Fréttablaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FÓLK Randver Þorláksson leikari verður í aðalhlut- verki í nýrri auglýsingaher- ferð Kaupþings sem hrundið verður af stað í sjónvarpi á gamlárskvöld. Honum til aðstoðar verður breski leikarinn John Cleese sem lék í sams konar auglýsingu hjá Kaupþingi í fyrra. Randver vildi ekki tjá sig um málið í gær. „Ég er bundinn trúnaðarskyldu og get ekkert tjáð mig,“ sagði Randver. Mikil leynd hefur hvílt yfir gerð Kaupþingsauglýs- inganna en þær voru teknar upp í Los Angeles fyrir skömmu af bandarísku tökuliði. Höfundur auglýsinganna er Jón Gnarr en hann var við- staddur tökurnar sem og aðrir starfsmenn auglýs- ingastofunnar Ennemm, sem framleiðir auglýsing- arnar. Líklegt þykir að auglýs- ingin verði frumsýnd á gamlárskvöld, en sá háttur var hafður á í fyrra þegar Cleese birtist landsmönn- um óvænt ásamt Þorsteini Guðmundssyni. Mikið hefur gengið á hjá Randveri í haust en hann var meðal annars rekinn úr Spaugstofunni eftir áratugalangt starf. Brottvikningin var mjög umdeild og lýstu margir yfir óánægju sinni með hana. - hdm / sjá síðu 50 Sími: 512 5000 MIÐVIKUDAGUR 19. desember 2007 — 345. tölublað — 7. árgangur HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ JÓLIN KOMA O.FL. HEIL HEIM Þeir sem þurfa að ferðast landshorna á milli til þess að komast heim til sín um jólin en eiga ekki góðan bíl geta kynnt sér möguleikann á því að taka bílaleigubíl á einum stað og skila honum á öðrum. BÍLAR 4 KVEIKT Á ÖLLUNýtt met í raforkunotkun var sett á höfuðborgarsvæðinu 10. desember síðastliðinn en ástæðan er umfangs-mikil jólalýsing ásamt hefðbundinni notkun í atvinnulífinu. JÓL 2 Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugar- nesskóla á jólaminningar úr æsku sem gæddar eru fögnuði og spennu. En fyrst er hún innt eftir upprunanum að íslenskum sveitasið. „Ég er svolítil flökkukind. Átti heima í Ólafsvík þar til ég var sjö ára, þá flutti ég vestur í Dali, síðan á Akranes og svo til Reykjavíkur. Ég held að eftir- minnilegustu jólin séu úr Ólafsvíkinni,“ segir Sigríð- ur brosandi og útskýrir það nánar. „Þá var venjan sú að börnin sæju ekki jólatréð og pakkana fyrr en á aðfangadagskvöld. Stofan var heilagt svæði Mamm skreytti tréð og lagði á borð þsofnað kæmu í heimsókn þannig að ég á fallega mynd í huga mér af okkur frændsystkinum prúðbúnum og drekk- andi appelsín. Svo kom alltaf jólasveinn og ég man hvað ég var hrædd við hann. Mér stóð líka ógn af jólakettinum sem ég las um í bók og skoðaði myndir af. Mér fannst Grýla ljót en ég var hræddari við jóla- köttinn. Það var þó alveg passað upp á að ég fengi ný föt svo ég hafði ekkert að óttast.“ Þegar Sigríður er á leið í myndatöku fyrir utan Laugarnesskólann bendir hún á fallegt furutré í mat- sal skólans og rekur uppruna þess K skólans á land up i í Stofan heilagt svæði Sigríður utan við fagurlega skreyttan glugga Laugarnesskólans. FRÉTTABLAIÐ/VÖLUNDUR VEÐRIÐ Í DAG BLESSUÐ JÓLIN Waldorf-salat í nýjum búningi Sérblað um jól og jólahald FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG SIGRÍÐUR HEIÐA BRAGADÓTTIR Fannst Grýla ljót en hræddist jólaköttinn jól bílar Í MIÐJU BLAÐSINS blessuð jólinMIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 Waldorfsalat í nýjum hátíðarbúningiSiggi Hall kynntist Waldorf-salatinu á Waldorf-hótelinu BLS. 2 Kaddafí stelur senunni Einar Már Jónsson skautar yfir opinbera heimsókn Kaddafís Libíuleiðtoga til Frakklands. Í DAG 22 Kominn með skóinn Magnús Páll Gunnarsson fékk bronsskóinn loksins afhent- an. ÍÞRÓTTIR 44 www.postur.