvað síðan að leyfið yrði veitt til
mun lengri tíma, eða til fjögurra
ára þar sem sá tímarammi væri
meginreglan í útgáfu starfsleyfa.
Umhverfisráðuneytið tekur hins
vegar undir með andstæðingum
starfsleyfisins og segir það hafa
verið ólögmæta stjórnsýsluhætti
af hálfu heilbrigðisnefndar að
gera þessa breytingu eftir að
frestur til athugasemda var lið-
inn.
Niðurstaða umhverfisráðuneyt-
isins er að Lýsi fái átján mánaða
starfsleyfi fyrir fiskþurrkuninni
frá 1. desember 2006 að telja ef
fyrirtækinu tekst að afla sér
byggingarleyfis fyrir áðurnefnd-
um þvotta- og þéttiturni. Fyrir
liggi að mikil og langvarandi
mengun hafi stafað frá fiskþurrk-
uninni. Lýsi er því enn háð því að
fá byggingarleyfi frá bæjaryfir-
völdum í Ölfusi sem áður hafa
hafnað því að gefa út slíkt leyfi.
gar@frettabladid.is
Starfsleyfi daunillrar
fiskþurrkunar stytt
Umhverfisráðuneytið hefur stytt starfsleyfi fiskþurrkunar Lýsis í Þorlákshöfn úr
fjórum árum í átján mánuði. Skilyrði er uppsetning tiltekins lykteyðingarbún-
aðar sem sveitarfélagið Ölfus hefur hafnað að veita byggingarleyfi fyrir.
ÞORLÁKSHÖFN Fiskþurrkun Lýsis í Þorlákshöfn hefur verið íbúum þyrnir í augum
vegna lyktar sem þeir segja vera kæfandi þannig að stundum sé nánast ólíft í grennd
við starfsemina.
Á vissum tímum hafi nán-
ast verið ólíft í nábýli við
starfsemina.
KÆRENDUR FISKÞURRKUNAR LÝSIS Á
ÞORLÁKSHÖFN