Fréttablaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 18
18 19. desember 2007 MIÐVIKUDAGUR Svona erum við fréttir og fróðleikur 11 9. 71 0 93 .9 25 72 .5 16 96 .4 38 92 .8 58 1997 1999 2001 2003 2004 FRÉTTASKÝRING AUÐUNN ARNÓRSSON audunn@frettabladid.is > Fjöldi almennra póstsendinga í þúsundum talið. HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS Þegar aðeins fáeinar vikur eru til fyrstu forkosning- anna fyrir forsetakosn- ingarnar í Bandaríkjun- um virðist vera að draga nokkuð saman með keppi- nautunum í báðum stóru flokkunum. Fyrstu forkosingarnar fyrir for- setakjör í Bandaríkjunum verða í Iowa ríki 3. janúar, meira en ellefu mánuðum áður en kosningarnar sjálfar fara fram. Þar hefur ungi þingmaðurinn frá Illinois, Barack Obama, jafnað forskot Hillary Clinton meðal demókrata. Hjá repúblikum hefur suðurríkja- baptistaklerkurinn Mike Hucka- bee tekið fram úr Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra New York, sem annars hefur lengi haft mest fylgi meðal repúblikana á landsvísu. Pólitískt „hreinir sveinar“ Obama og Huckabee eiga það sam- eiginlegt, sérstaklega í saman- burði við reynsluboltana Clinton og Giuliani, að vera tiltölulega „hreinir sveinar“ í pólitík. Vel- gengni þeirra í skoðanakönnunum meðal Miðvesturríkja-smábæja- kjósendanna í Iowa er ekki sízt rakin til þess hve margir eru orðn- ir þreyttir á stjórnmálunum eins og þau hafa birzt fólki á síðustu árum. Hjá þeim kjósendum eiga pólitískir „hreinir sveinar“ meira upp á pallborðið eins og er. Obama og Huckabee forðast pólitískan skotgrafahernað af því tagi sem tíðkast hefur á síðustu árum vestra; þeir vilja báðir gegn- sæjar lausnir. Obama berst enn fyrir því að bandaríski herinn í Írak verði kallaður heim. Hucka- bee vill leggja bandarísku alríkis- skattstofuna niður. Í stað hefð- bundinnar skattheimtu komi um 30 prósenta virðisaukaskattur, sem að hans sögn ætti að skila svipuðum skatttekjum. Stefnumið af þessu tagi komast vel til skila í sjónvarpi, þar sem fljótlegt er að lýsa þeim. „Endurkoma siðferðisins“ Margir kjósendur eru þreyttir á valdataflinu og óska sér „endur- komu siðferðisins“ í stjórnmálin. Þetta fólk í báðum flokkafylking- um er móttækilegt fyrir einfeldn- ingslegum hugmyndum Obama og Huckabees. En eins og stjórnmálaskýrand- inn Anjana Shrivastava spyr sig í grein á fréttavef þýzka vikuritsins Der Spiegel – er þessi einfeldn- ingsháttur ekta, eða er hann bara kænska? Huckabee nýtur ráðgjaf- ar Dicks Morris, sem á sínum tíma var kosningaráðgjafi Bills Clinton. Og Morris var á tíunda áratugnum þekktari fyrir skilvirkni sína í starfi frekar en einfeldningshátt, unz hann þurfti að segja af sér vegna vændishneykslis. Obama er aftur á móti maður sem hefur klif- ið metorðastigann hratt, sem bend- ir heldur ekki til einfeldni. Stjórnmálareynsla Huckabees takmarkast að mestu við að hafa verið ríkisstjóri í Arkansas. Hann kemur frá sama litla bæ í því ríki og Bill Clinton, Hope. Hann á það líka sameiginlegt með Clinton að vera jafnan snöggur til svars og beita óspart kímni í tilsvörum. En í stjórnmálaviðhorfum eiga þeir fátt sameiginlegt. Ófáum Bandaríkjamanninum óar við sumum skoðunum baptista- predikarans. Hann er meðal ann- ars fylgjandi alríkisbanni við fóst- ureyðingum og hjónaböndum samkynhneigðra og hann álítur þróunarkenninguna ósannaða. Öðrum finnst hann með þessari óbilgjörnu afstöðu sýna siðferði- legan styrk sem geri hann að trú- verðugri stjórnmálamanni. Að minnsta kosti gerir þessi afstaða hans hann að pólitískum mótpól innanflokks-keppinautarins Giuli- anis, sem er þekktur fyrir frjáls- lynda afstöðu sína í þessum efnum. Margir óákveðnir Eftir árs kosningabaráttu virðast kjósendur í Iowa og New Hamp- shire enn klofnir í afstöðu sinni til frambjóðenda beggja flokka. Enn er um helmingur óákveðinn, sam- kvæmt könnun CBS/New York Times sem AP-fréttastofan vitnar til. Meðal demókrata mælist fylgi við Clinton, Obama og John Edwards nánast jafnt. Keppinaut- ar Clintons líta á Iowa sem tæki- færi þeirra til að skáka henni svo að hún slái þá ekki út strax frá fyrstu