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 0 7 -1 5 3 5 Börnin fara að hlakka til Eru jóla- sendingarnar farnar í póst? FRÁBÆR TILBOÐ! SÉRBLAÐ FYLGIR Alkar fá Einar Má Björgólfur Guðmundsson hyggst gefa inniliggjandi sjúklingum hjá SÁÁ bók Einars Más í jólagjöf. FÓLK 50 Barist um Beð mál í borginni Tískuhönnuðir vilja að flíkur þeirra verði notaðar í kvikmynd- inni. FÓLK 38 TALSVERÐ RIGNING VESTRA - Í dag verður sunnan strekkingur um mest allt land. Talsverð rigning vestan til, minni rigning annars staðar. Þurrt að mestu fyrir austan. Hlýtt í veðri. VEÐUR 4       LÖGREGLUMÁL „Það eru komnir alvarlegir brestir í liðsheildina,“ segir Gísli Jökull Gíslason, lög- reglumaður í Reykjavík, í leiðara Lögreglublaðsins. Gísli Jökull, annar ritstjóra Lög- reglublaðsins, segir yfir þrjátíu lögreglumenn höfuðborgarsvæðis- ins hafi sagt upp störfum á árinu. Umsækjendur um nám í Lögreglu- skólanum séu nú færri en stöðurn- ar sem í boði séu. Áður fyrr hafi þrír til fjórir sótt um hverja stöðu. Að sögn Gísla Jökuls er fjöldi lögreglumanna á höfuðborgar- svæðinu öllu sá sami nú og áður var í Reykjavík einni. „Vegna mann- fæðar þá kemur upp sú staða allt of oft að nemar og afleysingamenn eru skráðir saman á lögreglubif- reiðar,“ skrifar Gísli Jökull. „Nor- rænir lögreglumenn skilja ekki hvernig við vogum okkur að láta ófaglært fólk vinna lögreglustörf sem þeir vita að eru krefjandi og vandasöm.“ Sameining lögregluembættanna á höfuðborgarsvæðinu reyndist skammgóður vermir að sögn Gísla Jökuls. „Fyrir sameininguna fann ég fyrir mikilli bjartsýni gagnvart nýju embætti en eftir að það hóf störf þá kólnaði mjög hratt á henni. Vinnuálag jókst verulega, lögreglu- menn hættu að hittast sín á milli og í almennu deildinni fór vinnan að verða keyrsla á milli endalausra verkefna,“ skrifar Jökull. Skýringuna á brotthvarfi úr lög- regluliðinu segir Gísli Jökull vera mjög mikið álag og bág laun. Sjálf- ur hafi hann ekki fengið neitt helg- arfrí í nóvember. „Mér finnst lög- reglustarfið skemmtilegt en mér finnst fjölskylda mín skemmtilegri og ef þessu heldur áfram mun ég leita mér að nýjum starfsvettvangi fljótlega,“ skrifar hann. „Ég er sammála Gísla um nauð- syn þess að fá sem flesta menntaða lögreglumenn til starfa,“ segir Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra sem kveðst ekki hafa lesið grein Gísla Jökuls og fjalli því ekki um efni hennar. - gar Miklir brestir sagðir innan lögreglunnar Ritstjóri Lögreglublaðsins segir afleysingamenn og nema setta í vandasöm verk sem aðeins séu á færi faglærðra lögreglumanna. Nauðsyn að fá sem flesta menntaða lögreglumenn segir dómsmálaráðherra. Áramótaauglýsing Kaupþings með Randver Þorlákssyni í aðalhlutverki: Randver leikur á móti Cleese RANDVER ÞORLÁKSSON JOHN CLEESE VIÐSKIPTI Ekkert bendir til þess að umfang skattsvika í gegnum erlend eignarhaldsfélög hafi minnkað frá árinu 2004 að mati Bryndísar Kristjánsdóttur skatt- rannsóknarstjóra. Í skýrslu starfshóps, sem kom út fyrir þremur árum, segir að umfang skattsvika vegna erlendra teng- inga nemi einu til einu og hálfu prósenti af tekjum ríkisins. Stand- ist það hafa skattsvik í gegnum erlend eignarhaldsfélög numið um fimmtán milljörðum króna á síðustu þremur árum. Sjá Markaðinn / - bg Erlendum eignarhaldsfélögum á Íslandi fjölgar: Skattsvik færast í vöxt LOGAR Á 85 ÞÚSUND JÓLAPERUM Á vegum Orkuveitu Reykjavíkur loga nú um 85 þúsund perur í jólaskreytingum um allt höfuðborgarsvæðið. Eyvindur P. Eiríksson rithöfundur naut birtunnar í miðbæ Reykjavíkur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.