Fréttablaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 32
 19. DESEMBER 2007 MIÐVIKUDAGUR6 ● fréttablaðið ● blessuð jólin Hin hefðbundna uppskrift frá Waldorf Astoria-hótelinu varð til í kringum aldamótin 1900. Hún var gerð af yfirþjóni staðar- ins Oscar Tschirky og sló salat- ið strax í gegn. „Sú uppskrift er svo sem ekki mjög merkileg. Yf- irþjónninn hrærði niðurskornum eplum og selleríi út í majónes og þar með var salatið tilbúið. Niður- skornar valhnetur urðu síðar hluti af salatinu og er salatið yfirleitt borið fram á salatbeði. Hins vegar þætti salat úr majónesi, selleríi og eplum ekki mjög fínt í dag og er þetta því oft kryddað til,“ segir Siggi sem hefur sjálfur snætt sal- atið góða í því horni hótelsins þar sem það var fyrst borið fram. „Ég hef stundum verið á Wald- orf Astoria og það er með merki- legri hótelum sem til eru. Það er gríðarlega falleg styttan af gyðj- unni við innganginn eftir Nínu Tryggvadóttur og hótelið sjálft er í afskaplega flottum art deco-stíl. Þar er líka klukkan fræga sem er algengt minni í gömlum bíómynd- um. Hótelið er í miðju Manhattan og hef ég tvisvar verið þar hálf- gerður heiðursgestur í boði Wald- orf,“ segir Siggi en í fyrra skipt- ið var hann að gera sjónvarps- þætti og skipuleggja Food & fun. Í seinna skiptið var hann þar gesta- kokkur þegar íslenska lambakjötið var í hávegum haft í mikilli veislu hjá Explorers Club. „Þetta var ein merkilegasta upplifun sem ég hef orðið fyrir á minni matreiðslu- meistaraævi því að í kokteilboð- inu á undan var boðið upp á ýmsa smárétti sem voru í anda þeirra landkönnuða sem þvælst hafa um hitabeltisfrumskóga og norður- og suðurpóla. Það voru þarna kakka- lakkar, sporðdrekahalar, tarantúl- ur heilbakaðar í tempura-deigi, snákar, bifrar, krókódílar, lirfur og svo framvegis,“ segir Siggi ákaf- ur. En á Waldorf lærði hann líka að grilla steikur í New York-stíl. „Á Waldorf er frábært steikhús sem heitir Bull and Bear. Á Manhatt- an eru steikurnar grillaðar ofan frá og er þetta oft kallað hið upp- runalega grill og dregur Grillið á Hótel Sögu nafn sitt af þess hátt- ar grillum sem þar voru.“ Það er því ljóst að hótelið góða hefur leik- ið stórt hlutverk á matreiðsluferli Sigga Hall. Waldorf-salat hefur alltaf verið mikið notað með villibráð og kalk- ún. „Fólk hefur verið að leika sér með ýmis tilbrigði en í upphafi voru Íslendingar eitthvað hræddir við selleríið og vildu ekki hafa það með en selleríið er nauðsynlegt. Bragðið af selleríinu og eplunum saman frískar upp matinn sem verið er að borða og er þetta líka mjög gott með hangikjöti,“ segir Siggi. „Mér finnst mjög gott að nota skyrið því þá ertu með þessa íslensku og góðu afurð sem oft er hægt nota líkt og sýrðan rjóma og mascarpone. Skyrið er afar prót- ínríkt og fitulaust og það kemur mjög vel út. Það þarf hins vegar alltaf að krydda það aðeins vegna þess að það er þurrt á bragðið. Bragðið er stundum líkt og af ungu víni,“ segir Siggi sem hefur undanfarið verið að vinna með skyrið á nýjum nótum. „Í grunn- inn nota ég hið hefðbundna Wald- orf-salat en ég nota skyr og sýrð- an rjóma í stað majónessins. Síðan krydda ég skyrið og sæti það, sýð og salta upp. Svo set ég eplin og sellerístilkana út í og valhnetur og vínber eins og í klassísku Waldorf- salati,“ útskýrir Siggi en bætir við: „Svo kem ég með þrenns konar til- brigði fyrir þá sem vilja öðruvísi salat sem hæfir betur þeim aðal- rétti sem er á boðstólum hverju sinni. Þá getur fólk leikið sér með þetta fram og til baka.