Fréttablaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 40
19. DESEMBER 2007 MIÐVIKUDAGUR14 ● fréttablaðið ● blessuð jólin
„Jólasveinarnir hafa verið að þvælast hérna í Mý-
vatnssveitinni frá örófi alda. Ég sá þá fyrst þegar ég
var lítill gutti og núna er ég búinn að vera að vinna
með þeim í sex ár,“ segir Yngvi Ragnar Kristjánsson,
umboðsmaður jólasveinanna í Dimmuborgum í Mý-
vatnssveit.
Sveinarnir í Dimmuborgum eru þrettán talsins og
nú eru þegar nokkrir komnir til byggða. „Stekkjar-
staur var eins og fólk veit fyrstur. Hann var bæði
þreyttur og spenntur en á þessari fyrstu nóttu var
stjörnubjart úti og norðurljósin dönsuðu hérna í Mý-
vatnssveit svo það gekk gríðarlega vel að komast til
byggða. Síðan hafa þeir komið einn af öðrum til að
fara með gjöf í skóinn til krakkanna. Síðan eru þeir
líka í óða önn að taka á móti börnum á öllum aldri í
Dimmuborgum alla daga frá klukkan 13 til 15,“ segir
Yngvi Ragnar og heldur áfram: „Börnin geta spjallað
við sveinana og jafnvel sest í sætið þeirra sem er úr
hrauni inni á svokallaðri Hallarflöt. Einnig taka jóla-
sveinarnir lagið ef vel liggur á þeim og gefa börnun-
um epli. Síðan geta börnin fengið mynd af sér með
sveinunum á jólakort.“
Flestir gestir koma frá dölunum í kringum Mý-
vatnssveit, frá Akureyri, Húsavík og Egilsstöðum, en
nú eru að bætast í hópinn gestir frá Reykjavík og að
utan að sögn Yngva Ragnars. Sveinarnir eru einnig
á flandri um sveitina og hafa sveitungar tekið þeim
mjög vel.
„Flestir héldu að ég væri eitthvað skrítinn þegar ég
ákvað að fara í samstarf við jólasveinana. Sex árum
síðar eru hins vegar ferðamenn um þúsund í desem-
ber, þar sem áður var ekki neinn, svo það er talsverð-
ur munur á stuttum tíma,“ segir Yngvi Ragnar, sem
stundar annars alhliða ferðaþjónustu í Mývatnssveit.
„Ég starfa bara með jólasveinunum frá því þeir koma
til byggða og þangað til þeir hverfa til síns heima á
þrettándanum. Samt hef ég heyrt af því að sést hafi
til þeirra utan þess tíma, en þeir hafa ekki leyfi til
að fara út fyrir Dimmuborgir nema um jólin,“ segir
Yngvi Ragnar, sem hefur tekið á móti 700 gestum það
sem af er ári og býst við enn fleirum fram að jólum.
Allar nánari upplýsingar um sveinana er að finna
á: http://santaworld.is/is/Jolasveinninn/ - rh
Heimboð til sveinanna
í Mývatnssveit
● Jólasveinarnir í Dimmuborgum hafa leikið lausum hala í mörg hundruð ár að sögn Yngva
Ragnars Kristjánssonar sem lék við þá sjálfur sem lítill strákur.
Finnskur
útivistarfatnaður
frá North Ice
Vatnshelt og vindþétt.
Innifalið: Jakki og buxur,
fl íspeysa, fl ís millilag, bolur,
húfa og sokkar.
Kr 17.500,-
Icefi n • Nóatúni 17 • s: 5343177
www.icefi n.is
Fjörið í Dimmuborgum er mikið þessa dagana enda aðeins nokkrir dagar til jóla.
Jólasveinarnir í Dimmuborgum taka á móti gestum alla daga fram að jólum.
Krakkarnir geta sest í sæti jólasveinanna og látið fara vel um
sig í vetrarríki Mývatnssveitar.