forkosningunum eins og annars er útlit fyrir miðað við það mikla forskot sem hún hefur notið í könnunum meðal demókrata á landsvísu. Clinton hefur þægilegt forskot í New Hampshire, þar sem forkosningar fara fram þann 8. janúar, og kosningamaskína henn- ar hefur úr milljóna dollara sjóð- um að spila til að heyja slaginn í ríkjunum sem röðin kemur að næst þar á eftir. Hvað repúblikana varðar vonast Mitt Romney til að sigur bæði í Iowa og New Hampshire ryðji brautina fyrir sig alla leið til útnefn- ingar, en Huckabee hefur tekið for- ystuna í Iowa. Giuliani treystir á að sigra í stærri og veigameiri ríkjum eins og Flórída, Kaliforníu, New York og Illinois. En hann á enn í höggi við Romney í New Hamp- shire, þar sem sá síðarnefndi – sem er fyrrverandi ríkisstjóri Massa- chusetts – á traust fylgi. Fred Thompson, hvers fylgi hefur dalað mjög á sama tíma og Huckabee hefur unnið á, vonast til að sigra í Suður-Karolínu og McCain gæti náð góðu fylgi í New Hampshire. Dregur saman með keppinautum ; S S annanir Frumvarp um varalið lögreglu hefur verið kynnt í ríkisstjórn, en ákveðið var að fresta framlagningu þess fram yfir áramót. Fram kemur í skýrslu dómsmálaráðherra til starfs- hóps um hættumat að sérstakar aðstæður geti kallað á tímabundna fjölgun lögreglumanna við störf. Varalið myndi geta hlaupið í skarð venjulegs lögregluliðs og aðstoðað það ef því þyrfti að beita af miklum þunga. Stefán Eiríksson er lögreglu- stjóri höfuðborgarsvæðisins. Er þörf á varaliði lögreglu? „Það er alveg klárt að sú staða getur komið upp í margvíslegum tilfellum. Til dæmis vegna almannavarna- ástands og stórra uppákoma, svo sem fjölmennra alþjóðlegra funda. Hvernig yrði slíkur mannskapur þjálfaður? „Ríkislögreglustjóri myndi vænt- anlega sjá um útfærslu þess í samvinnu við dómsmálaráðuneyt- ið. Við erum með vel skipulagða lögreglusveit og höfum verið í góðum og miklum samskiptum við björgunarsveitir sem hafa því virkað eins og varalið lögreglu ef þörf er á. Með frumvarpinu yrði samt skýrari rammi settur utan um þá starfsemi sem yrði þá aðeins til góða. SPURT & SVARAÐ FRUMVARP UM VARALIÐ LÖGREGLU Þörf á varaliði STEFÁN EIRÍKSSON Lögreglustjóri höfuð- borgarsvæðisins. Kosið var um leiðtoga Afríska þjóðarráðsins (ANC), á flokksþingi flokksins í Suður-Afríku á mánudag og niðurstaðna er að vænta í dag. Hvað er Afríska þjóðarráðið? Afríska þjóðarráðið hefur verið stjórnarflokk- urinn í Suður-Afríku frá því meirihlutaræði var komið á í landinu árið 1994. Flokkurinn skilgreinir sig sem „agað vinstri afl“. Samtökin Þjóðþing innfæddra Suður-Afríku- manna voru stofnuð árið 1912 til að berjast fyrir réttindum svartra í landinu. Samtökin urðu síðan Afríska þjóðarráðið árið 1923. Árið 1961 var hernaðararmur Afríska þjóðar- ráðsins myndaður, Spjót þjóðarinnar. Hvernig var starfsemi Afríska þjóðarráðs- ins? Afríska þjóðarráðið var í upphafi rétt- indasamtök og fór síðar að berjast gegn aðskilnaðarstefnunni. Baráttan einskorðaðist í upphafi við friðsamlegar aðgerðir en fóru síðan að verða ofbeldisfyllri þegar friðsamar aðgerðir þóttu ekki nógu árangursríkar. Afríska þjóðarráðið var skilgreint sem hryðjuverkasamtök af suðurafrískum stjórn- völdum og af flestum vestrænum stjórn- völdum, þar á meðal Bandaríkjunum og Bretlandi. Sovétríkin veittu Afríska þjóðarráðinu fjárstuðn- ing. Fall þeirra í lok níunda áratugarins batt enda á fjár- stuðninginn og um sama leyti breyttist afstaða margra vestrænna ríkja sem áður höfðu stutt suðurafrísku stjórnina sem bandamann gegn kommúnisma. Þetta leiddi meðal annars til friðarviðræðna í byrjun tíunda áratugarins. Hverjir eru helstu leiðtogar Afríska þjóðarráðsins? Fyrsti leiðtogi hernaðararms- ins Spjót þjóðarinnar, Nelson Mandela, er án efa frægastur. Hann var handtekinn árið 1962 og varði alls 27 árum í fangelsi. Mandela varð fyrsti þeldökki forseti Suður-Afríku árið 1994 eftir kosningasigur Afríska þjóðarráðsins. Heimild: www.anc.org, www.wikipedia.org FBL GREINING: AFRÍSKA ÞJÓÐARRÁÐIÐ Áratuga barátta gegn aðskilnaðarstefnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.