Fréttablaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 48
28 19. desember 2007 MIÐVIKUDAGUR Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Starfsemi Vatnamælinga hófst árið 1947 með rennslismælingum á vegum raforkumálastjóra. Af því tilefni er efnt til tvískiptrar afmælisdagskrár í dag. Að dagskránni koma allmargir íslenskir og erlendir sérfræðingar á sviði loftslags-, orku- og þróunarmála og vatnafræði. Síðastlið- in tuttugu ár hafa Vatnamælingar heyrt undir Orkustofnun og miðað að kerfis- bundinni söfnun upplýsinga um vatna- far landsins og umhverfiseiginleika. Árni Snorrason, forstöðumaður Vatna- mælinga Orkustofnunar, segir þetta þó ekki eina hlutverkið. „Við stundum líka jöklamælingar og ýmsar rannsóknir. Gerum til að mynda vatnafræðileg líkön og afrennsliskort og stundum jöklarannsóknir og fleira í þeim dúr,“ segir Árni og bætir við: „Svo skoðum við reglulega áhrif loftslags- breytinga á endurnýjanlega orkugjafa, sérstaklega vatn.“ Árni segir mikilvægi vatnamælinga mikið. „Í grunninn er mikill breytileiki í bæði veðri og vatnafari og þegar á að nýta auðlindir á borð við vatn skiptir miklu að þekkja þennan breytileika,“ segir Árni og bendir á að öll hönnun og áætlanagerð við virkjanir byggi á að þekkja sem best þennan breytileika. Þá þurfi að huga snemma að mæling- um enda tíminn afstæður þegar kemur að vatnamælingum því breytingar geta orðið með margra mánaða, ára eða jafn- vel áratuga millibili. Vatnamælingar hafa að sögn Árna breyst nokkuð á síðastliðnum sex- tíu árum sem þær hafa verið stundað- ar. „Í upphafi var verið að skoða miklu smærri skala í nýtingu á vatni,“ segir Árni, en mikil breyting hafi orðið þar á með tilkomu Búrfellsvirkjunar. „Mesta breytingin síðari ár er aukinn áhugi á loftslagsbreytingum, tækniþróun og meiri menntun á þessu sviði,“ segir Árni, en starfsmenn Vatnamælinga hafa menntun úr ýmsum áttum og má þar nefna vatnafræðinga, jöklafræð- inga, landfræðinga og sérfræðinga í upplýsingatækni. Flóðamál hafa einn- ig verið mönnum hugleikin frá flóðinu mikla úr Vatnajökli árið 1996. „Þetta var viðvörun um að hér gætu átt sér stað atburðir, stærri en áður höfðu sést í okkar mælingum. Mönnum varð ljóst að þetta væri eitthvað sem þyrfti að at- huga mikið betur og síðan hefur verið tekið stórt skref í þeim málum,“ útskýr- ir Árni. Afmælisdagskrá Vatnamælinga fer fram á tveimur stöðum. Fyrir há- degi er málstofa í Orkugarði, Grens- ásvegi 9, um loftslags- og jöklabreyt- ingar á 21. öld og áhrif þeirra á nýt- ingu vatnsorku. Eftir hádegi verður afmælisdagskrá á Hótel Loftleiðum, þar sem fjallað verður í víðu sam- hengi um málefni tengd vatni. Nánari upplýsingar: www.os.is solveig@frettabladid.is VATNAMÆLINGAR ORKUSTOFNUNAR: DAGSKRÁ Í TILEFNI AF 60 ÁRA AFMÆLI Breytileiki í veðri og vatnafari MARIANNE FAITHFULL TÓNLISTARKONA ER 58 ÁRA „Uppreisn er það eina sem heldur í manni lífinu.“ Marianne var þekktust fyrir að vera kærasta Mick Jagger á hátindi frægðar The Rolling Stone á sjöunda áratugnum. Ítalski stórleikar- inn Marcello Mastr- oianni lést þennan dag. Hann er talinn vera einn besti leik- ari Ítala fyrr og síðar og er eini leikarinn, ásamt Jack Lemmon, sem hefur tvívegis fengið verðlaun, á kvik- myndahátíðinni í Cannes. Hann var einnig tilnefndur til Óskars- verðlauna þrisvar sinnum. Mastroianni fæddist hinn 26. september 1924 í Fontana Liri og ólst upp bæði í Tórínó og Róm. Hann var tekinn til fanga af nasistum í seinni heimsstyrj- öldinni, en náði að flýja og fór í felur í Feneyjum. Í kjölfarið byrj- aði hann í leiklist. Stjarna hans reis mjög hratt og hans frægasta mynd er sennilega La dolce vita eftir Federico Fellini árið 1960. Mastroianni giftist leik- konunni Floru Cara- bella og áttu þau eina dóttur saman. Þrátt fyrir að hann hafi verið giftur Floru til dauðadags, átti hann aðrar kærustur og er þar frægust Catherine Deneuve sem hann var með stóran hluta sjöunda áratugarins. Þau eiga saman dóttur, Chiara. Mastroi- anni lést sjötíu og tveggja ára gamall. Við dánarbeð hans voru samankomnar Flora, Deneuve og þáverandi kærasta hans Anna. ÞETTA GERÐIST: 19. DESEMBER 1996 Mastroianni lést VATNAMÆLINGAR 60 ÁRA Árni Snorrason, forstöðumaður Vatnamælinga. 