“ -hs WA L D O R F - S KYR S A L AT Uppskrift fyrir 6-8 1 lítil dós hreint skyr 4 msk. sýrður rjómi (fituhlutfall smekksatriði) 2 tsk. dijon-sinnep Safi úr hálfri sítrónu 2 msk. hlynsíróp Smá kryddsalt (Herbamare) Nokkrir snúningar úr kvörn með hvítum pipar. Öllu blandað saman. 1–2 græn epli, flysjuð, kjarnhreinsuð og skorin í litla teninga. 1–2 sellerístilkar fínt sneiddir. Hrært út í. ½ dl valhnetur, þurr-ristaðar á pönnu. ½ dl steinlaus vínber, skorin í tvennt. Stráð ofan á. TILBRIGÐI Það má blanda saman majonesi og þeyttum rjóma til jafns og nota í staðinn fyrir sýrðan rjóma. Þeir sem vilja fá austurlenskan blæ geta bætt út í fínt hökkuðum chili, engiferi, ½ tsk. af steyttum kóríander, ½ tsk. af steyttum kardimommum og örlitum ananas Fyrir norrænan mataráhuga má merja með gaffli 1–2 msk. af gráðaosti og nota perur til helminga við eplin eða eingöngu. Göngum við í kringum einiberjarunn er alþekktur jólasöngur á Íslandi. Eins og nafn runnans bendir til þá vaxa á honum einiber og þau eru notuð í ýmsa sælkerarétti, einkum villibráð. Þau eru til dæmis afargóð með gæsasteik, hreindýrasteik og í kæfu úr villibráð. Öfugt við flestar aðrar kryddtegundir eru það einkum Norðurlandabúar sem nota einiber í matseld enda er runninn sem þau spretta á eitt af fáum kryddtrjám sem vaxa á norð- urhveli jarðar og er til dæmis eini barrviðurinn sem er upprunalegur á Íslandi. Berin eru marin í mortéli eða á annan hátt fyrir notkun til að bragðið njóti sín í kjötréttunum. Waldorf-salat í nýjum búningi ● Það þekkja flestir hið víðfræga Waldorf-salat sem á uppruna sinn að rekja til Waldorf Astoria-hótelsins í New York og hefur það löngum verið viðloðandi hátíðamat ýmiss konar. Siggi Hall hefur útbúið salatið góða en þó í töluvert breyttum búningi. Waldorf-salat à la Siggi Hall er girnilegt á að líta. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /A N TO N B RI N K Siggi Hall hefur útbúið nýstárlegt Waldorf-salat úr skyri og setur hann fram ýmis tilbrigði við upp- skriftina. Kanill er ilmríkur börkur kaniltrés sem er sígrænt tré af lárviðarætt og á uppruna sinn á Srí Lanka. Hann er með elstu kryddtegundum heims. Til eru heimildir um hann í austurlenskum ritum frá því 5000 f. Krist. Kanill var notaður í tveimur þriðju allra franskra upp- skrifta frá 13. og 14. öld sem varðveist hafa. Innri lög kanilbarkarins eru vafin upp í stangir og eru þær betri því ljósari sem þær eru. Kanilstangir eru malaðar til að fá kanil í duftformi eins og við þekkjum hann best út á mjólkurgrautinn og í piparkökurnar. Vanillujurtin er ættuð frá Mið- Ameríku og í Veracruz í Mexíkó ku loftið vera höfugt af vanilluilmi. Þurrkaðir fræbelgir vanillujurtar- innar mynda vanillustangir sem bestar eru þegar þær eru bústnar og gljáandi. Það var á átjándu öld eða jafnvel nítjándu öld sem van- illan varð að einu allra vinsælasta bragðefni í sæta rétti. Vanillustangir má nota nokkrum sinnum ef þær eru soðnar, til dæmis í mjólkur- graut, sem þær gefa einstaklega góðan keim. Vanilluna notum við í ábætisrétti, krem, ís og heimagert konfekt. Hún ber með sér ljúfa angan í eldhúsið. Jólakryddið Negull er krydd úr þurrkuðum blómhnöppum negultrésins sem aðeins þrífst i hitabeltisloftslagi og nálægt sjó. Þau eru bleik eða hárauð. Saga neguls er löng. Sem dæmi um það má nefna að hann hefur fundist í grafhýsum egypskra faraóa. Negull þekktist í Evrópu á 8. öld og var eitt mest notaða kryddið á miðöldum en hér á landi er fyrst talað um hann á 18. öld. Negull er bragðsterkur og því þarf ekki mikið af honum, hvorki í kjötrétti né brauð. Malaður negull er notaður í bakstur, svo sem í kryddkökur og brúnar randalínur. Jólalegt er að stinga negulnöglum í appelsínur og mandarínur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.