60 ár eru liðin frá stofnun Vatnamælinga og af því tilefni verður haldin vegleg afmælisdagskrá í dag. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA timamot@frettabladid.is Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, Jóhann Ragnarsson læknir, lést á heimili sínu, Laufásvegi 62, mánudaginn 17. desember. Útförin fer fram í Dómkirkjunni fimmtudaginn 27. desember kl. 13. Hanna Gunnarsdóttir Anna Jóhannsdóttir Ástráður Eysteinsson Heiða Jóhannsdóttir Björn Þór Vilhjálmsson Magnús Jóhannsson María Björg Sigurðardóttir Stefán Þorri Magnússon Jóhann Ástráðsson Anna María Magnúsdóttir Eyja Ástráðsdóttir. Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, Valdemars Sveinssonar Ólafsgeisla 111, Reykjavík. Ingunn Stella Björnsdóttir Elísabet Heiða Valdemarsdóttir Sveinn Hólm Valdemarsson Íris Björk Ingadóttir Ingvar Hafbergsson Jóhanna E. Ingadótttir Þórður Þrastarson Lilja Karen, Aldís Dröfn og Darri Freyr Karen Rós Valdemarsdóttir. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Svana Ragnarsdóttir Suðurbraut 20, Hafnarfirði, lést á gjörgæsludeild Landspítalans fimmtudaginn 13. desember. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju í dag, miðvikudaginn 19. desember, kl. 15.00. Jón Skúli Þórisson Ragnar Gunnar Þórhallsson Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir Jóhanna Þórey Jónsdóttir Ragnheiður Helga Jónsdóttir Berglind Jónsdóttir Ríkharður Sigurðsson barnabörn og langömmubarn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hilmar Garðars andaðist á Hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 5. desember. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í dag, miðvikudaginn 19. desember, kl. 15.00. Blóm og krans- ar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minn- ast Hilmars er bent á að láta líknarfélög njóta þess. Þorgerður Jörundsdóttir Anna María Hilmarsdóttir Þorsteinn Hilmarsson Guðrún Sóley Guðjónsdóttir Þorgerður Jörundsdóttir Þorsteinn Jörundsson Þuríður Elfa Jónsdóttir Jörundur Jörundsson Jóhanna Símonardóttir Steinunn Guðmundsdóttir Hilmar Þorsteinsson Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir og barnabarnabörn. Elskulegur sonur okkar, fóstursonur og bróðir, Högni Kristinsson, Jörundarholti 33, Akranesi, sem lést á krabbameinsdeild LSH fimmtudaginn 13. desember, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 21. desember kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarfélag krabbameins- sjúkra barna. Eva Björk Karlsdóttir Alfreð Örn Lilliendahl Sindri Snær Alfreðsson Aron Máni Alfreðsson Kristinn Richter Sigríður María Gísladóttir Tinna Richter Ari Richter. Innilegar þakkir til allra er sýndu samhug og hlýju vegna veikinda og andláts ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa, sonar, tengdasonar og bróður, Níelsar Rafns Níelssonar bifvélavirkjameistara, Funalind 15. Sérstakar þakkir færum við heimahjúkrun Karítas, læknum og hjúkrunarfólki á krabbameinsdeild og líknardeild Landspítalans. Guðbjörg Elsa Sigurjónsdóttir Ómar Níelsson Anna Björg Níelsdóttir Sigurður Sigurðsson Níels Birgir Níelsson Svanborg Gísladóttir Arnar Bjarki, Glódís Rún og Védís Huld. Hrefna Skagfjörð Hulda Sigurbjörnsdóttir Hermann Níelsson Björn Níelsson Hanna Níelsdóttir Halldóra Þórðardóttir Pálmi Þórðarson Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hjalti Ragnarsson, vélfræðingur, Ársölum 1, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag klukkan 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi. Sigríður E. Konráðsdóttir Konný R. Hjaltadóttir Óskar Guðjónsson Hjalti Heiðar Hjaltason Margrét Jónsdóttir Sigurður Ingvar Hjaltason Magnea Helga Magnúsdóttir Aðalheiður Íris Hjaltadóttir Árni Árnason barnabörn og barnabarnabörn. AFMÆLI LIMAHL poppstjarna er 49 ára. JENNIFER BEALS leikkona er 44 ára. ALYSSA MILANO leikkona er 35 ára. JAKE GYLLENHAAL kvikmynda- leikari er 27 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.